Sýnatakan er faraldurinn, ekki veiran

Ég ætla núna að reyna færa rök fyrir því að faraldurinn vegna COVID-19 sé, þegar nú er komið, ekki veirufaraldur heldur greiningarfaraldur. 

Byrjum á þremur myndum frá covid.is, og helst þarf að horfa á þær allar þrjár í einu:

Fjöldi smita

Fjöldi sýna

Hlutfall smitaðra af sýnum

Augljóslega eru vandræði fólgin í því að greina hneigðir með tíma. Áherslur eru alltaf að breytast. Eina stundina eiga allir kost á sýnatöku, þá næstu eiga bara þeir með einkenni að mæta í prófun. Handahófskenndar skimanir hafa verið framkvæmdar, og við landamærin eru skimanir kerfisbundnar. Tölfræðin er ekki sundurliðuð þannig að það megi sjá væntanlega dreifingu smita meðal alls almennings á hverjum tíma. Átaksverkefnin, síbreytileg fyrirmælin og auðvitað raunveruleg smitdreifing er því allt í einum hrærigraut.

Þó má freistast til að draga ályktanir.

Ein er sú að þegar sýnataka er aukin þá fjölgar smitum án þess að hlutfall smita meðal sýna breytist mjög mikið. Undir það seinasta hefur t.d. verið mjög bætt við sýnatökur, og bara þeir með einhvers konar einkenni einhvers beðnir um að koma, og viti menn, fjöldi smita fer upp. Hlutfall smita af teknum sýnum er samt frekar flöt stærð, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að nú er fólk beðið um að láta sýnatöku eiga sig nema vera með einkenni. Skiljanlega eykst hlutfall smita þegar fólk er beðið um að sleppa sýnatöku nema sýna einkenni.

Önnur ályktun er sú að veirufaraldurinn sé í raun prófunar- eða greiningarfaraldur. Ef færri sýni væru tekin væru færri greindir. Spítalar eru svo gott sem lausir við sjúklinga vegna veirunnar svo ekki er um að ræða útbreiðslu á neinu sem raunverulega gerir fólk veikt (enda búið að átta sig á áhættuhópunum og verja þá sérstaklega). Miklu frekar eru menn að taka mörg sýni meðal þeirra sem eru með svokölluð einkenni, greina marga smitaða (að því marki sem veiruprófið grípur slíkt rétt) og taka svo stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framgang samfélagsins í kjölfarið. Væru menn að telja sjúklinga á gjörgæslu væri alveg ljóst að þessi veira er búið spil og lífið getur haldið áfram, óáreitt.

Þriðja ályktunin er svo sú að það er engin raunveruleg aðferðafræði í gangi. Menn telja smit eftir að hafa tekið ýmist mörg sýni eða fá, handahófskennt eða meðal útvaldra, og eru jafnvel að reyna drepa vindkviður með sverðum núna. 

Athugasemdir vel þegnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst þetta vera athygliverð kenning Geir. Þetta fer nokkuð greinilega saman. Þegar við reynum að meta hvort útbreiðslan sé að aukast finnst mér nærtækast að skoða hlutfall smita á móti hlutfalli sýna. Þetta hlutfall getur þú séð á neðsta grafinu á Covid síðunni. Þar sést að hlutfallið fór að aukast fyrir um 10 dögum síðan og hefur farið hækkandi síðan þá. Það eru hins vegar einhverjar villur í þessum prósentutölum svo það er væntanlega öruggara að taka hráu tölurnar, annars vegar skimanir í heild og hins vegar smit í heild og bera þetta tvennt saman. Það ætti ekki að vera lengi gert. Hef bara ekki tíma til þess núna því ég er að fara að elda kvöldmatinn embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2020 kl. 19:00

2 identicon

 Svínaflensu-hóxið endurtekið. Merkilegt hvað fólk fellur auðveldlega fyrir áróðrinum. "Those who cannot learn from history are doomed to repeat it."

Alexander Smári Gjöveraa (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 09:02

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Alexander,

Þú ert á sennilega að vísa í þetta myndband eða annað álíka?

https://www.youtube.com/watch?v=FU3OibcindQ

Þorsteinn,

Það er ekki nóg að greina hlutfall smita af teknum sýnum því fyrirmælin um hver á að fara í próf eru mismunandi. Nú er t.d. hvatt til þess að fólk fari bara í próf ef það er með einhver einkenni. Eðlilega bjagar þetta töluna ef það á að heimfæra hana upp á samfélagið allt. Réttast væri að taka reglulega handahófskennd próf á fólki, og ekki einu sinni nota úrtakið "fólk á ferðinni" heldur allir, hvort sem þeir húka heima hjá sér eða sitja á skrifstofunni. 

Og passa sig á prófum sem pikka upp dauðar veiruleifar eða veirur af öðru tagi.

En því er ekki að skipta.

Geir Ágústsson, 25.9.2020 kl. 10:34

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, við komumst væntanlega aldrei hjá einhverri bjögun í gögnunum og því eru handahófskennd próf betri. En hlutfallið er samt miklu skárra viðmið en fjöldi greindra tilfella, af augljósum ástæðum.

Annars finnst mér nú fjöldi dauðsfalla vera réttasta viðmiðið í þessu. Og hvað skyldu þau nú vera mörg síðan í vor?

Athyglivert að fylgjast með bresku tölunum. Greindum tilfellum fjölgar hratt síðan í byrjun september, en dauðsfallakúrfan er alltaf jafn flöt. Samt er Boris að leggja allt á hliðina, eina ferðina enn. Ég þori ekki einu sinni að heyra í vinum mínum í London því ég er svo hræddur um að þeir séu í vondu skapi!

Þorsteinn Siglaugsson, 25.9.2020 kl. 11:15

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Það er margt unnið með því að kynna sér raunveruleikann í gögnum. Hér er dæmi:

"Contrary to the idea of a trade-off, we see that countries which suffered the most severe economic downturns – like Peru, Spain and the UK – are generally among the countries with the highest COVID-19 death rate.

And the reverse is also true: countries where the economic impact has been modest – like Taiwan, South Korea, and Lithuania – have also managed to keep the death rate low."

https://ourworldindata.org/covid-health-economy

Geir Ágústsson, 25.9.2020 kl. 11:54

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég held reyndar að það verði ekki hægt að meta þetta almennilega fyrr en eftir á. Það verður nóg að gera hjá hagfræðingum við það næstu árin grunar mig. Svo deyr fólk reyndar úr fleiru en covid, þótt enginn veiti því neina athygli lengur. Það deyr til dæmis vegna afleiðinga atvinnuleysis. Ótímabær dauðsföll vegna þess í BNA eru til dæmis um 3% þeirra sem missa vinnuna. Og miðað við spár SÞ má alveg reikna með að fjöldi þeirra sem deyja úr hungri tvöfaldist. Það voru 9 milljónir á síðasta ári. 

Þorsteinn Siglaugsson, 25.9.2020 kl. 12:43

7 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sammála að tölurnar segja ekki alla söguna og hvað megi lesa úr þeim. Merkilegast er að leit ÍE að smitum gefur sáralitla niðurstöðu. Smitsjúkdómalæknir vill sjá fleiri niðurstöur í sóttkví því þá er farið að ná utan um smitin. Í vetur fékk hann að ráða en lét síðan völdin í hendur ríkisstjórnar. Þá kemur vel í ljós hversu leiðtogalaus þessi ríkisstjórn er og í raun veit ekki í hvorn fótinn á að stíga.

Rúnar Már Bragason, 25.9.2020 kl. 22:19

8 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sá stýrir sem á heldur. Skipstjóri á skipinu eru valdhafar sem virðast nú vera með hrikleka skútu. Netveiran sem má kenna við Kína ef það friðar einhvern var skæð í upphafi en nú oftúlkuð. Ofurhræðsla hefur heltekið ríkisstjórnir sem hver í sínu horni eru að koma með útspil sem virðast nánast gagnlaus. Í mörgum löndum eru menn næmari fyrir henni, oft vegna lélegra aðstæðna og vöntun á hreinlæti.

Ríkisstjórn Bretlands hótar nú að ofursekta borgara allt að tvær milljónir hlýði þeir ekki dagskipunum ráðherra. Dánartíðni þar hefur snarminnkað eins og á flestum Vesturlöndum. Svíar eru að komast best út með fá smit þessa mánuði. Hér er einfaldlega verið að loka og afleggja starfsemi frá degi til dags og miða allt við afkasta getu ríkisspítala ef allt færi á verri veg. Smit allt að 2600 og 10 skráðir látnir, en voru flestir með undirliggjandi sjúkdóma.

Sammál Rúnari, ríkisstjórnina vantar nýja nálgun eins og var í máli barnafjölskyldu  sem hafði verið ofurgreipum hins opinbera oflengi. Það er mannsbragur eins og áður að unga ráðherranum sem viðurkennir að nú þurfi að stokka upp á nýtt með nýrri aðkomu. 

Sigurður Antonsson, 26.9.2020 kl. 09:27

9 identicon

Góður pistill, og miðað við allt þá virðst mér að það sé að stefna í það að þríeykið munni tapa þessum Good will sínum annsi hratt á næstu dögum. Ef "greindum" smitum heldur áfram að fjölga.

Það sem manni helst dettur í hug með þessa tölfræði er, helst er 1984 og "lies, damend lies and statistics". 

Þá held ég að það sé rétt hjá þér að sí breytileg fyrimæli og hringlanda háttur geri það að verkum að fólk hættir að hlusta og nenna þessu. Þetta er svona svipað og hrópa úlfur úlfur. 

Gott dæmi sem þú nefnir siðan í kommentunum.

" Nú er t.d. hvatt til þess að fólk fari bara í próf ef það er með einhver einkenni." 

Þetta gæti alveg einnig farið öfugt ofan í marga. Nú af hverju? langar þig í sínatöku og einangrun ? og vesn fyrir alla í kringum þig? Nei. Það þannig að fólk er þá ekkert að fara til læknis útaf þessu eða öðru mögulegum síkingum. Þannig að það gæti til dæmis leitt það afsér að einn af hverju 5 til 10 sem fer í sýnatöku. Þannig að faraldurinn gæti verið vanmetinn. Faraldurinn gæti líka verið ofmetinn eins og þú réttilega bendir á þá ef sína takan er aukinn og væntanlega þá með því að hafa verulegan slaka á því hvað kallar á sínatöku.

Þannig að óhað því hvort að þetta sé ofmetið eða vannmetið þá er nokkuð ljóst fyrir alla sem vilja sjá að keysarin er nakinn vegna þess hringlanda háttar sem þetta er búið að vera síðan júli.

Þríeykið á eftir að stór tapa good willnum á næstu dögum og vikum ef fram heldur sem horfir.

Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 26.9.2020 kl. 15:31

10 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

þetta er áhugaverð viðbót í ljósi þess sem fram kemur um unga fólki. hvers vegna bauðst Kári til að skima HR og HÍ á þessum tímapunkti:
https://www.youtube.com/watch?v=Ch7wze46md0&feature=youtu.be&fbclid=IwAR09rYbth1XuszwIrUb31-SOxbPP_X7BYi1oUoscB1JJanelyZYI6iU7syw

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 26.9.2020 kl. 16:34

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"þegar sýnataka er aukin þá fjölgar smitum"

Myndi þá veiran hverfa ef sýnatökum yrði hætt?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2020 kl. 16:53

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Beitt spurning en ég held að svarið gæti jafnvel verið: Já!

Því hvað er það versta við veiru? Jú, að fólk verði veikt. Þá veikt að því marki að það þurfi að taka sjúkrarúm á spítala. Og það gera bara ósköp fáir vegna COVID-19, varla nokkur. 

En nei, veiran hyrfi ekki. Hún yrði bara tækluð eins og aðrar veirur: Með því að fólk taki sér nokkra daga veikindaleyfi með læknisvottorð í farteskinu. Úti um gluggann getur það svo fylgst með samfélaginu keyra sinn vanagang, og hlakkar til að taka þátt á ný.

Geir Ágústsson, 26.9.2020 kl. 18:35

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Semsagt Trump aðferðin.

Í Bandaríkjunum hafa yfir 200.000 manns látist.

Sambærilegt hlutfall Íslendinga væri um 200 manns.

"varla nokkur"

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2020 kl. 19:41

14 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Guðmundur, mér sýnist að Þórólfur sé að færast bær Trump:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/09/26/ekki_astaeda_til_ad_herda_adgerdir/

Aldrei meiri sýna­taka

Hann seg­ir einnig að sýna­taka hafi verið um­fangs­mik­il und­an­farna daga og með því mesta sem sést hafi frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Flest­ir sem greind­ust í gær hafi verið með ein­kenni.

„Það er búið að vera að taka mikið af sýn­um und­an­farið og eig­in­lega aldrei verið tek­in fleiri sýni. Flest­ir af þeim sem eru að grein­ast eru með ein­kenni en samt sem áður eru ekki nema 2% ein­kenna­sýna sem sýna fram á kór­ónu­veiru­smit. Það seg­ir okk­ur það að fólk sé mikið með ein­kenni ein­hvers ann­ars en kór­ónu­veiru.“

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 27.9.2020 kl. 12:22

15 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

nær átti það að vera.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 27.9.2020 kl. 12:23

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þórólfur reynir stöðugt að koma á framfæri því, að fleira skiptir máli en sóttvarnir. Hann minnir stöðugt á að hans hlutverk er að taka einungis tillit til sóttvarnanna, en stjórnvöld verði svo að líta á heildarmyndina. En vandinn er að stjórnvöld þora ekki að taka eigin ákvarðanir. Og þetta er sami vandinn meira og minna um allan heim.

Það kæmi mér ekki á óvart, Guðmundur, þótt miklu fleiri en 200 ættu eftir að deyja vegna viðbragðanna, einangrunar, atvinnuleysis og annarra hörmunga sem leiddar eru yfir fólk með þessari vonlausu baráttu við að útrýma veirusjúkdómi.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.9.2020 kl. 15:06

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ég held að það sé hárrétt hjá þér að Þórólfur sé að reyna koma sér af skotskífunni með sitt þrönga áherslusvið. Sé ætlunin að fletja út veiru þá deyr svo margt annað í leiðinni og hann veit það og vill það sjálfsagt ekki. En sem sóttvarnarlæknir er það hans verksvið.

Geir Ágústsson, 27.9.2020 kl. 18:57

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þorsteinn.

Enginn þyrfti að deyja af völdum viðbragðanna ef stjórnvöld stæðu sig í stykkinu og tryggðu heimilum sem verða fyrir áhrifum veirunnar öryggi. Til dæmis með því að sjá til þess að enginn missi heimili sitt og framfærslu af völdum faraldursins. Í stað þess að veita þessum heimilum fullvissu hafa stjórnvöld boðið þeim upp á óvissu og upplýsingaóreiðu.

Atvinnuleysi drepur engan, en tekjuleysi, fjárhagsáhyggjur og óvissa um öryggi heimilis og fjölskyldu geta gert það, ef ekki eru fyrir hendi skilvirk úrræði til hindra neikvæðar afleiðingar tekjuleysis.

Allar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna veirunnar hafa hingað til snúist um að afstýra tekjuleysi (sumra, tímabundið). Engar þeirra hafa snúist um að fyrirbyggja neikvæðar afleiðingar þess tekjuleysis sem mun samt óhjákvæmilega skapast hjá mörgum heimilum í vetur.

Geir.

Það samræmist nálgun þinni ágætlega að nota skotskífu sem myndlíkingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2020 kl. 22:43

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki einungis tekjumissirinn sem veldur því að fólk deyr af völdum atvinnuleysis Guðmundur. Jafnvel þótt fólk fái bætur sem duga til framfærslu hefur atvinnuleysi neikvæð sálræn áhrif sem geta leitt fólk út í óheilbrigt líferni og stundum örvæntingu sem endar illa. Jafnvel þótt ríkið gæti tryggt öllum fulla framfærslu án verðmætasköpunar, sem það getur því miður ekki, myndi það ekki duga til. Það sem stjórnvöld virðast vera að reyna að gera núna er að draga úr högginu með því að framlengja þann tíma sem fólk hefur tekjutengdar bætur. Ég held að sá tími hafi verið framlengdur til áramóta. Allt grundvallast þetta á skammtímahugsun og óskhyggju því miður. Trú á að einhver töfralausn komi í formi bóluefnis um áramótin og þá fari allt í gang aftur. Strategían snýst um að reyna að telja fólki trú um þetta. En vitanlega verður það ekki svo. Þessi kreppa á eftir að halda áfram að dýpka í það minnsta fram á mitt næsta ár. Ég spái því að hún haldi áfram að dýpka þar til stjórnvöld átta sig að lokum á því að afleiðingar lækningarinnar eru 100 sinnum verri en afleiðingar sjúkdómsins. Hvenær það verður er erfitt að spá fyrir um.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2020 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband