Á meðan í Svíþjóð ...

Á Íslandi er nú verið að skella mörgu í lás. Aftur. Í Danmörku líka, og sennilega bráðum í Noregi:

With infection levels rising lately, government officials are clearly planning for the effects of any stricter Corona containment measures they may feel a need to re-impose.

Þetta eru löndin sem hreyktu sér af góðum árangri í baráttu gegn veiru. Og skutu í hnéskeljarnar á hagkerfinu um leið og fé var tekið að láni, eða dregið úr sjóðum, til að fjármagna hækjuna.

Á meðan, í Svíþjóð, eru menn að opna. Eftir mistök í upphafi faraldurs var skellt í lás á hjúkrunarheimilum, og menn eiga yfirleitt í vandræðum með blokkaríbúðahverfin þar sem innflytjendur frá suðlægari slóðum og afkomendur þeirra búa þétt saman og borða D-vítamínsnauðan mat án þess að fá sólskin á húðina. En í Svíþjóð á nú að opna aftur. Með einhverjum undantekningum er hægt að ferðast til landsins án þess að fara í sóttkví eða skimun.

Ég fékk eftirfarandi frásögn frá Íslendingi sem er búsettur í Svíþjóð. Þetta er lýsing sem yljar mér um hjartarætur því þarna lifir fólk greinilega eðlilegu lífi, og ég samgleðst innilega:

Hér situr fólk þétt saman á grasinu í garðinum. Fólk er óhrætt að ganga og hlaupa nálægt hvort öðru og ekki hægt að sjá neina grímu eða hanska. Fólk fer í ræktina og gufuböð eins og ekkert hafi gerst og mikið fjör á kvöldin á skemmtistöðunum þar sem unga fólkið skemmtir sér. Maður heyrir reglulega hláturköstin frá heimasamkomum og það er enginn hræddur við að hittast. Já það má segja það að hér hefur lítið breyst hér frá 2019, ef það væri ekki fyrir það að maður rekst stundum á fólk fyrir sjötugt með grímur í matvörubúðinni þá mætti halda að það sé enginn vírus í Svíþjóð. Fer sjálfur með konunni í matarboð í hverri viku og eru þar margir yfir fimmtugt, þannig það er ekki bara unga fólkið sem er hætt að vera hrætt, lífsgæðin jukust til muna við að fara út.

Og enginn deyr af veirunni einni saman, nema í undantekningartilvikum, eins og gildir um alla aðra sjúkdóma.

Svo já, menn ættu að hafa lært ýmislegt. Eða ekki.


mbl.is Fylgst með opnum og lokuðum stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stærsta þáttinn í þessu á væntanlega Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía. Ólíkt flestum öðrum, þar með talið hinni íslensku veiruþrenningu, hefur hann verið málsvari skynseminnar allan tímann og aldrei látið slá sig út af laginu, þótt mikið hafi verið reynt til þess.

Það blæs manni von í brjóst að sjá að einhver stendur með heilbrigðri skynsemi í því svartnætti falsfrétta og ofsahræðslu sem hefur heltekið heimsbyggðina.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2020 kl. 19:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ég held að þeim muni bara fara fjölgandi sem undra sig á þessum ofsafengnu viðbrögðum við veiru sem hefur sýnt sig núna, eftir alla þessa mánuði, að leggjast þyngra á suma en aðra, og það þarf því bara að verja suma en ekki aðra.

Talnasnillingar mættu líka bjóða sig fram hérna og setja allt í hið stóra samhengi: Dauðsföll á venjulegu ári vegna venjulegra sjúkdóma, dauðsföll almennt, dauðsföllum vegna lokana og hvaðeina.

Geir Ágústsson, 19.9.2020 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband