Heimapartý

Ég vil hvetja einhvern blaðamanninn til að verða sér úti um sölutölur frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, sundurliðaðar eftir vikum, og bera saman við sóttvarnaraðgerðir af ýmsu tagi. Það ætti að vera ágæt vísbending um fjölda heimapartýa, þar sem fólk hittist og gerir sér glaðan dag í lokuðu íbúðarhúsnæði.

Því af hverju ætti t.d. unga fólkið að taka mark á þessum aðgerðum? Það deyr enginn fyrir aldur fram, það er svo til enginn á sjúkrahúsi, læknar eru búnir að læra margar aðferðir til að eiga við veiruna, veiran er sennilega orðin skaðminni en í upphafi, áhættuhóparnir eru nokkuð vel þekktir, fólk sem hóstar heldur sig heima og fæstir sem veikjast verða þess nokkuð varir.

Þríeykið fékk fálkaorðu fyrir að standa af sér erfiðan hjalla í upphafi þegar menn vissu lítið, og á auðvitað skilið hrós fyrir að standa þá vakt, en hefði svo átt að pakka saman og fara heim.

Sænsku leiðina, takk.


mbl.is Hertar aðgerðir á vínveitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lífið heldur áfram ! Maður er orðin ansi þreyttur á þessum boðum og bönnum !

Sólmundur (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 16:53

2 identicon

Þú vilt þá semsagt herða aðgerðir hér, eins og t.d. að miða samkomubann við 50, banna heimsóknir á hjúkrunarheimili og banna öðrum en evrópubúum að koma til landsins.

Þannig er það allavega í Svíþjóð.

ls (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 19:06

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Þú spyrð góðra spurninga. Hvaðan koma þessar upplýsingar?

Ég hef frásagnir frá Svíþjóð sem segja frá ósköp venjulegu lífi. Og sé lestir streyma til og frá Danmörku yfir brúnna. En að sjá er ekki það sama og vita, stundum.

Geir Ágústsson, 17.9.2020 kl. 19:15

4 identicon

Að tala (skrifa) er heldur ekki (alltaf) það sama og að vita.

https://www.krisinformation.se/en/hazards-and-risks/disasters-and-incidents/2020/official-information-on-the-new-coronavirus/restriktioner-och-forbud

Lífið hér er líka mikið til venjulegt, að vísu 200 manna samkomutakmarkanir og lítið um túrista.

ls (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 19:28

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað sjálfsagt að takmarka sem allra mest heimsóknir á hjúkrunarheimili, enda er þar að finna það fólk sem viðkvæmast er. En því hraðar sem veiran er látin ganga yfir að öðru leyti, því fyrr er hægt að aflétta þeim takmörkunum. Það stendur til að gera í Svíþjóð eftir nokkra daga.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2020 kl. 19:58

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Það eru líka áhugaverðar upplýsingar! Það má gjarnan vísa í heimildir!

Is,

Það eina sem ég veit er það sem ég fæ að vita, t.d. eftirfarandi vitnisburður Íslendings í Svíþjóð (móttekið í fyrradag): "... hér situr fólk þétt saman á grasinu í garðinum. Fólk er óhrætt að ganga og hlaupa nálægt hvor öðru og ekki hægt að sjá neina grímu eða hanska. Fólk fer í ræktina og gufuböð eins og ekkert hafi gerst og mikið fjör á kvöldin á skemmtistöðunum þar sem unga fólkið skemmtir sér. Maður heyrir reglulega hláturköstin frá heimasamkomum og það er enginn hræddur við að hittast."

En hey, nýir tímar, nema þar sem eru gamlir tímar!

Geir Ágústsson, 17.9.2020 kl. 20:15

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Þessi síða sem þú vísar í - er henni ekki haldið við? Þú vísar í síðu sem vísar í síðu sem segir:

"The temporary entry ban began to apply on 19 March and initially applied for 30 days. It was subsequently extended until 15 May in accordance with the recommendation of the Commission. The Government has now decided on a further extension of the entry ban until 15 June."

Hvað gildir í dag?

Annars gæti Ísland alveg haft gott af því að fá ferðamenn sem væru frá ESB. Betra en ekkert. Ekkert.

Geir Ágústsson, 17.9.2020 kl. 20:20

8 identicon

UPDATED 15 SEP 2020 15:45

ls (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 21:23

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég sá þessar upplýsingar á þessari síðu sem ip talan vísar í. Hún var uppfærð á þriðjudaginn síðast.

Hefur ekki nálgun Svía verið sú að gefa út leiðbeiningar til fólks, en ekki að hundelta það og sekta fyrir að vera ekki með grímu eða nálgast hvert annað?

Annars er ég ekki svo vel inni í þessu. En virðist Svíar hafa haldið vel á þessu máli, fyrir utan það að í upphafi tókst ekki nógu vel að verja elliheimilin. Og lítur út fyrir að þetta sé að verða gengið yfir þar. Það er kannski ekki mjög gott fyrir þá sem hyggjast selja hálfprófuð bóluefni - verður ekki mikill markaður fyrir þau - en gott fyrir sænskan almenning.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2020 kl. 22:51

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Þessar sænsku reglur eru svolítið bland í poka sýnist mér:

"The entry ban does not apply to citizens of EU/EEA countries, UK, Switzerland, Andorra, Monaco, San Marino and the Vatican, or their families, or for travels to Sweden from the EU/EEA area."

"Furthermore, the ban does not apply if you or a close relative already live here as a permanent resident or hold a residence permit in Sweden or another EU country, or if you have a national visa to Sweden."

Svo gildir þá ekki um þá með vegabréfsáritun, eða hvað?

Og svo auðvitað þetta:

"here is no quarantine requirement for travellers to Sweden. Swedavia Airports recommends that you use face masks at their airports. Airline operators may require passengers to show a health statement but this is no general requirement for entering Sweden."

Ég á satt að segja erfitt með að sjá muninn á þessum "takmörkunum" og því sem gildir almennt, utan veirutíma, nema ef vera skyldi einhver ríki þar sem er ekki vegabréfasskylda í Svíþjóð, utan Evrópu. 

Geir Ágústsson, 18.9.2020 kl. 06:17

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það verður ekki annað séð en það séu þannig lagað engar sérstakar takmarkanir á ferðum fólks til Svíþjóðar vegna þessarar flensu.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2020 kl. 09:26

12 identicon

Þetta eru sömu reglur og voru í gildi hér þar til í sumar. Kanar og Kínverjar þurfa sérstaka undanþágu til að mega koma. Smitum fjögar reyndar í Svíþjóð þessa dagana rétt eins og annarsstaðar, þó aukningin sé mismikil.

ls (IP-tala skráð) 18.9.2020 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband