Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Atvinnueyðandi, ekki -skapandi

Reykjavíkurborg ætlar nú að "veita" 150 milljónum af fé útsvarsgreiðenda ofan í svarta hít. Þessi sóun á fé kallast "atvinnuskapandi". Ég spyr þá sem halda því fram, og halda að verið sé að gera atvinnulífinu greiða með þessu: Af hverju þá ekki að "veita" 1,5 milljarði? Eða 5 milljörðum? Ef 150 milljónir eru "atvinnuskapandi", eru þá 1500 milljónir ekki enn meira atvinnuskapandi?

Svona "örlæti" er eyðilegging á verðmætum. Verðmæti er tekin af vinnandi fólki og færð til gæluverkefna sem fyrst og fremst er ætlað að koma stjórnmálamönnum á framfæri. 


mbl.is 150 milljónir til atvinnuátaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn styrkist málstaður íslensks almennings

Þeir eru margir, andstæðingar íslensks almennings. Ríkisstjórnin og nú seinast stjórnarandstaðan teljast sem andstæðingar íslensks almennings. Stjórnmálamenn tala um að "semja um" lögfræðilega fjarstæðukenndar aðgerðir breskra stjórnvalda.

Nú er enn einn plaggið komið upp á yfirborðið sem sýnir að Bretar sjálfir voru hreint ekki vissir um réttarstöðu sína þegar ákveðið var að "lána" Íslandi peninga til að greiða fyrir innistæður í bönkum. Lána já? Þetta minnir á tungutak handrukkara sem leggur handahófskenndar skuldir á byrðar "skjólstæðinga" sinna, og "semur" svo um umfang barsmíðanna.

The Times segir allt sem segja þarf í eftirfarandi orðum:

Mr Darling should not compound the original error by pursuing a legally debatable claim that would bring a small country to its knees

Heyr heyr!


mbl.is Deildu um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk tilfærsla á fé

Here again the government spenders have the better of the argument with all those who cannot see beyond the immediate range of their physical eyes. They can see the bridge. But if they have taught themselves to look for indirect as well as direct consequences they can once more see in the eye of imagination the possibilities that have never been allowed to come into existence. They can see the unbuilt homes, the unmade cars and washing machines, the unmade dresses and coats, perhaps the ungrown and unsold foodstuffs.

 Þessi orð eiga sjaldan betur við en einmitt þegar vel meinandi stjórnmálamenn "auka fjármagn" til einhvers á reikning skattgreiðenda, neytenda og fjárfesta. 

Nú ætla stjórnvöld að skattleggja einstaklinga og fyrirtæki um 3,6 milljarða til að hin umdeilda Byggðastofnun geti ráðstafað 3,6 milljörðum til viðbótar við þá sem hún hefur nú þegar gert tilkall til úr vösum skattgreiðenda og fyrirtækja. Ætlunin er að "skapa störf", og jú vissulega munu störf "verða til". Þau störf verða sýnileg og um þau verður væntanlega fjallað í komandi skýrslum ráðherra sem varpa skýru ljósi á hin frábæru áhrif þessarar göfugu aðgerðar. 

Hitt, sem ekki sést, er erfiðara að benda á. Hvað hefðu 3,6 milljarðarnir nýst í ef ráðherra hefði ekki ákveðið að taka þá til sín og færa einni opinberri stofnun til endurúthlutunar? Hefðu einstaklingar og fyrirtæki greitt niður skuldir sínar, gert við hús sín eða fjárfest í einhverju? Hefði fjármagn verið lagt í stofnun nýs fyrirtækis sem gerði Ísland að óvæntu forystulandi í einhverri ótiltekinni atvinnugrein sem enginn stjórnmálamaður þekkir til í dag og getur þess vegna ekki veitt fé í?

Ríkið getur ekki "skapað störf". Ef svo væri, af hverju þá að láta 3,6 milljarða duga? Af hverju ekki að skapa 50 þúsund ný störf og útrýma atvinnuleysi á Íslandi? Svarið liggur fyrir - ríkið getur í mesta lagi mjólkað suma og veitt til annarra og þannig í mesta lagi skapað jafnmikil verðmæti og störf og hefðu orðið til ef skattheimtan hefði verið vægari. En líklega er hér um sóun á megninu af peningunum að ræða. 


mbl.is Eigið fé Byggðastofnunar aukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar Steingrími og Indriða ekki gögn lengur?

Steingrímur J. getur ekki ákveðið sig. Þegar hann leggur fram og talar fyrir lagafrumvörpum sem steypa íslenskum skattgreiðendum í skuldafen um ókomin ár, þá er allt útrætt, öll gögn á borðinu og óhætt að skrifa undir. Allt tal um annað eru málalengingar og málþóf. 

Þegar þjóðaratkvæðagreiðsla er sett á dagskránna, þá vantar skyndilega enn eina skýrsluna og allt verður voðalega óljóst og loðið, og vitaskuld ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að kenna.

Gott og vel. Það er ruglingur í gangi á stjórnarheimilinu og eftir því er tekið. Steingrímur og Indriði eru bandamenn í Icesave-ánauðinni. Þeir kvaka í kór. Þannig eru stjórnmálin bara oft á tíðum.


mbl.is „Stendur fyrir sínum skrifum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skera þarf niður

Ríkissjóður er rekinn með æðisgengnum halla og er stórskuldugur. Gjaldeyrishöft og skattahækkanir halda erlendu lánsfé og fjárfestingum útlendinga í hæfilegri fjarlægð frá íslenska hagkerfinu. Risavaxið tónlistarhús er reist í Reykjavík á meðan skorið er niður í heilbrigðis- og menntakerfinu. Lífið er sogið úr veikbyggðu atvinnulífinu með nýjum og auknum opinberum álögum. Á sama tíma fjölgar opinber stjórnsýsla starfsmönnum til að geta fylgst með öllum nýju reglunum og innheimtu allra nýju skattanna. 

Það seinasta sem hagkerfinu vantar, ofan á allt þetta, eru aukin fjárútlát hins opinbera í framkvæmdir til að blása lífi í eina atvinnugrein á kostnað allra annarra.

Í góðri og frægri bók segir þetta, og hvet ég alla til að lesa:

Therefore, for every public job created by the bridge project a private job has been destroyed somewhere else. We can see the men employed on the bridge. We can watch them at work. The employment argument of the government spenders becomes vivid, and probably for most people convincing. But there are other things that we do not see, because, alas, they have never been permitted to come into existence. They are the jobs destroyed by the $10 million taken from the taxpayers. All that has happened, at best, is that there has been a diversion of jobs because of the project. More bridge builders; fewer automobile workers, television technicians, clothing workers, farmers.

But then we come to the second argument. The bridge exists. It is, let us suppose, a beautiful and not an ugly bridge. It has come into being through the magic of government spending. Where would it have been if the obstructionists and the reactionaries had had their way? There would have been no bridge. The country would have been just that much poorer. Here again the government spenders have the better of the argument with all those who cannot see beyond the immediate range of their physical eyes. They can see the bridge. But if they have taught themselves to look for indirect as well as direct consequences they can once more see in the eye of imagination the possibilities that have never been allowed to come into existence. They can see the unbuilt homes, the unmade cars and washing machines, the unmade dresses and coats, perhaps the ungrown and unsold foodstuffs. To see these uncreated things requires a kind of imagination that not many people have. We can think of these nonexistent objects once, perhaps, but we cannot keep them before our minds as we can the bridge that we pass every working day. What has happened is merely that one thing has been created instead of others.

Hið opinbera getur gert alveg helling til að bæta aðstæður á Íslandi. Að leggja aukin útgjöld á herðar skattgreiðenda nú og í framtíðinni er óheillaráð.


mbl.is Verður að greiða götu stórframkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta segir sjálf tilskipun ESB líka

Það er ágætt að minna Íslendinga í tilvistarkreppu á að fjármálaráðherra Hollands er á sama máli um hlutverk og tilgang tilskipunar ESB og sjálf tilskipunin er um sjálfa sig!

Segir fjármálaráðherra Hollands: "This system is not designed for a crisis of the whole system but the failure of a single bank."

Segir tilskipun ESB nr. 94/19/EB: "Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."

Lagarökin eru óumdeild. Hið pólitíska þras um túlkun á ummælum einstaka stjórnmála- og embættismanna er hins vegar önnur saga. Einn Samfylkingarmaður segir eitthvað eitt, og annar eitthvað annað, og þannig getur dansið dunað til eilífðar. En lagarökin eru á hreinu.

Ef nú Steingrímur J. gæfi út yfirlýsingu, þar sem hann biði kommúnísk stjórnvöld í Norður-Kóreu velkomin til að taka við fjárræði og forræði Íslendinga, og innlima Ísland inn í draumaríki kommúnismans, hversu bindandi er sú yfirlýsing þegar Steingrímur hefur enga heimild til að veita slíkt boð, og þótt svik á þessari yfirlýsingu ylli Norður-Kóreumönnum pólitískum vonbrigðum? Og hvers vegna ætti næsta ríkisstjórn að eyða öllu sínu púðri og orku í að "semja" um einhvers konar millilausn þegar yfirlýsingin stenst ekki lagaskoðun?

Hversu bindandi er þá sú yfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem þjóðnýtir innistæður Icesave-reikninganna, þvert á þau lög ESB sem fjalla um tryggingar innistæða? 


mbl.is Tók fram að tryggingasjóður tæki ekki til kerfishruns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á nú að beygja sig í duftið?

Það virðist ekki vera margt sem stjórnvöld (bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan) eru ekki tilbúin að gera til að þóknast Bretum og Hollendingum.

Fyrst var þeim boðið að Íslendingar mjólkuðu allan hugsanlegan hagvöxt úr hagkerfi sínu í næstu tvo áratugi til að þóknast breskum og hollenskum yfirvöldum, þvert á öll lög ESB. Þessu höfnuðu Bretar.

Því næst var reynt að fá samþykkt lög sem hreinlega gerðu Íslendinga að skuldaþrælum, svo lengi sem Bretum og Hollendingum þóknaðist. Þetta vildi forseti Íslands ekki samþykkja og Bretar og Hollendingar ósáttir við það.

Nú vilja Bretar og Hollendingar að allt Alþingi verði sammála um að skrifa undir 1000 milljarða skuldabréfið í erlendri mynt, áður en gengið er til atkvæða.

Ætli Bretar og Hollendingar verði þá sáttir?


mbl.is Kröfðust pólitískra sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oftrúin á opinbert eftirlit

Á laugardaginn birtist í Morgunblaðinu alveg ljómandi grein með titilinn "Vandamál leysast ekki með hugarfarinu sem skapaði þau". Þessi titill er mjög lýsandi fyrir umræðuna í dag, þar sem opinbert eftirlit er lofað og boðað að meira þurfi af slíku, á meðan raunin er sú að hið mikla opinbera eftirlit og blástimplun hins opinbera á fjármálakerfinu öllu gerði neytendur værukæra og sljóvga og dró þannig töluvert úr markaðseftirlitinu sem er svo ómissandi þáttur af frjálsum markaði.

Á einum stað er spurt:

Það er alveg góð og gild spurning hvort Íslendingar og aðrir hluthafar og viðskiptavinir íslensku bankanna hefðu ekki komið miklu betur út úr bankahruninu ef hér hefði nákvæmlega ekkert eftirlit verið til staðar, ekkert fjármálaeftirlit, engin[n] seðlabanki og engir ráðherrar með rosalegar yfirlýsingar. Þeir sem áttu hagsmuna að gæta í íslensku bönkunum voru ótrúlega lengi að horfast í augu við vanda þeirra.

Þann sofandahátt má án efa skrifa að verulegu leyti á þá staðreynd að hér var mikið eftirlit og flókið regluverk sem skapaði falskt öryggi. Því miður treysti almenningur á það.

 Góð og gild spurning svo sannarlega. 


mbl.is Hver sem vill má veita fjármálaráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harma samstöðu á Alþingi

Heimdallur fagnar samstöðu á Alþingi. Ég harma hana. Von Íslands felst í því að ríkisstjórninni sé enginn griður gefinn í aðildarumsókn sinni að ESB og látlausu tali um "skuldbindingar" Íslands, sem eru ekki til staðar nema á milli stjórnmálamanna.

Því miður hafa formenn Sjalla og Framsóknarmanna nú látið táldraga sig að "samninga"borðinu og þeim sagt að þeir fái áhrif, utanlandsferðir og möguleika á að sitja við sama borð og fína fólkið í útlöndum. Þetta er hins vegar skammgóður vermir fyrir framagjarna stjórnmálamenn því um leið og ríkisstjórnin hefur fengið sínu fram, þá hættir hún að hlusta á stjórnarandstöðuna. Og þá er of seint að snúa til baka.

Nú virðist andstaðan við áætlanir ríkisstjórnarinnar vera horfin á Alþingi. Heimdallur fagnar. Ég harma.


mbl.is Fagna samstöðu á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með fundargjörð?

Utanríkisráðherra, sem nú situr heima á meðan forsætisráðherra sinnir utanríkismálum (í eigin frítíma, á eigin kostnað?), segir nú að forsætisráðherra sé í "einkaheimsókn" í Brussel. Er það annað orð yfir fund þar sem engin fundargerð er skrifuð?

Þeir hafa verið margir, leynifundirnir hjá bæði fyrrum viðskiptamálaráðherra Samfylkingarinnar og öðrum, eftir hrunið. Margt hefur verið rætt og ákveðið á þessum leynifundum og enginn getur vísað í neinar fundargerðir því engar slíkar voru skrifaðar. Þetta hefur valdið mér og öðrum stórkostlegum vandræðum. Hver ákvað hvað, með hverjum, og hvenær? Var skrifað undir eitthvað eða bara rætt og ákveðið? 

Ríkisstjórnin hefur gert sitt besta til að segja sem minnst við almenning. Þegar ríkisstjórnin ákveður eitthvað sín á milli, þá eru allar upplýsingar komnar fram, þótt ekki megi birta þær. Þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu, þá vantar alltaf enn eina skýrsluna svo hægt sé að kjósa á réttum forsendum. Þessi feluleikur ríkisstjórnarinnar er sennilega að miklu leyti sprottinn upp úr "einkaheimsóknum" þar sem engar fundargerðir voru ritaðar. 

Og núna er Jóhanna í enn einni...


mbl.is Jóhanna í einkaheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband