Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Er vinstristjórn á Íslandi?

"Svo virðist sem mínir drungalegu spádómar virðast ætla að rætast og rúmlega það. Á meðan almenningi er sagt að herða sultarólina þá reisir hið opinbera tónlistarhöllina sína í Reykjavíkurhöfn á leifturhraða, heitir því að skuldsetja ríkissjóð á bólakaf til að bjarga bönkum í einkaeigu, teiknar upp niðurgrafnar götur í miðborg Reykjavíkur, sendir Ólaf Ragnar Grímsson heimshorna á milli til að taka í höndina á kommúnistaleiðtogum og predika gegn aðgengi fátækra íbúa Jarðar að ódýru jarðefnaeldsneyti, neitar enn að stoppa í götin á ríkissjóði þar sem fé fossar út í illa rekið heilbrigðis- og landbúnaðarkerfi, sýnir fjárfestingum útlendinga á Íslandi andúð með því að tala gegn því að þeir fáu orku til fjárfestinga sinna, fjölgar undanþágum í hinu opinbera kerfi t.d. þannig að bara fyrstu kaupendur húsnæðis en ekki allir geti sloppið undan stimpilgjöldunum illræmdu, og fleira mætti týna til sem bendir á bruðl og óráðsíu og aukin ríkisafskipti vaxi ásmeginn á Íslandi."

Tekið úr nýjasta innleggi mínu á Ósýnilegu höndinni

Er vinstristjórn á Íslandi? Ég bara spyr! 


Samtökin Scaring Iceland taka til starfa

Rafmagnsleysi Víðimels er fyrsta vel heppnaða verkefni hinna nýstofnuðu samtaka, Scaring Iceland, en þau hafa það að yfirlýstu markmiði að flæma Íslendinga frá notkun rafmagns, og á þann hátt má, eins og segir í yfirlýsingu samtakanna, "endurheimta hálendi Íslands og náttúruna þar og frelsa hana frá grimmdarlegu taki erlends auðvalds".

Samtök eins og Saving Iceland ganga of skammt. Þau vilja bara trufla störf vinnandi fólks og skerða orkuöflunarmöguleika Íslendinga með því að stöðva núverandi framkvæmdir. Samtökin Scaring Iceland taka baráttuna fyrir náttúru Íslands til rökréttrar lokaniðurstöðu sinnar sem er sú að koma í veg fyrir alla raforkunotkun Íslands sem krefst lands og annarra gæða náttúrunnar. Þannig má endurheimta hvern einasta mýrarpytt á íslensku landi og í sumum tilvikum endurheimta rómantískt og eðlilegt sandfok og annað sem fylgir gróðurlausri jörð þar sem djúpt er á grunnvatnið.

Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og maðurinn og hans þarfir og langanir í besta falli í öðru sæti, en þó aldrei ofar en hreindýramosi, fiskiflugur, strjáll hálendisgróður og plöntur sem vaxa í fúlum moldarpollum sem enginn hefur séð en allir hafa heyrt um.

Takk fyrir,

fyrir hönd Scaring Iceland, 

Scaring Iceland - away from human life! 


mbl.is Rafmagnslaust við Víðimel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamaður predikar eigin skoðanir

Ef undan er skilin lýsing á ferðalögum Ólafs Ragnars til stjórnmálatengdrar viðurkenningarathafnar á kínversku stjórnarfari og eldneytisdrekkandi ferðalagi til lands til að mótmæla því að fátæklingar heims fái aðgang að ódýru jarðefnaeldsneyti þá er þessi frétt hreinræktuð predikun á skoðunum (ónefnds) blaðamanns án vísunar í heimildir eða bakgrunn.

Í gamla daga voru til flokksblöð - blöð sem höfðu það að yfirlýstu markmiði að lýsa fréttum út frá ákveðnum pólitískum sjónarhóli. Í dag eru fjölmiðlar yfirlýst "hlutlausir" og almenningur treystir á að sem flest sjónarmið komi fram í þeim til að geta myndað sér sjálfstæða skoðun. Frétt eins og þessi ætti að skjóta yfirlýst "hlutleysi" fjölmiðla á bólakaf. Hjá þeim starfa fréttamenn sem veigra sér ekki við að rausa úr rassgatinu á sér því sem þeim "finnst" að almenningur eigi að trúa, án vísunar í heimildir eða önnur sjónarmið.

Morgunblaðið missti það fyrir löngu

Í ekki-fréttum dagsins er það annars helst að athæfi sem "ögrar ramma laganna" kallast í stuttu máli: Refsivert lögbrot. Ef lögreglan ætlar að byrja gefa eftir lögbundið hlutverk sitt og láta lögbrot viðgangast þá finnst mér að rétti staðurinn eigi ekki að vera það að taka í gíslingu vinnustaði vinnandi og löghlýðins fólks, heldur áfengissala og rekstur skóla og heilbrigðisstofnana án afskipta hins opinbera.


mbl.is Forseti Íslands til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin: Frysta peningamagn í umferð

Tryggvi Þór Herbertsson verður vonandi góð búbót fyrir áttavillta efnahagsstjórn landsins (sem í raun er jafnáttavillt og efnahagsstjórn Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Japan, svo dæmi séu nefnd). Áttavillt efnahagsstjórn því hún byggir á gallaðri hagfræði í anda Keynes. Áttavillt því hin gallaða hagfræði útskýrir ekki áhrif peningamagns á verðbólgu rétt. Eða eins og segir á einum stað:

There is almost complete unanimity among economists and various commentators that inflation consists in general increases in the prices of goods and services. From this it is established that anything that contributes to price increases sets inflation in motion. A decrease in unemployment or an increase in economic activity is seen as a potential inflationary trigger. Some other triggers, such as increases in commodity prices or workers wages, are also regarded as potential threats.

Hið rétta er hins vegar að,

Contrary to the popular definition, inflation is not about a general rise in prices but about increases in money supply. The general increase in prices as a rule develops because of the increase in money. The harm that most people attribute to increasing prices is in fact due to increases in money supply. Policies that are aimed at fighting inflation without identifying what it is all about only make things much worse.

Vonandi tekur Tryggvi þessa vitneskju með sér inn í forsætisráðuneytið. 


mbl.is Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB vs. BNA

Rakst á eftirfarandi á bloggrúnti, langar að halda því til haga og birti því hér (án þess að hafa kannað sannleikisgildið):

Þjóðartekjur á mann í ESB 2004 voru 18 árum á eftir tekjum í BNA

Þjóðartekjur á mann í ESB 2006 voru 21 árum á eftir tekjum í BNA

Þjóðartekjur á mann í ESB 2007 voru 22 árum á eftir tekjum í BNA

 

Framleiðni í ESB 2004 var 14 árum á eftir framleiðni BNA

Framleiðni í ESB 2006 var 17 árum á eftir framleiðni BNA

Framleiðni í ESB 2007 var 19 árum á eftir framleiðni BNA

 

Rannsóknir og þróun í ESB 2004 var 23 árum á eftir BNA

Rannsóknir og þróun í ESB 2006 var 28 árum á eftir BNA

Rannsóknir og þróun í ESB 2007 var 30 árum á eftir BNA

 

Atvinnuþáttaka í ESB er núna 11 til 28 árum á eftir BNA


Sem betur fer útvatnað!

Ég vona svo sannarlega að náttúruhipparnir hafi rétt fyrir sér og að yfirlýsing G-8 leiðtoganna sé útvötnuð varðandi "minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda" (lesist: heimatilbúna hækkun á orku- og olíuverði, náttúruverndarsinnum á ferð og flugi til mikilla ama, og vörubílstjórum, bíl- og strætónotendum á Íslandi sömuleiðis).

Ég vona líka að yfirlýsing þeirra sé einskis verð svona rétt eins og Kyoto-"samkomulagið" sem enginn stjórnmálamaður með ábyrgð gagnvart kjósendum hefur framfylgt svo neinu nemur (þótt ekki vanti talið). Þá fyrst að stjórnmálamenn þurfa ekki lengur að óttast kjósendur (þ.e. lenda í stjórnarandstöðu) þora þeir að tala um að hækka skatta, auka ríkisútgjöld til að gefa öðrum ríkisstjórnum (lesist: þróunaraðstoð), hækka olíu- og orkuverð almennings og skamma ríkjandi stjórnmálamenn fyrir að ráðast ekki nógu hart að lífskjörum skjólstæðinga sinna í nafni CO2-losunar.

Vonandi er yfirlýsing G-8 ríkjanna bara sú fyrsta af mörgum sem er það útvötnuð að enginn finnur sig vera skuldbundinn til að gera eitt né neitt varðandi losun gróðurhúsalofttegunda, þá síst af öllu CO2-sameindarinnar. 

Þeir sem vilja sóa auði Jarðar eða fresta auðsköpun með fyrirferðamiklu ríkisvalda ættu að finna sér aðra spámenn en Al Gore. Einn ágætur og einlægur vinstrimaður er til dæmis Bjørn Lomborg, sem vill að fyrirferðamikið ríkisvald eyði í lyf og vatn frekar en örlitla kólnun sem mun fyrst eiga sér stað eftir 100 ár. Af tvennu illu er ég óneitanlega hliðhollari slíkum boðskap. 


mbl.is Yfirlýsing G-8 sögð útvötnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveigjanleg rör

Þeir sem vilja vita meira um sveigjanleg rör eins og það sem nú er lagt á milli Íslands og Eyja geta prófað heimasíðu NKT Flexibles (en ekki bara NKT eins og segir í fréttinni), til dæmis þennan bækling (PDF-skrá, 3,5 mb) frá NKT Flexibles, þennan frá Technip (stærsti framleiðandi sveigjanlegra röra í heiminum) eða kíkt á heimasíðu Wellstream (þriðji framleiðandi sveigjanlegra röra í heiminum).

Ég hlakka til að skreppa til Íslands í næstu viku og sjá kvikindið þrýstiprófast. Í millitíðinni vona ég að ekkert klikki í lagningunni! 


mbl.is Ný vatnsleiðsla til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér vantar samhengi

Það kemur ekki oft fyrir að ég sjái jafnstuttan texta innihalda jafnmikið af mótsögnum og fullyrðingum/setningum sem hver talar á móti hinni.

Dæmi: "Forsætisráðherra Japans, Yasuo Fukoda, segir að leiðtogar G8 ríkjanna hafi samþykkt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50% fyrir árið 2050."

Síðar segir svo: "Í gær ræddu leiðtogarnir um síhækkandi eldsneytis- og matvælaverð og áhrif verðhækkananna á fátækustu íbúa heims."

Þessum blessuðu leiðtogum hefur ekki dottið í hug að hið fyrra hafi eitthvað með hið síðara að gera? "Losun gróðurhúsalofttegunda" er fyrst og fremst knúin af sjónum, eldfjöllum og rotnun, en sá hluti sem mannkynið leggur til er fyrst og fremst til kominn vegna framleiðslu orku og vegna flutninga á varningi og matvælum frá svæðum þar sem auðvelt er að rækta mat og til þeirra þar sem það er erfiðara.

Íslendingar kaupa t.d. korn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og fleiri svæðum sem á móti kaupa t.d. fisk frá Íslandi.

Ofsóknirnar gegn losun manna á CO2 í andrúmsloftið hafa eftirfarandi afleiðingar:

  • Eldsneytisverð hækkar
  • Matvælaverð hækkar

Þeir sem vilja hærra eldsneytis- og matvælaverð eru ánægðir í dag og vilja meira af því sama. Þeir fagna því að Bandaríkjamenn brenna nú korni í bílvélum sínum sem aldrei fyrr - ein áfylling á jeppa krefst kornmetis sem dugir til að fæða eina manneskju í eitt ár. "Meira af þessu!" hrópar nú CO2 grátkórinn!

Leiðtogar G8-ríkjanna ættu að vera duglegri að halda sér heima við í stað þess að koma með innantómar og mótsagnakenndar yfirlýsingar um leið og myndavélunum er heilsað. 


mbl.is Samþykkt að draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Robert Wade blandar saman stjórnmálum og hagfræði

Robert Wade er maður með mjög sterkar stjórnmálaskoðanir, jafnframt því að koma fram sem einhvers konar fræðimaður. Hann vill til dæmis að samningaviðræður um aukna fríverslun í heiminum mistakist, og gengur raunar enn lengra því hann boðar verndartolla sem einhvers konar "verkfæri" stjórnmálamanna til að "jafna spilið" á hinum (ó)frjálsa markaði. Í sama mund skammar hann íslenska stjórnmálamenn um að hafa keyrt viðskiptabankana á óheillabraut - með því að einkavæða þá!

En gott og vel - vitaskuld hafa fræðimenn skoðanir eins og aðrir. Robert Wade er vinstrimaður og tortryggir hinn frjálsa markað (sem gerir Íslendinga ríka á frjálsri fisksölu) um leið og hann hampar verndartollum og niðurgreiðslum (sem gera Íslendinga fátæka af framleiðslu landbúnaðarvara). Góður hagfræðingur það! Hitt er verra að hann fari með rangt mál og api upp löngu afsannaðar samsæriskenningar um sölu bankanna (sú er a.m.k. niðurstaða allra athugana og skýrslna sem hafa verið gerðar á einkavæðingarferlinu á sínum tíma).

Kannski er besta ráðið fyrir þennan Íslandsvin að segja honum að læra íslensku svo hann geti lesið sér til um aðeins skynsamlegri vangaveltur um ástandið á Íslandi í dag? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband