Er vinstristjórn á Íslandi?

"Svo virðist sem mínir drungalegu spádómar virðast ætla að rætast og rúmlega það. Á meðan almenningi er sagt að herða sultarólina þá reisir hið opinbera tónlistarhöllina sína í Reykjavíkurhöfn á leifturhraða, heitir því að skuldsetja ríkissjóð á bólakaf til að bjarga bönkum í einkaeigu, teiknar upp niðurgrafnar götur í miðborg Reykjavíkur, sendir Ólaf Ragnar Grímsson heimshorna á milli til að taka í höndina á kommúnistaleiðtogum og predika gegn aðgengi fátækra íbúa Jarðar að ódýru jarðefnaeldsneyti, neitar enn að stoppa í götin á ríkissjóði þar sem fé fossar út í illa rekið heilbrigðis- og landbúnaðarkerfi, sýnir fjárfestingum útlendinga á Íslandi andúð með því að tala gegn því að þeir fáu orku til fjárfestinga sinna, fjölgar undanþágum í hinu opinbera kerfi t.d. þannig að bara fyrstu kaupendur húsnæðis en ekki allir geti sloppið undan stimpilgjöldunum illræmdu, og fleira mætti týna til sem bendir á bruðl og óráðsíu og aukin ríkisafskipti vaxi ásmeginn á Íslandi."

Tekið úr nýjasta innleggi mínu á Ósýnilegu höndinni

Er vinstristjórn á Íslandi? Ég bara spyr! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband