Samtökin Scaring Iceland taka til starfa

Rafmagnsleysi Víðimels er fyrsta vel heppnaða verkefni hinna nýstofnuðu samtaka, Scaring Iceland, en þau hafa það að yfirlýstu markmiði að flæma Íslendinga frá notkun rafmagns, og á þann hátt má, eins og segir í yfirlýsingu samtakanna, "endurheimta hálendi Íslands og náttúruna þar og frelsa hana frá grimmdarlegu taki erlends auðvalds".

Samtök eins og Saving Iceland ganga of skammt. Þau vilja bara trufla störf vinnandi fólks og skerða orkuöflunarmöguleika Íslendinga með því að stöðva núverandi framkvæmdir. Samtökin Scaring Iceland taka baráttuna fyrir náttúru Íslands til rökréttrar lokaniðurstöðu sinnar sem er sú að koma í veg fyrir alla raforkunotkun Íslands sem krefst lands og annarra gæða náttúrunnar. Þannig má endurheimta hvern einasta mýrarpytt á íslensku landi og í sumum tilvikum endurheimta rómantískt og eðlilegt sandfok og annað sem fylgir gróðurlausri jörð þar sem djúpt er á grunnvatnið.

Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og maðurinn og hans þarfir og langanir í besta falli í öðru sæti, en þó aldrei ofar en hreindýramosi, fiskiflugur, strjáll hálendisgróður og plöntur sem vaxa í fúlum moldarpollum sem enginn hefur séð en allir hafa heyrt um.

Takk fyrir,

fyrir hönd Scaring Iceland, 

Scaring Iceland - away from human life! 


mbl.is Rafmagnslaust við Víðimel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra

Loksins, loksins trúarbrögð með viti! Krækiberin lengi lifi í örsnauðri og þjóðlegri mold hins heilaga hálendis! Burt með ónáttúrulegt rafmagn úr íslenskri mannabyggð! Burt með mannabyggð! Inn með hvítabirni!

Veruleikafirrtar baráttukveðjur!

Þóra, 23.7.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Að vísu er allt "rafmagn" ónáttúrulegt nema það sem slær niður til jarðar í formi eldinga eða hoppar út á milli tveggja tinnusteina sem rekast saman, en allt í lagi með það.

Scaring Iceland stefna á að fá enn meiri samúð almennings og enn fleiri undanþágur frá lögbrotum en Saving Iceland, og raska lífi friðsæls fólks enn meira en áður eru dæmi um hér á landi, hvort sem meðlimir Saving Iceland eða kommúnistar Gúttóslagsins eru hafðir til hliðsjónar. Bíðið bara!

Geir Ágústsson, 23.7.2008 kl. 22:43

3 identicon

Tinnusteinarnir verða þá að rekast saman af náttúrulegum orsökum, jarðskjálfti eða skriðufall.
Mannskepnan má ekki, alls ekki, slá þeim saman væntanlega...

Valþór (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 18:28

4 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég hata líka siðmenningu og fólk. En ég elska krækiber!

..Hvar get ég skráð mig í Scaring Iceland ?

btw: rafmagn er órjúfanlegur hluti af nátturinni, sjá þessa grein hvernig hægt er að ná rafmagni úr sítrónu: http://bizarrelabs.com/lemon.htm

Ég legg til að við hefjum sítrónurækt á íslandi til að virkja rafmagn! 

Viðar Freyr Guðmundsson, 30.7.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband