Lausnin: Frysta peningamagn í umferð

Tryggvi Þór Herbertsson verður vonandi góð búbót fyrir áttavillta efnahagsstjórn landsins (sem í raun er jafnáttavillt og efnahagsstjórn Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Japan, svo dæmi séu nefnd). Áttavillt efnahagsstjórn því hún byggir á gallaðri hagfræði í anda Keynes. Áttavillt því hin gallaða hagfræði útskýrir ekki áhrif peningamagns á verðbólgu rétt. Eða eins og segir á einum stað:

There is almost complete unanimity among economists and various commentators that inflation consists in general increases in the prices of goods and services. From this it is established that anything that contributes to price increases sets inflation in motion. A decrease in unemployment or an increase in economic activity is seen as a potential inflationary trigger. Some other triggers, such as increases in commodity prices or workers wages, are also regarded as potential threats.

Hið rétta er hins vegar að,

Contrary to the popular definition, inflation is not about a general rise in prices but about increases in money supply. The general increase in prices as a rule develops because of the increase in money. The harm that most people attribute to increasing prices is in fact due to increases in money supply. Policies that are aimed at fighting inflation without identifying what it is all about only make things much worse.

Vonandi tekur Tryggvi þessa vitneskju með sér inn í forsætisráðuneytið. 


mbl.is Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Er ekki Mugabes Zimbabwe gott dæmi um það?

Guðmundur Björn, 18.7.2008 kl. 19:55

2 identicon

Ég hef því miður eilitlar efasemdir um TH í þetta starf. Askar capital gengur út á að fjármagna húsnæðisverkefni út um víða veröld og hvaða bóla er það sem er að springa núna, nema einmitt húsnæðisbólan?

Fyrirfram hef ég því efasemdir um hlutleysi ráðgjafarinnar. Mun TH vinna þarna sem hlutlaus aðili, eða skara eld að eigin köku? Ég veit svosem ekki hver væri til í að kíkja á aðstoð til Haarde akkúrat núna, en með tímabundinni ráðningu er ekki öruggt að TH. vinni hlutlaust starf.

Svo getur að vísu vel verið að hann sinni þessu með prýði, vonum það. Fyrir bæði fyrirtækin og almenning í landinu.

Þrándur (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þrándur,

Kannski hann sé nú þegar búinn að skrifa undir efasemdir þínar með þessu "stunti" ríkissjóðs.

Húsnæðismarkaðurinn er að verða jafnöflugt verkfæri ríkisvaldsins til að útvíkka starfsemi sína og stríðsrekstur var á sínum tíma!

Geir Ágústsson, 20.7.2008 kl. 21:09

4 identicon

Það er nefnilega alveg magnað hversu illa fólk er upplýst um hvað veldur verðbólgu.
Það virðist ekki skilja að aukið framboð af seðlum, lækkar verðgildi þeirra, og rýri um leið hversu mikið er hægt að fá í skiptum fyrir þá.

Valþór (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 02:52

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Og heldur ekki að ef peningamagn er frosið, og verð á einni vöru hækkar, þá veldur það ekki "verðbólgu" (í venjulegum vanskilningi orðsins, þar sem allar vörur eru að hækka í verði) því þá er einfaldlega minna fé til að kaupa aðra hluti.

Kannski þetta sé efni í smá Þjóðmálagrein. Hummmmsss.... 

Geir Ágústsson, 22.7.2008 kl. 12:24

6 identicon

15% stýrivextir ættu þó alla jafna að merkja að peningamagn væri frosið, jafnvel að verið sé að draga úr því. Það er þó til fólk sem lætur sig hafa þau kjör.

Hugsa samt að mistökin liggi í rýmkuðum heimildum til viðskiptabankanna til útlána, þ.e. að peningamargfeldisstuðullinn hafði verið hækkaður.

Valþór (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Valþór,

Sem maður sem hefur reynt oft en tekst ekki að skilja pappírsframleiðslu ríkisvaldsins þá skildi ég samt að hluta eftirfarandi texta:

"Vaxtamunarverslunin (e. Carry Trade) með krónubréf ofl. er ein helstu rangindin sem við höfum verið beitt, þar sem krónan er gíruð upp, sem ýtir Seðlabankanum til vaxtahækkunar sem gírar krónuna upp frekar, þar til stíflan bregst.  Það hefur aðeins verið greitt inn á þá ofurvíxilskuld sem vaxtamunarverslunin skóp, stærsti hluti hennar er ógreiddur og fellur senn á krónuna."

Einhvern veginn flækt inn í vaxtamunarverslunina er krónuútgáfa Seðlabankans til bankanna í formi 'fractional reserve' kerfisins sem bankarnir nýta með t.d. erlendu lánsfé (á lægri vöxtum) og háu lánshæfismati sínu. Dýpri er skilningur minn samt ekki þrátt fyrir mikla köfun í þessu djúpsævi. 

Geir Ágústsson, 1.8.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband