Robert Wade blandar saman stjórnmálum og hagfræði

Robert Wade er maður með mjög sterkar stjórnmálaskoðanir, jafnframt því að koma fram sem einhvers konar fræðimaður. Hann vill til dæmis að samningaviðræður um aukna fríverslun í heiminum mistakist, og gengur raunar enn lengra því hann boðar verndartolla sem einhvers konar "verkfæri" stjórnmálamanna til að "jafna spilið" á hinum (ó)frjálsa markaði. Í sama mund skammar hann íslenska stjórnmálamenn um að hafa keyrt viðskiptabankana á óheillabraut - með því að einkavæða þá!

En gott og vel - vitaskuld hafa fræðimenn skoðanir eins og aðrir. Robert Wade er vinstrimaður og tortryggir hinn frjálsa markað (sem gerir Íslendinga ríka á frjálsri fisksölu) um leið og hann hampar verndartollum og niðurgreiðslum (sem gera Íslendinga fátæka af framleiðslu landbúnaðarvara). Góður hagfræðingur það! Hitt er verra að hann fari með rangt mál og api upp löngu afsannaðar samsæriskenningar um sölu bankanna (sú er a.m.k. niðurstaða allra athugana og skýrslna sem hafa verið gerðar á einkavæðingarferlinu á sínum tíma).

Kannski er besta ráðið fyrir þennan Íslandsvin að segja honum að læra íslensku svo hann geti lesið sér til um aðeins skynsamlegri vangaveltur um ástandið á Íslandi í dag? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

„Tortryggir hinn frjálsa markað (sem gerir Íslendinga ríka á frjálsri fisksölu) um leið og hann hampar verndartollum og niðurgreiðslum (sem gera Íslendinga fátæka af framleiðslu landbúnaðarvara).“

Virkilega vel að orði komist. Þetta er raunverulega „no-brainer. Sætir furðu að nokkur skuli vera á þessari skoðun.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.7.2008 kl. 19:40

2 identicon

Hvað kallarðu svona verndartolla sem sem hjálpa illa innréttuðum og spilltum bankamönnum þegar þeir eru búnir að klúðra málum til helvítis - ekki bara hjá sér heldur allri þjóðinni? ... svona ríkisstyrk? ríkisábyrgð? Hvað kallast það samkvæmt hagfræðinni þinni?

Á öllu  sviðum hafa þessir sjálfskipuðu siðblindu bankamenn brugðist.

Á meðan starfsbræður þeirra (sem eru valdir eftir merit ekki pair-it) veiddu 3 fiska veiddu þeir einn. Þeir keyrðu sig áfram á hávaxtastefnu Seðlabankans sem hefur unnið eins og varðhundur í að gæta einkavinna sinna í bankakerfinu.

Hvað helv. rannsóknir hafa afsannað hvað? ... þetta er borðleggjandi dæmi - hreint glæpakyski sem passar hvert upp á annað þeir fá bankana og Davíð passar upp á að allir græði vel ... þegar einhver sem kemst í stjórn sem Dabba líkar ekki -´er bönkunum sleppt lausum í taumlausri græðgi steypa þeir krónunni niður og Seðlabankinn situr hjá - hmm ekkert hægt að gera döh reglur um bindiskyldu um ha? að? ekkert dfuls vinstra rugl. ... Nei Seðlabankinn er með eina aðferð hún dugði hjá Reagen og hún skal duga enn!

Hvort heldurðu að sé líklegra að Dabbi sé heimskur eða illa innrættur?

Svarið blasir við mér!

Þeir

Ódabbi (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ódabbi,

Allir í senn, Íbúðarlánasjóður, viðskiptabankarnir og Seðlabanki Íslands unnu samkvæmt íslenskum lögum og gera enn. Lögum og lagaumhverfi sem endurspeglast út um allan heim, í USA, ESB, Japan og fleiri stöðum, og klímist á keyníska hagfræði sem flestir "mainstream" hagfræðingar skrifa undir með stórum bókstöfum. Líka þeir sem tilheyra ekki flokki Dabba erkióvinar þíns.

Árið 2005 var einhver sem lét sér ekkert koma á óvart árið 2007 (eða 2006 eða 2010 eða hvað það er, sprengjan tifandi með óþekktum klukkuslætti). Er það til merkis um völvuspárhæfileika, aðdáun á Dabba (eða skort þar á) eða skilning á gagnverki hagkerfisins? 

Mér þætti vel á minnst vænt um að þú sparaðir stóryrði án innihalds. Það gerir lesendur þína örlítið gjarnari á að vilja yfirleitt yrða á þig til baka.

Geir Ágústsson, 9.7.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband