Hér vantar samhengi

Það kemur ekki oft fyrir að ég sjái jafnstuttan texta innihalda jafnmikið af mótsögnum og fullyrðingum/setningum sem hver talar á móti hinni.

Dæmi: "Forsætisráðherra Japans, Yasuo Fukoda, segir að leiðtogar G8 ríkjanna hafi samþykkt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50% fyrir árið 2050."

Síðar segir svo: "Í gær ræddu leiðtogarnir um síhækkandi eldsneytis- og matvælaverð og áhrif verðhækkananna á fátækustu íbúa heims."

Þessum blessuðu leiðtogum hefur ekki dottið í hug að hið fyrra hafi eitthvað með hið síðara að gera? "Losun gróðurhúsalofttegunda" er fyrst og fremst knúin af sjónum, eldfjöllum og rotnun, en sá hluti sem mannkynið leggur til er fyrst og fremst til kominn vegna framleiðslu orku og vegna flutninga á varningi og matvælum frá svæðum þar sem auðvelt er að rækta mat og til þeirra þar sem það er erfiðara.

Íslendingar kaupa t.d. korn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og fleiri svæðum sem á móti kaupa t.d. fisk frá Íslandi.

Ofsóknirnar gegn losun manna á CO2 í andrúmsloftið hafa eftirfarandi afleiðingar:

  • Eldsneytisverð hækkar
  • Matvælaverð hækkar

Þeir sem vilja hærra eldsneytis- og matvælaverð eru ánægðir í dag og vilja meira af því sama. Þeir fagna því að Bandaríkjamenn brenna nú korni í bílvélum sínum sem aldrei fyrr - ein áfylling á jeppa krefst kornmetis sem dugir til að fæða eina manneskju í eitt ár. "Meira af þessu!" hrópar nú CO2 grátkórinn!

Leiðtogar G8-ríkjanna ættu að vera duglegri að halda sér heima við í stað þess að koma með innantómar og mótsagnakenndar yfirlýsingar um leið og myndavélunum er heilsað. 


mbl.is Samþykkt að draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband