Bloggfćrslur mánađarins, september 2007

Samflot S-flokkanna — gott eđa slćmt?

Margir frjálslyndir hćgrimenn fögnuđu ákaft ţegar í ljós kom ađ Sjálfstćđisflokkur og Samfylking hefđu náđ saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir Alţingiskosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn var orđinn mjög veikur og á tímabili leit jafnvel út fyrir ađ vinstriöflin á Alţingi hefđu yfirhöndina í kosningabaráttunni. Samfloti S-flokkana var ţví fagnađ af mörgu frjálslyndu fólki.
 
Ástćđur gleđinnar eru á yfirborđinu mjög einfaldar. Landbúnađarkerfiđ – hin heilaga kýr Framsóknarflokksins – ţarf nauđsynlega á endurskipulagningu ađ halda og fyrir ţví virtist skilningur innan S-flokkanna. Aukiđ frelsi í millilandaviđskiptum var einnig á vörum margra S-flokksmanna. Töluđu ţeir um ađ lćkka, og í sumum tilvikum jafnvel um ađ fella niđur, tolla og skatta. Vonir frjálslyndra einstaklinga voru ţví miklar.
 
Hvađ sjálfan mig varđar var ég feginn ţví ađ sjá Framsóknarflokkinn hverfa úr ríkisstjórn. Innri deilur, forystuleysi, umdeildar ákvarđanir og pólitískt hugleysi höfđu plagađ flokkinn lengi og ţótti mörgum ljóst ađ hann ćtti ekkert erindi í ríkisstjórn ađ loknum kosningum. Atkvćđavćgiđ hafđi breyst og var S-flokkunum í hag. Samfylkingin, sem um langt árabil hefur haft ţá stefnu eina ađ komast í ríkisstjórn, fékk nú ađ koma inn í hlýjuna. Freistandi var ađ hugsa međ sér ađ sjálfstćđismenn yrđu einir um ađ semja stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem samfylkingarmenn myndu skrifa blint undir međ bros á vör.
 
Annađ hefur nú komiđ á daginn. Stjórnarsáttmálinn felur ekki í sér ţćr breytingar sem vonast var eftir. Afnám stimpilgjalds er eitt af fáum tilhlökkunarefnum stjórnarsáttmálans. Róttćkar breytingar og uppstokkun á mennta-, landbúnađar- og heilbrigđiskerfum eru ekki bođađar. Áfram á ađ halda íslenskum neytendum í herkví tolla, vörugjalda og niđurgreiđslu á innlendri landbúnađarframleiđslu. Hinir nýju ráđherrar Samfylkingarinnar hafa síđan notađ sumarfríiđ sitt í ađ lofa milljörđum í aukin ríkisútgjöld ţegar ţing kemur saman í haust. Sjálfstćđismenn standa á hliđarlínunni eđa taka jafnvel ţátt í útgjaldafylleríinu. Nú ţegar hefur landbúnađarráđherra, góđur og gegn Sjálfstćđismađur međ mikla reynslu, lofađ ţví ađ landbúnađarkerfiđ verđi, ja, hvađ? – friđađ enn um sinn! 
 
Bros og gleđi frjálslyndra Íslendinga hefur nú breyst í hnút í maganum – hnút sem losnar ekki nema yfirvofandi útgjaldaaukningar verđa dregnar til baka í haust ţegar fjárlög fara til umrćđu á Alţingi og Seđlabankinn gefur út enn eina ţensluviđvörunina.
 
Hvađ hefur orđiđ af meintu frjálslyndi S-flokkanna, flokka sem gjarnan kenna Framsóknarflokknum um allt sem úrskeiđis hefur fariđ? Freistandi er ađ skella skuldinni á hina nýju gömlu ráđherra Samfylkingarinnar. Jóhanna Sigurđardóttir og Össur Skarphéđinsson voru fljót ađ finna tékkhefti hins opinbera frá fyrri ráđherratíđ. Áralangur loforđaflaumur á nú ađ breytast í fagurskreyttan framkvćmdalista. Skattgreiđendur ţurfa e.t.v. ekki ađ kvíđa skattahćkkunum, en ţeir mega sennilega bíđa lengi eftir skattalćkkunum.
 
Sjálfstćđismenn ţurfa ađ líta í eigin barm. Ekki hefur veriđ bođađ til róttćkrar uppstokkunar landbúnađarkerfisins. Ekki var ţrýst mjög mikiđ á ađ lofa međ áţreifanlegum hćtti áframhaldandi lćkkun skatta á fyrirtćki og einstaklinga, og meina um leiđ sveitarfélögum ađ hćkka útsvör sín meira en lög kveđa nú á um. Ekki var ţrýst á Samfylkinguna ađ innleysa loforđ sín um aukiđ viđskiptafrelsi og fćkkun viđskiptahindrana af ýmsu tagi. Frjálslyndiđ var e.t.v. aldrei til stađar í Samfylkingunni ţegar á hólminn var komiđ, en Sjálfstćđismenn ákváđu ađ kyngja ţví ţegjandi og hljóđalaust og skrifa stefnuskrá miđju-stjórnar í stađ miđju-hćgri-stjórnar.
 
Sem frjálslyndur hćgrimađur get ég ekki veriđ mjög bjartsýnn á afrek hinnar nýju ríkisstjórnar Íslands. Ef skattar lćkka ţá lćkka ţeir lítiđ međ löngu millibili. Sennilega hćkka ţeir ekki hjá ríkinu, en á móti kemur ađ sveitarfélögum verđur vćntanlega heimilađ ađ hćkka útsvör sín enn frekar. Sértćkar ríkisađgerđir eru nú aftur komnar á dagskrá, t.d. sem svar stjórnvalda viđ niđurskurđi á ţorskheimildum. Orđ eins og „sparnađur“ og „ađhald“ í rekstri hins opinbera heyrast vart lengur og munu líklega heyrast sjaldan og lágt á međan skattfé streymir ađ ţví er virđist óstöđvandi í ríkiskassann. Góđćriđ hefur veriđ vel mjólkađ af hinu íslenska ríki,  og svo mun áfram vera ef fer sem horfir.
 
Samstarf S-flokkanna er ekki sá happadráttur sem frjálslyndir hćgrimenn vonuđust eftir. Samstarf ţessara flokka er nauđsynlegt til ađ halda sem flestum vinstriflokkum utan ríkisstjórnar en  ţar viđ situr. Pólitískt hugleysi Sjálfstćđismanna í stjórnarmyndunarviđrćđunum olli miklum vonbrigđum. Pólitísk ofvirkni Samfylkingar í sumarfríi Alţingis hefur slegiđ út drungalegustu spár um tćkifćrismennsku og sýndarleik.

Birtist áđur í nýútgefnu hausthefti Ţjóđmála.


Enn eitt opinbert innbrotiđ

Enn og aftur brýst Samkeppniseftirlitiđ inn í einkafyrirtćki og ásakar ţađ um hinn furđulega glćp, "misnotkun markađsráđandi ađstöđu". Ţessi ásókn Samkeppniseftirlitsins í athygli í ađdraganda fjárlagagerđar á Alţingi er alveg óţolandi. Fyrirtćkjum er gert ađ halda lögfrćđingum sínum á fullum launum viđ ađ svara ásökunum hins opinbera.

Hvađa máli skiptir hvernig sum fyrirtćki bjóđa betri kjör en önnur? Er viđskiptavit og útsjónarsemi eitthvađ sem vekur athygli opinberra embćttismanna? 

Ef Lyf og heilsa getur bođiđ betur, t,d. í krafti stćrđar sinnar, innkaupakerfis eđa afsláttar af ávöxtunarkröfu eigenda sinna ("niđurgreiđslur"), ţá eru ţađ góđar fréttir fyrir neytendur og markađinn í heild sinni. 

Hvenćr ćtli íslensk fyrirtćki hćtti ţví einfaldlega ađ stofna til samkeppnisreksturs viđ hver önnur međ opnun nýrra verslana sem bjóđa betri kjör en ţćr sem fyrir voru? Ofsóknir yfirvalda hljóta ađ hafa nú ţegar komiđ í veg fyrir opnun margra verslana og frestun á lćkkun verđs hjá mörgum fyrirtćkjum í útrásarhug!


mbl.is Húsleit hjá Lyfjum og heilsu vegna gruns um misnotkun á markađsráđandi stöđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er mikill munur á ríkisrekstri og einkarekstri?

"Ţegar allt kemur til alls ţá er munurinn á opinberum rekstri og einkarekstri ekki svo mikill ţegar kemur ađ ţví ađ greiđa fyrir varning og ţjónustu. Munurinn er fyrst fremst sá ađ í tilviki ríkisreksturs er um lögvarđa einokun ađ rćđa, en í tilviki einkareksturs snýst allt um ađ sinna viđskiptavinum sínum og skjólstćđingum, ella sjá á eftir ţeim til keppinauta um tíma ţeirra og fé."

Ţetta er mitt svar viđ spurningunni: Er mikill munur á ríkisrekstri og einkarekstri?

Nánar hér


Hiđ góđa er samt ađ viđ lifum lengur og lengur!

Margir hafa óstjórnlega ţörf fyrir ađ skamma nútímamanninn fyrir lifnađarhćtti sína og uppfinningar. Klassísk skotskífa er efnaframframleiđsla mannsins - hin svokölluđu tilbúnu efni sem efnafrćđingar finna upp á tilraunastofum sínum og innleiđa inn í daglegt líf okkar. Ţeim er kennt um allskyns kvilla og meinsemdir, og nú ţessi rannsókn sem "bendir á" ađ ţau, auk mengunar, eru dánarorsök okkar í 40% tilfella!

Gott og vel, ég gef mér ađ ţađ sé rétt ađ ţađ megi "rekja dauđa" ótalmargra til tilbúinna efna. Hins vegar má einnig "rekja líf" milljóna manna til tilbúinna (eitur)efna. Áburđur til matvćlaframleiđslu, allskyns tilbúin efni til allskyns annarrar framleiđslu, sjampó og hreinsiefni, og svona má lengi telja.

Ég skil alveg ţörf sums fólks til ađ sjá svörtum og óttaslegnum augum á nútímann og allar hans afurđir. Hins vegar er engin ástćđa til ađ gleyma ţví góđa alveg! Hundruđ milljóna manna eru ađ rísa úr fátćkt og lifa lengur - meira ađ segja sárafátćkt ríki eins og Bangladesh verđur orđiđ jafnríkt og Holland eftir lítil 40-50 ár. Er ţađ ekki ástćđa til ađ gleđjast, og slá ađeins á svartsýnina og bölsýnistaliđ?


mbl.is 40% allra dauđsfalla tengd mengun og óhreinindum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fleiri 'félagsleg undirbođ' takk!

"Stjórn AFLs lýsti einnig fullum stuđningi viđ yfirlýsingar formanns félagsins og framkvćmdastjóra síđustu daga og jafnframt ađ verđi ekki gripiđ tafarlaust til harđra ađgerđa í vinnustađaeftirliti af hálfu Vinnumálastofnunar muni félagiđ grípa til allra ţeirra ađferđa sem ţađ telji skila árangri til ađ berjast gegn félagslegum undirbođum."

Athyglisvert hugtak - "félagsleg undirbođ". Hvađ ţýđir ţađ? Ađ Pólverji taki ađ sér starf á Íslandi og ţiggi fyrir ţađ mun lćgri laun og vinni viđ verri kjör en Íslendingurinn gćti hugsađ sér ađ sćtta sig viđ? Ef svo er ţá eru félagsleg undirbođ eitthvađ sem Íslendingar ćttu ađ líta mjög jákvćđum augum á. Fyrir ţví eru nokkrar ástćđur:

  • Atvinnuástand á Íslandi er mjög gott núna og nóg af störfum sem ţarf ađ vinna en eru e.t.v. óunnin ţví ţađ vantar mannskap eđa ţađ er of dýrt ađ lađa ađ sér ađgengilegan mannskap sem krefst sífellt hćrri launa og betri vinnuađstćđna.
  • Félagsleg undirbođ ţýđa ađ verkefni má leysa fyrir minna fé en ella - fé sem í stađinn leitar e.t.v. í arđbćrari fjárfestingar annars stađar og verđur ţannig međ til ađ byggja upp framtíđarstörf á Íslandi sem borga enn betur en ţau sem standa til bođa í dag, t.d. fyrir iđnađarmenn.
  • Mikil starfsmannavelta útlendinga á Íslandi getur ekki annađ en gagnast Íslandi í framtíđinni, t.d. ţegar fátćkar kynslóđir í Póllandi eru orđnar ríkar og byrjađar ađ fjárfesta sjálfar.
  • Ţađ ađ reyna stöđva hin félagslegu undirbođ er slćm hagfrćđi hvernig sem á ţađ er litiđ og fullkomlega sambćrileg verđstýringum á mjólk og gallabuxum. Háu verđi á vinnuafli er viđhaldiđ međ ţvingunum og hótunum og neytendum (kaupendum iđnađarmannavinnu) ţví gert ađ skerđa lífskjör sín til ađ ţóknast hagsmunum verkalýđsforkólfa (eđa láta verkiđ falla niđur dautt).

Seinasti punkturinn er uppáhaldiđ mitt en hinir eru jafngóđir fyrir ţađ. Fleiri félagsleg undirbođ takk!


mbl.is AFL segist munu grípa til ađgerđa bregđist Vinnumálastofnun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Margir tímar borga meira en fáir tímar

Ţađ skiptir engu máli í hvađa flokka fólk er flokkađ - launamunur á milli ţeirra mun alltaf mćlast. Vinsćlasta flokkunin er vitaskuld kynjaflokkunin, og viti menn - í öđrum hópnum eru einstaklingar sem ađ jafnađi vinna lengur og eru reiđbúnari til ađ fórna einkalífi fyrir vinnuna frekar en einstaklingar í hinum hópnum. Ţađ skiptir hreinlega engu máli hvađ er gert - á međan almennur smekkur annars hópsins hneigist í átt ađ styttri vinnudegi og meira fjölskyldulífi ţá munu "heildarlaun" mćlast hćrri hjá hinum hópnum!

Ţeir eru nú samt til sem vilja ekki ađ vinnuframlag endurspeglist í launum. Ţeir eru til sem vilja ađ laun fari eftir einhverju öđru en viđveru og ábyrgđ á vinnustađ, til dćmis kynferđi! Ţeir eru til sem vilja horfa framhjá öllu sem er raunverulegt og einblína á ímyndađa mismunun sem gölluđ tölfrćđi er túlkuđ vitlaust til ađ sýna fram á.

Megi ţeim sem hugsa órökrétt og rangt vegna sem verst í baráttu sinni gegn frjálsu fyrirkomulagi á markađi! 


mbl.is Félagskonur SFR međ 25% lćgri heildarlaun en karlar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţeir sem vilja evru geta skipt yfir í evru, búiđ mál!

Ég skil lítiđ í umrćđu sem snýst um hvađa gjaldmiđil á ađ "taka upp" á Íslandi, svona rétt eins og allir Íslendingar hafi ţörf fyrir samskonar gjaldmiđil, eđa hafi sama smekk á ţví hvađa gjaldmiđill er "bestur". Fyrir suma hentar ađ taka upp breskt pund, fyrir ađra hentar norska krónan best og svona má lengi telja. 

Ef eitthvađ ţá ćtti einfaldlega ađ leggja niđur Seđlabanka Íslands og leyfa hverjum sem er ađ taka upp hvađa gjaldmiđil sem er, eđa stofna nýjan ef ţví er ađ skipta. Hugsanlega vćri hćgt ađ fá einhvern viđskiptabankanna til ađ taka viđ útgáfu á íslenskri krónu, en kannski ekki. Gildir líka einu. Peningar eru ekki verđmćti - peningar eru milliliđur viđskipta. Ţađ sem máli skiptir er ađ milliliđurinn sé eitthvađ sem ađilar ađ viđskiptum treysta á, en ekki hvađa nafn er á milliliđnum. Ríkisafskipti af  og ríkiseinokun á gjaldmiđlaútgáfu eru ekki beinlínis traustvekjandi fyrirbćri á ţessu sviđi frekar en öđru!


mbl.is Ekkert sem kallar á gjaldmiđilsbreytingu nú
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um sameign, ríkiseign og séreign

Á Ósýnilegu höndinni reyni ég ađ skýra međ dćmi hvers vegna "sameign" er einfaldlega séreign (hins opinbera), og međhöndluđ sem slík.

Niđurstađan: 

"Sameign er séreign hins opinbera, međ eđa án kosningaréttarins."

Er dćmisagan skýrandi og viđeigandi? Viđbrögđ vel ţegin!

Ekkert til sem er "samfélagsleg eiga"

"Samfélagsleg eiga" er ríkiseiga. Höfum ţađ á hreinu. Borgin - hiđ opinbera - á Orkuveitu Reykjavíkur. Ţeir sem fylgdust međ Alfređ Ţorsteinssyni nota fyrirtćkiđ eins og stóran leikvöll átta sig vel á ţví. Ţeir sem horfa upp á hiđ opinbera siga Landsvirkjun í hverja framkvćmdina á fćtur annarri í nafni "byggđastefnu" og "atvinnusköpunar" eru sömuleiđis vel međ á nótunum hvađ "samfélagsleg eiga" í raun veru er.

Hvađ gerir kosna borgarfulltrúa ađ góđum stjórnarmönnum í ţessu fyrirtćki (eđa einhverjum öđrum ef ţví er ađ skipta)? Er kosningaţokki ígildi og jafngildi útsjónarsemi í viđskiptum? Eru pólitískar vinsćldir mćlikvarđi á viđskiptavit og skynbragđ á fjárfestingum? Ef borgarfulltrúi svíkur eiganda fyrirtćkisins um arđsemi, ávöxtun eđa ánćgju viđskiptavina (borgina í ţessu tilviki), er ţá tilbúinn varamađur úr viđskiptalífinu í hans stađ? Eđa situr hann áfram sama hvađ tautar og raular ţar til kosningaţokkinn er ţorrinn?

Orku, mat, vatn, bensín, klćđnađ, húsnćđi og bíla á hiđ opinbera ađ međhöndla á sama hátt: Eins og varning sem gengur kaupum og sölum á frjálsum markađi. Ţađ ađ einhverjum datt eitthvađ annađ í hug á sínum tíma (mjólkurverslanir ríkisins og hvađ ţađ nú allt hét) eru mistök sem á ađ leiđrétta. Íhaldssemin "ţađ sem ríkiđ gerir í dag á ríkiđ ađ gera áfram" er í besta falli falsrök og misskilningur, en í versta falli sósíalismi og ríkisforsjá.


mbl.is Ákvćđi í lögum um ađ OR verđi áfram í samfélagslegri eigu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekkert ađ óttast í Köben!

Varúđ! Pólitískur rétttrúnađur er settur til hliđar núna! Ekki er heldur víst ađ pirringur minn í augnablikinu verđi varinn međ sérstaklega sterkum rökum.

Danska lögreglan er búin ađ komast á snođir um hóp sem hafđi í hyggju ađ fremja hryđjuverk í Kaupmannahöfn. Ekki kemur ţađ mér á óvart ađ hópurinn hafi veriđ stađinn ađ verki í undirbúningsferlinu, og ekki ţörf á ađ hafa miklar áhyggjur!

Ef mig grunar rétt ţá er um ađ rćđa hóp ungra karlmanna međ uppruna í Miđ-austurlöndum, og múslímska ađ trú. Ţetta er samfélagshópur sem er meira og minna í ruglinu í Danmörku. Ţeir örfáu sem er dugur í hafa fyrir löngu stofnađ sjoppu, hárgreiđslustofu, slátraraverslun, grćnmetissölu eđa álíka og vinna ađ ţví hörđum höndum ađ selja Dönum ódýran smyglvarning (eitthvađ sem ég kaupi í miklum mćli viđ hvert tćkifćri). Hinir - hinir haldast ekki í starfi og tala ekki tungumáliđ og ţiggja félagslega tékka til ađ fjármagna tískufatnađ og dýra bíla.

Auđvitađ eru undantekningar og allt ţađ, en miđađ viđ ađra sem má kalla "hópa" ţá er hópurinn "ungir karlmenn međ uppruna í Miđausturlöndum" plága á dönsku samfélagi (ţó ekki jafnstór né stórtćk og opinberir embćttismenn, en plága samt). Danska velferđarkerfiđ náđi fullkomnun sinni ţegar ţúsundum einstaklinga var hrúgađ inn í afskekkt hverfi og borgađ fyrir ađ sitja heima (og halda sig frá atvinnumarkađi innfćddra). Núna eru börn og barnabörn ţess fólks ađ herja á verslanir og íbúđir Dana, sem glađir borga fyrir uppihald ţeirra á milli rána.

Duglitlir einstaklingar standa sig hvorki vel í starfi né hryđjuverkastarfsemi. Ţví er ekkert ađ óttast í Köben!


mbl.is Hinir handteknu međ tengsl viđ leiđtoga al Qaeda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband