Ekkert að óttast í Köben!

Varúð! Pólitískur rétttrúnaður er settur til hliðar núna! Ekki er heldur víst að pirringur minn í augnablikinu verði varinn með sérstaklega sterkum rökum.

Danska lögreglan er búin að komast á snoðir um hóp sem hafði í hyggju að fremja hryðjuverk í Kaupmannahöfn. Ekki kemur það mér á óvart að hópurinn hafi verið staðinn að verki í undirbúningsferlinu, og ekki þörf á að hafa miklar áhyggjur!

Ef mig grunar rétt þá er um að ræða hóp ungra karlmanna með uppruna í Mið-austurlöndum, og múslímska að trú. Þetta er samfélagshópur sem er meira og minna í ruglinu í Danmörku. Þeir örfáu sem er dugur í hafa fyrir löngu stofnað sjoppu, hárgreiðslustofu, slátraraverslun, grænmetissölu eða álíka og vinna að því hörðum höndum að selja Dönum ódýran smyglvarning (eitthvað sem ég kaupi í miklum mæli við hvert tækifæri). Hinir - hinir haldast ekki í starfi og tala ekki tungumálið og þiggja félagslega tékka til að fjármagna tískufatnað og dýra bíla.

Auðvitað eru undantekningar og allt það, en miðað við aðra sem má kalla "hópa" þá er hópurinn "ungir karlmenn með uppruna í Miðausturlöndum" plága á dönsku samfélagi (þó ekki jafnstór né stórtæk og opinberir embættismenn, en plága samt). Danska velferðarkerfið náði fullkomnun sinni þegar þúsundum einstaklinga var hrúgað inn í afskekkt hverfi og borgað fyrir að sitja heima (og halda sig frá atvinnumarkaði innfæddra). Núna eru börn og barnabörn þess fólks að herja á verslanir og íbúðir Dana, sem glaðir borga fyrir uppihald þeirra á milli rána.

Duglitlir einstaklingar standa sig hvorki vel í starfi né hryðjuverkastarfsemi. Því er ekkert að óttast í Köben!


mbl.is Hinir handteknu með tengsl við leiðtoga al Qaeda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Gæti ekki verið meira sammála !

Kveðja frá Odense

Ingólfur Þór Guðmundsson, 4.9.2007 kl. 12:35

2 identicon

Sem betur fer eru múslimar fámennir á Íslandi, enda eru gerðar kröfur um það hér á landi að innflytjendur vinni !

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband