Enn eitt opinbert innbrotið

Enn og aftur brýst Samkeppniseftirlitið inn í einkafyrirtæki og ásakar það um hinn furðulega glæp, "misnotkun markaðsráðandi aðstöðu". Þessi ásókn Samkeppniseftirlitsins í athygli í aðdraganda fjárlagagerðar á Alþingi er alveg óþolandi. Fyrirtækjum er gert að halda lögfræðingum sínum á fullum launum við að svara ásökunum hins opinbera.

Hvaða máli skiptir hvernig sum fyrirtæki bjóða betri kjör en önnur? Er viðskiptavit og útsjónarsemi eitthvað sem vekur athygli opinberra embættismanna? 

Ef Lyf og heilsa getur boðið betur, t,d. í krafti stærðar sinnar, innkaupakerfis eða afsláttar af ávöxtunarkröfu eigenda sinna ("niðurgreiðslur"), þá eru það góðar fréttir fyrir neytendur og markaðinn í heild sinni. 

Hvenær ætli íslensk fyrirtæki hætti því einfaldlega að stofna til samkeppnisreksturs við hver önnur með opnun nýrra verslana sem bjóða betri kjör en þær sem fyrir voru? Ofsóknir yfirvalda hljóta að hafa nú þegar komið í veg fyrir opnun margra verslana og frestun á lækkun verðs hjá mörgum fyrirtækjum í útrásarhug!


mbl.is Húsleit hjá Lyfjum og heilsu vegna gruns um misnotkun á markaðsráðandi stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þú virðist vera að hampa þarna er Gullna reglan eins og Mel Brooks setti hana fram. ,, He who has the gold, makes the rules" 

Ásgrímur Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Á ég að skila kveðju frá þér til Akurnesinga sem mega ekki fá annað og ódýrara apótek í bæinn sinn af því eigandinn hafði efnast á rekstri apóteka annars staðar og gengið það vel að það var kominn tími á enn eitt útibúið?

Regla Mel Brooks er ágæt og á vel við: Viðskiptavinirnir eiga gullið og eiga sjálfir að ráða því hvaða fyrirtæki lifa og deyja og hvaða apóteki þeir versla í.

Geir Ágústsson, 14.9.2007 kl. 18:30

3 identicon

Þú ert alveg ævintýralega einfaldur.

Theodore Roosevelt (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Theodore, ég skal alveg láta það eiga sig að eyða þessu litla sæta kommenti þínu sem virðist fela í sér þá trú að villuráfandi sauðir eins og þú og ég og aðrir neytendur þurfi á vitrum embættismönnum að halda til að einfalda flókna tilveruna. 

Þú getur þakkað mér seinna. 

Geir Ágústsson, 14.9.2007 kl. 19:24

5 identicon

Þakka fyrir það. En svona í framhjáhlaupi þá geri ég ráð fyrir að þú teljir hag okkar sauðanna bættan vegna þess að íslensku olíufélögin losuðu sig við Irving Oil með skaðlegri undirverðlagningu? Þú sýtir það líka væntanlega að flugleiðir hafi ekki komist upp með að murka lífið úr Iceland Express. Það er ágætt þegar stóru risarnir bjóða góða díla en það er skammgóður vermir að pissa í skóna í frosti. Þegar samkeppnin er fyrir bí á verðið það til að hækka og það gjarnan verulega.

Theodore Roosevelt (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 19:35

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Irving Oil starfrækti ekki eina einustu bensínstöð á Íslandi því þeir fengu ekki lóð eða var gert erfitt um vik að hefja starfsemi á Íslandi - amk ekki hvattir til þess. Undirverðlagning (hvað sem það nú er) var því aldrei í myndinni. En þótt dæmið sé ekki gilt þá skil ég punkt þinn.

Almennt gildir eftirfarandi:

  1. Á tilteknum markaði eru fyrirtæki. Ef þau græða vel þá byrja fjárfestar að athuga stofnun samkeppnisreksturs við þau (eða fyrirtæki sem er með reksturs annars staðar íhugar stofnun útibús).
  2. Fyrirtækin sem fyrir eru reyna að drepa samkeppnina í fæðingu, t.d. með "undirverðlagningu" (afslætti af arðsemiskröfum eigenda sinna) og almennri tiltekt innan eigin dyra til að ná kostnaði niður.
  3. Ef það tekst að koma samkeppninni frá þá fer ástandið í fyrra horf - gróði heldur áfram að vera til staðar og freisting annarra að koma inn á markaðinn viðhelst.
  4. Ef niðurgreiðslan er of dýr eða ekki tekst vel upp að taka til innan eigin dyra þá er nýr samkeppnisaðili kominn á markað, ef neytendur kæra sig um hann yfirleitt.

Opinberir starfsmenn að valda auknum lögfræðikostnaði fyrirtækja breyta þessu ekki. Þeir geta hins vegar viðhaldið háum kostnaði fyrirtækja sem eru vernduð af ríkisvaldinu fyrir ósvífinni samkeppni gráðugra fjárfesta, neytendum síst til heilla!

Lyf og heilsa hefðu betur haldið sig frá Akranesi því núna sullast inn kostnaður í fyrirtækið í stað þess að Akurnesingar hefðu geta notið hins skammgóða vermis og e.t.v. gert hann langvarandi með því að þvinga gamla apótekið í innri tiltekt ella senda það á hausinn.

..og eitt enn: Verðlag Iceland Express er yfirleitt hærra en það hjá Icelandair, því Icelandair notar business-class til að niðurgreiða flug sín - eitthvað sem er sennilega fáum á móti skapi. Nú er bara að vona að Icelandair takist að halda í saga-class farþega sína (t.d. með opnun sérstakra öryggishliða fyrir þá) og missa þá ekki í einkaþoturnar, því það kæmi fyrst niður á almennu miðaverði.

Geir Ágústsson, 14.9.2007 kl. 19:56

7 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Eiginlega ættirðu, Geir, að taka kommentinu "ævintýralega einfaldur" sem hrósi, það myndi ég gera, og það mynd Roosevelt líka gera ef hann skildi innganginn í hagfræði. Lögmálin eru ævintýralega einföld, þau eru það í öllum geirum náttúrunnar, eðlisfræði, stærðfræði, efnafræði, líffræði og hagfræði. Þegar maður skilur fyrst hvað lögmálin eru einföld, þá skilur maður fræðina. Það er hinsvegar alltaf þannig hjá þeim sem ekki hafa djúpan skilning á fræðunum að það er farið að flækja hlutina með sérreglum fyrir hvert einasta tilfelli sem getur komið upp. Þegar það gerist, t.d fyrir hagfræði, þá verður til jafnaðarmannastefna, miðjumoð með engri stefnu né hugsjón. Það er eins og að vera með sér þyngdarlögmál fyrir sérhverja plánetu í sólkerfinu, í stað þess að nota bara eina sem virkar á allar. Einfalt er gott, thus spake Occam.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 14.9.2007 kl. 20:37

8 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ok, ef við tökum fótboltann, þar eru reglur sem segja að þú megir ekki berja andstæðinginn þinn, sparka í hann eða beita einu eða neinu ofbeldi. Það eru eðlilegar reglur og í fullu samræmi við megininntak frjálshyggjunnar. En þar eru aftur engar reglur sem segja að ef annað liðið er miklu betra en hitt, þá megi það lið ekki skora of mörg mörk, því það væri ósanngjarnt. Eða regla sem segir að bæði liðin eiga að fá að vera jafn mikið með boltann svo lélegra liðið fái nú að spila líka sinn lélega leik. Slíkar reglur yrði jafn fráleitar og samkeppnisstofnun er.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 15.9.2007 kl. 20:03

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Amen Sigurður!

Fyrir utan þann veruleika fótbolta að lélegir dómarar sem gefa ekki skjólstæðingum sínum þá tilfinngu að dæmt sé sanngjarnt fá umsvifalaust reisupassann. Slíkt markaðaðhald er ekki til staðar á neinu dómsstigi ríkisvaldsins og því fer sem fer - nauðgarar sleppa vel á meðan tiltölulega skaðlausir dópsalar fá að dúsa svo árum skiptir. 

Geir Ágústsson, 15.9.2007 kl. 22:07

10 identicon

Snýst þessi greining þín á réttmæti dóma (nauðgari versus dópsali) á þessari ást þinni á frelsinu. Dópsalinn er væntanlega að svara eftirspurn markaðarins og hið opinbera á ekki að vera með neina forsjárhyggju í þeim málum. Það getur hver passa upp á rassgatið á sjálfum sér. Ekki satt?

Ásgrímur Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 17:59

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur, rétt ábending. Það að þú setjir eitthvað í kropp þinn kemur mér ekkert við. Ég ætlast fastlega til að þú virðist sama rétt minn til að setja hvað sem ég vil í minn kropp.

Ég nefndi einfaldlega dæmi um afskræmingu á því réttarríki sem tekur vægt á árásum á aðra, en hart á árásum einstaklinga á eigin kropp. Ef marka má tal margra þá væru margir búnir að kæra nauðgara fyrir annars konar rétti en Hæstarétti Íslands, hefðu þeir haft kost á því.

Geir Ágústsson, 17.9.2007 kl. 19:20

12 identicon

Ég vona svo sannarlega að þú sért ekki að tala um dómstól götunnar. Það er án efa gríðarleg eftirspurn eftir böðlum hjá þeim sem telja sig ekki hafa fengið viðunandi úrlausn hjá dómstólum hins opinbera.

Ásgímur Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 23:47

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Ertu að tala um þá sem leita yfirleitt ekki til hinna löglegu dómstóla (t.d. vegna ágreinings og afborgun á fíkniefnaskuldum) af því þar bíður ekkert nema fangaklefinn? Þá yfirleitt fólk sem lendir í "greiðsluvandræðum" af því bann við fíkniefnum gerir kostnað við fíkniefnaviðskipti gríðarlega háan og ábatasaman fyrir seljendur sem tekst að koma efnum inn á markað eftir mikið áhættuspil við lögreglu og tollinn.

Samkeppni milli dómstóla er e.t.v. framandi hugsun í huga þeirra sem hafa alist upp við ríkiseinokun á þessu sviði, en það er efni í einhverja allt aðra grein með ólíkum efnistökum.

Geir Ágústsson, 18.9.2007 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband