Samflot S-flokkanna — gott eđa slćmt?

Margir frjálslyndir hćgrimenn fögnuđu ákaft ţegar í ljós kom ađ Sjálfstćđisflokkur og Samfylking hefđu náđ saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir Alţingiskosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn var orđinn mjög veikur og á tímabili leit jafnvel út fyrir ađ vinstriöflin á Alţingi hefđu yfirhöndina í kosningabaráttunni. Samfloti S-flokkana var ţví fagnađ af mörgu frjálslyndu fólki.
 
Ástćđur gleđinnar eru á yfirborđinu mjög einfaldar. Landbúnađarkerfiđ – hin heilaga kýr Framsóknarflokksins – ţarf nauđsynlega á endurskipulagningu ađ halda og fyrir ţví virtist skilningur innan S-flokkanna. Aukiđ frelsi í millilandaviđskiptum var einnig á vörum margra S-flokksmanna. Töluđu ţeir um ađ lćkka, og í sumum tilvikum jafnvel um ađ fella niđur, tolla og skatta. Vonir frjálslyndra einstaklinga voru ţví miklar.
 
Hvađ sjálfan mig varđar var ég feginn ţví ađ sjá Framsóknarflokkinn hverfa úr ríkisstjórn. Innri deilur, forystuleysi, umdeildar ákvarđanir og pólitískt hugleysi höfđu plagađ flokkinn lengi og ţótti mörgum ljóst ađ hann ćtti ekkert erindi í ríkisstjórn ađ loknum kosningum. Atkvćđavćgiđ hafđi breyst og var S-flokkunum í hag. Samfylkingin, sem um langt árabil hefur haft ţá stefnu eina ađ komast í ríkisstjórn, fékk nú ađ koma inn í hlýjuna. Freistandi var ađ hugsa međ sér ađ sjálfstćđismenn yrđu einir um ađ semja stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem samfylkingarmenn myndu skrifa blint undir međ bros á vör.
 
Annađ hefur nú komiđ á daginn. Stjórnarsáttmálinn felur ekki í sér ţćr breytingar sem vonast var eftir. Afnám stimpilgjalds er eitt af fáum tilhlökkunarefnum stjórnarsáttmálans. Róttćkar breytingar og uppstokkun á mennta-, landbúnađar- og heilbrigđiskerfum eru ekki bođađar. Áfram á ađ halda íslenskum neytendum í herkví tolla, vörugjalda og niđurgreiđslu á innlendri landbúnađarframleiđslu. Hinir nýju ráđherrar Samfylkingarinnar hafa síđan notađ sumarfríiđ sitt í ađ lofa milljörđum í aukin ríkisútgjöld ţegar ţing kemur saman í haust. Sjálfstćđismenn standa á hliđarlínunni eđa taka jafnvel ţátt í útgjaldafylleríinu. Nú ţegar hefur landbúnađarráđherra, góđur og gegn Sjálfstćđismađur međ mikla reynslu, lofađ ţví ađ landbúnađarkerfiđ verđi, ja, hvađ? – friđađ enn um sinn! 
 
Bros og gleđi frjálslyndra Íslendinga hefur nú breyst í hnút í maganum – hnút sem losnar ekki nema yfirvofandi útgjaldaaukningar verđa dregnar til baka í haust ţegar fjárlög fara til umrćđu á Alţingi og Seđlabankinn gefur út enn eina ţensluviđvörunina.
 
Hvađ hefur orđiđ af meintu frjálslyndi S-flokkanna, flokka sem gjarnan kenna Framsóknarflokknum um allt sem úrskeiđis hefur fariđ? Freistandi er ađ skella skuldinni á hina nýju gömlu ráđherra Samfylkingarinnar. Jóhanna Sigurđardóttir og Össur Skarphéđinsson voru fljót ađ finna tékkhefti hins opinbera frá fyrri ráđherratíđ. Áralangur loforđaflaumur á nú ađ breytast í fagurskreyttan framkvćmdalista. Skattgreiđendur ţurfa e.t.v. ekki ađ kvíđa skattahćkkunum, en ţeir mega sennilega bíđa lengi eftir skattalćkkunum.
 
Sjálfstćđismenn ţurfa ađ líta í eigin barm. Ekki hefur veriđ bođađ til róttćkrar uppstokkunar landbúnađarkerfisins. Ekki var ţrýst mjög mikiđ á ađ lofa međ áţreifanlegum hćtti áframhaldandi lćkkun skatta á fyrirtćki og einstaklinga, og meina um leiđ sveitarfélögum ađ hćkka útsvör sín meira en lög kveđa nú á um. Ekki var ţrýst á Samfylkinguna ađ innleysa loforđ sín um aukiđ viđskiptafrelsi og fćkkun viđskiptahindrana af ýmsu tagi. Frjálslyndiđ var e.t.v. aldrei til stađar í Samfylkingunni ţegar á hólminn var komiđ, en Sjálfstćđismenn ákváđu ađ kyngja ţví ţegjandi og hljóđalaust og skrifa stefnuskrá miđju-stjórnar í stađ miđju-hćgri-stjórnar.
 
Sem frjálslyndur hćgrimađur get ég ekki veriđ mjög bjartsýnn á afrek hinnar nýju ríkisstjórnar Íslands. Ef skattar lćkka ţá lćkka ţeir lítiđ međ löngu millibili. Sennilega hćkka ţeir ekki hjá ríkinu, en á móti kemur ađ sveitarfélögum verđur vćntanlega heimilađ ađ hćkka útsvör sín enn frekar. Sértćkar ríkisađgerđir eru nú aftur komnar á dagskrá, t.d. sem svar stjórnvalda viđ niđurskurđi á ţorskheimildum. Orđ eins og „sparnađur“ og „ađhald“ í rekstri hins opinbera heyrast vart lengur og munu líklega heyrast sjaldan og lágt á međan skattfé streymir ađ ţví er virđist óstöđvandi í ríkiskassann. Góđćriđ hefur veriđ vel mjólkađ af hinu íslenska ríki,  og svo mun áfram vera ef fer sem horfir.
 
Samstarf S-flokkanna er ekki sá happadráttur sem frjálslyndir hćgrimenn vonuđust eftir. Samstarf ţessara flokka er nauđsynlegt til ađ halda sem flestum vinstriflokkum utan ríkisstjórnar en  ţar viđ situr. Pólitískt hugleysi Sjálfstćđismanna í stjórnarmyndunarviđrćđunum olli miklum vonbrigđum. Pólitísk ofvirkni Samfylkingar í sumarfríi Alţingis hefur slegiđ út drungalegustu spár um tćkifćrismennsku og sýndarleik.

Birtist áđur í nýútgefnu hausthefti Ţjóđmála.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Jónas Kristjánsson

Samfylkingin er er fyrst og fremst VINSTRISINNAĐUR flokkur og ţví ekki hćgt
ađ bera hana saman viđ gamla Alţýđuflokkinn. Innan hennar eru t.d gamlir 
sósíalistar úr Alţýđubandalagi og róttćklingar úr Kvennalista. Ţess vegna
voru ţađ mikil mistök hjá hinni nýju flokksforystu í vor ađ skapa ekki ný og
varanleg skil í íslenzkum stjórnmálum og mynda nýja BORGARALEGA 
ríkisstjórn međ Framsókn og Frjálslyndum. Í stađ ţess ađ leiđa til valda
vinstriöflin í Samfylkingunni. Ţetta voru mikil pólitísk mistök sem á eftir ađ
draga pólitískan dilk á eftir  ţegar frá liđur.  

Samstarf miđ og hćgri flokka eins og s.l 12 ár (borgaralegra afla) hefur
reynst ţjóđinni best, enda kemst slík pólitísk blanda nćst Íslendinga-
eđlinu. Fyrirverandi ríkisstjórn helt velli í síđustu kosningum. Ţrátt fyrir
fylgistap  Framsóknar sem var fyrirsjáanlegt, var ţar kominn nýr formađur
sem lofađi góđu. Framsókn ákvađ ađ byggja sig frekar upp innan stjórnar
en utan, og var ţví tilbúin til áframhaldandi stjórnarsamstarf. Frjálslyndir
sögđust tilbúinir ađ koma inn í stjórnina til styrktar hinni framfarasinnuđu
og frjálslyndu borgaralegri ríkistjórn. Ţví hafnađi Sjálfstćđisflokkurinn,
og kaus frekar sósialistanna í Samfylkingunni og INGIBJÖERGU SÓLRÚNU.
Sem miđ/hćgrisinni í stjórnmálum hef ég ALDREI skiliđ ţessa pólitík
forystu Sjálfstćđisflokksins og mun ALDREI skilja. Ađ velja VINSTRIFLOKK
í stađ tveggja miđ/hćgri flokka er mér alveg óskiljanlegt. Og láta ekki
einu sinna reyna á ţađ!  Út í hött !    

Guđmundur Jónas Kristjánsson, 14.9.2007 kl. 20:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband