Löggæsla, gatnakerfi, og pumpa upp heitu vatni?

Mjög fáir eyða púðri í það lengur að velta fyrir sér hlutverki hins opinbera. Er nóg að ríkið geri eitthvað í dag til að það eigi að gera það áfram? Af hverju eru borgarfulltrúar yfirmenn veitufyrirtækis? Er það eitthvað sem samræmist þeim hlutverkum sem borginni er falið í hugum flestra; að halda uppi löggæslu og byggja og viðhalda vegakerfinu? 

Þegar sögur um hlutabréfavæðingar og einkavæðingar fara af stað um opinber fyrirtæki og stofnanir þá er alltaf til staðar þéttur hópur þeirra sem um leið byrja að mótmæla. Röksemdarfærslan er einhvern veginn á þessa leið:

  • Ríkið/sveitarfélagið á eða rekur eftirfarandi stofnun/fyrirtæki í dag
  • Þjónustan eða varningurinn sem þessi stofnun/fyrirtæki er "samfélagsleg" nauðsyn.
  • Þess vegna er nauðsynlegt að þessi stofnun/fyrirtæki verði áfram í eigu hins opinbera. 

 Þessi íhaldssemi gildir bara um fyrirtæki sem hið opinbera á í dag. Henni er sjaldnast beitt í hina áttina: Að ríkisvæða þurfi fyrirtæki sem eru einnig að veita eitthvað sem flestir eru sammála um sé nauðsynlegt að sé veitt (t.d. matvöruverslanir og húsnæði).

Röksemdarfærslan er líka löngu gleymd um leið og búið er að einkavæða viðkomandi fyrirtæki. Ég hef a.m.k. ekki séð neinn stinga upp á því að ríkið fari aftur út í að reka símfyrirtæki og banka.

Hvernig á þá að mæta kórnum sem umsvifalaust byrjar að syngja þegar einkavæðing er nefnd? Honum á að mæta með því að drífa einkavæðinguna af um leið og pólitískur meirihluti næst fyrir því, og koma fyrirtækinu og þar með einkavæðingarumræðunni um það út úr ríkisklónum.

Þarf samt ekki að "vanda til verka" og selja "réttum aðilum"? Jú jú sjálfsagt. Hið opinbera vill vitaskuld fá sem hæst verð fyrir eign sína. Stjórnmálamenn vilja að kaupendur séu einhverjir sem frekar fjölga atkvæðum en fækka í næstu kosningum. En þar fyrir utan er bara málið að kýla á söluna og leyfa markaðinum að taka við! 


mbl.is Hlutafélagavæðing OR rædd á stjórnarfundi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband