Þórunn misskilur hlutverk sitt og stöðu ríkisvaldsins

„Mín skoðun er sú að fyrir afnotarétt af takmörkuðum auðlindum sem skilgreindar eru sem sameiginleg eign skuli almennt greiða afnotagjöld fyrir."

Þetta mælir umhverfisráðherra okkar eins og sönnum vinstrimanni sæmir. Henni að segja þá er "plássið" fyrir koltvísýring í lofthjúpi Jarðar EKKI takmarkað (hefur verið margfalt meira en það er í dag eftir að líf kviknaði) og þar með EKKI "takmörkuð auðlind".

Í öðru lagi er ekki til neitt sem heitir "sameiginleg eign". Annaðhvort á einhver (ríkið, einstaklingar eða fyrirtæki) eða enginn gerir tilkall til tiltekinnar eignar (annaðhvort af því það er ekki hægt eða ekki leyfilegt með lögum). "Losunarheimildir" á koltvísýring eru ríkiseign sem er útdeilt eftir höfði stjórnmálamanna (nú eftir meðhöndlun umsókna frá þeim sem vilja losa án þess að lögreglan komi í heimsókn).

Málið er því þetta: Ríkið ákvað að gera óskráða losun á koltvísýring í lofti að losun. Hversu mikið hver má losa er núna orðið að pappírsvinnu í ráðuneytum hins opinbera. Óheimil losun hefur verið gerð að glæp, rétt eins og auglýsingar á ákveðnum löglegum neysluvarning og ákveðið tal um ákveðna hluti. Ráðherra leyfir eingöngu iðkun hins nýja glæps að ákveðnum heimildum veittum, og ræður vitaskuld sjálfur hvort úthlutun fari fram með uppboði eða einhverjum öðrum hætti.

"Afnotaréttur á takmörkuðum heimildum" og "sameiginleg eign" eru hins vegar hugtök sem koma hvergi nærri þessu umræðuefni.


mbl.is Losunarheimildir verða ókeypis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Samþykki hvert orð í þessum ágæta texta. Ríkisvaldið vefur hratt upp á hnykilinn sem tók 16 ár að vefja ofan af. Vonum að Kremlararnir hafi ekki sigur í þessu loftmáli.

Ívar Pálsson, 29.8.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband