Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Stríðið gegn eiturlyfjum er stríð gegn fólki

Einhvern tímann var ég einn af þeim sem sá ekkert athugavert við stríðið gegn fíkniefnum. Ég sá skynsemi í lögbanni á ýmsum efnum, allt í senn á framleiðslu, sölu og neyslu þeirra. Af hverju? Jú af því "fíkniefni eru slæm" og engum hollt að umgangast.

En þótt efni sé óhollt, slæmt, ávanabindandi og beinlínis hættulegt leiðir ekki til að lögbann á slíku efni sé réttlætanlegt og þaðan af síður skynsamlegt. Ég ætla að spara orðin núna og láta duga að vísa á þennan ágæta pistil um lögleyfingu fíkniefna. Svo vil ég minna á að í því landi þar sem hvað mestum kröftum hefur verið eytt til að vinna "stríðið gegn fíkniefnum" er einnig hæsta hlutfall íbúanna í fangaklefum.


mbl.is Varaforseti Afganistan segir baráttuna gegn ópíumrækt hafa misheppnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband