Er Obama veruleikafirrtur? Kannski

Obama er duglegur ræðumaður. Sem hagfræðingur stendur hann samt á þynnri ís. Efnahagsstefna hans er ekki að gera eitt né neitt til að koma bandaríska hagkerfinu á réttan kjöl. Þvert á móti er hann að PRENTA PENINGA EINS OG GALINN og heldur að það sé leiðin út úr núverandi erfiðleikum. Honum skjátlast. Ráðgjöfum hans, sumir hverjir með Nóbelsverðlaun í rassvasanum, skjátlast.

En hvers vegna eru þá allir að kaupa þetta snákameðal sem hefur allar réttu merkingarnar en allt hið ranga í innihaldi? Það er önnur spurning, og vandasamari að svara. Kannski hluti svarsins felist í því að spyrja á móti:

Why You've Never Heard of the Great Depression of 1920 (MP3-skrá)

Kannski.


mbl.is Vonarglæta í efnahagslífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neikvæða fólk! ....hættið að vera neikvæð, það er nefnilega ekki það sem þarf á þessum síðustu og verstu tímum. Veit það vel að jákvæðni skilar ekki peningum í orðsins fyllstu merkingu en hún hjálpar alltaf til.

 Gleðilega páska

Össi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 19:05

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Hann er að gera nokkurn vegin nákvæmlega það sama og eftir síðustu kreppu, hann er að nota pening til þess að byggja upp. Byggja upp RAUNVERULEG, nothæf verðmæti. Ólíkt því sem búið er verið að gera undanfarið... ekkert nema sýndarverðmæti.

Þessi aðferð virkaði síðast, auðvitað halda þeir að svipuð aðferð virki núna. Eina sem þeir verða að passa sig á er að hleypa ekki upp sýndarmennskunni aftur.

Þetta er svo sem mjög auðveldur reikningur, hvað kostar að eyða í uppbyggingu miðað við hvað uppbyggingin kemur til með að skila af sér á móti því að eyða ekki í þá uppbyggingu og reyna að vinna með það sem þeir eiga.

Það hlýtur svo sem hver að sjá að það sem þeir eiga (og Íslendingar líka í raun) er nánast ekki neitt, þeir VERÐA að búa til verðmæti sem fylla upp í það tóm sem sýndarverðmætin földu áður en allt hrundi.

Björn Leví Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 20:55

3 identicon

Ég held nú að það sért þú sem stendur á þunnum ís, hagfræðilega séð... ef maður skilur ekki muninn á heimilishagfræði og þjóðarhagfræði þá er best að tjá sig ekki opinberlega

Kjartan (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kjartan: það er engin stór munur á heimilisbókhaldi og þjóðarbókhaldi, þetta er allt saman debit og kredit, eignir og skuldir, og útkoman annað hvort plús eða mínus. Hallarekstur er mögulegur hjá báðum til skemmri tíma, en til lengri tíma getur það endað með ósköpum. "Gróðinn" er svo það sem eftir stendur þegar öll útgjöld hafa verið reiknuð. Það eina sem er öðruvísi eru nöfnin á hugtökunum og hveru "teknikal" útkskýringar eru á þeim. Aðal munurinn er hinsvegar sá að ríkisstjórn getur ALDREI búið til nein verðmæti, hún getur aðeins tekið þau af þeim einstaklingum sem búa þau til (skattheimta) og dreift þeim upp á nýtt, að hluta í rekstur ríkisbáknsins (laun embættismanna o.s.frv.), og restin til baka til þjóðfélagsins (bætur, styrkir o.fl.).

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2009 kl. 11:38

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það sem Obama-Bernanke eru að gera er í grundvallaratriðum nákvæmlega það sama og Bush-Greenspan gerðu þegar dot-com bólan sprakk framan í þá: Prenta peninga eins og vitfirrtir menn til að koma af stað sýndarhagvexti sem birtist aðallega í því að "eyðsla" mun "mælast" há, og þarf með GDP.

Hinn nýi peningur olli hlutabréfabólu árið 2000 sem sprakk, húsnæðisbólu fram til 2008, sem núna er sprungin, og hver veit hvar næsta bóla myndast?

Peningaprentunin er á fleygiferð. Dollarinn er hinn nýi klósettpappír. Þetta er áhugavert áhorf.

Geir Ágústsson, 11.4.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

bíddu, skil ekki alveg. Ef Bush-Greenspan prentuðu peninga þegar dot-com bólan sprakk framan í þá hvað áttu þá við þegar þú segir:
"Hinn nýi peningur olli hlutabréfabólu árið 2000 sem sprakk"

?

Hvað gerðu Bush-Greenspan við þennan pening sem þeir prentuðu? Það er líka grundvallarspurning í samanburði við það sem verið að gera núna.

Björn Leví Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 17:55

7 identicon

Guðmundur, þinn skilningur á hagkerfinu er mjög takmarkaður, það mætti halda að þú værir í ríkisstjórn. Þetta er einmitt það sem enginn virðist skilja, hagkerfinu er ekki stjórnað af einhverjum náttúrulögmálum og ríkið er ekki eins og eitthvað stórfyrirtæki í hagkerfinu, heldur er það miðja hagkerfisins. Allur peningur í hagkerfinu fer í hringrás í gegnum ríkið. Nú hafa margir áhyggjur af hallanum á ríkissjóð og tala um að börnin eigi eftir að þurfa að borga hann og þau munu vera fátæk og allt það, en hvað ef þau ákveða bara að borga ekki hvað gerist þá? Ekkert, hann mun vera afskrifaður og gleymdur eins og svo oft áður. Þetta er einn af stóru mununum á þjóðarhagfræðinni og heimilisbókhaldi, í kreppu getur ríkið eytt peningum sem það er í raun að fá að láni frá sjálfu sér og svo afskrifað skuldina. Þannig eykur ríkið peningamagnið í umferð(prentar peninga) til þess að koma efnahaginum í lag. Svo í þennslu minnkar ríkið peningamagnið með því að hækka stýrivexti.

Hvernig væri að heyra smá rök fyrir vitleysunni sem þið eruð að spjúa.

Kjartan (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:29

8 identicon

Ekki er ég sérfræðingur í hagfræði en ég þekki söguna. Heimskreppa gerði vart við sig árið 1929 og fóru Bandaríkin illa út úr henni líkt og flestar aðrar þjóðir. Þegar uppbygging hófst, eftir WWII held ég, undir stjórn hins mæta manns og forseta Franclin D. Roosevelt þurfti að byrja á að koma hinum margumtöluðu "hjólum atvinnulífsins" af stað Hvað gerði hann? Jú, hann bjó til vinnu. Lét til að mynda leggja göngustíga um allt Gran Canyon svæðið og fleira þar fram eftir götunum. Hvað gerðist? Atvinnuleysi minnkaiði -> Fólk eignaðist pening -> Fólk eyddi peningnum -> Iðnaður tók við sér þar sem fólk bar byrjað að eyða -> Hjólin voru komin af stað.

 Held og vona að félagi minn Obama sé að vinna eftir svipuðu kerfi og vona sannarlega ekki að það sé að setja Bandaríkin, og þar heiminn allan á "hálan ís"

 Góðar stundir

Össi (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 23:13

9 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Lítum á þetta svona:
- Verðmæti eru búin til... nú getum við prentað peninga til þess að hægt sé að kaupa og selja þau verðmæti.

- Peningar eru prentaðir ... nú getum við notað þá til þess að búa til verðmæti.

Ef peningar eru prentaðir án þess að búa til verðmæti á svipuðum tíma þá verður verðbólga... ekki ef verðmætin eru til staðar.

Björn Leví Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 23:35

10 identicon

Hugtakið "verðmæti" er afstætt. Verðbólgan er tiltölulega einföld að skilja, hún verður til ef peningamagnið í hagkerfinu er of mikið, en verðhjöðnun ef peningamagnið er of lítið. Núna er peningamagnið of lítið, svo Obama eykur það. Ef það væri ekki verið að "prenta peninga" þá yrði verðhjöðnun sem er allmennt talin vera verri en verðbólga.

 Málið flækist þó nokkuð á Íslandi því blessaða krónan(minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi) á til með að vera mjög óstöðug sem veldur stundum mikilli verðbólgu.

Kjartan (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 23:58

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér þætti vænt um að fólk mundi lesa sig frá þeim grundvallarmisskilning að peningaprentun og verðmætasköpun haldist í hendur.

Ef það eru 100 skór til í heiminum, og peningamagnið vex úr 100 trilljörðum í 1000 trilljarða, hvað kemur þá fyrir skóverð? Einhver? Hafa einhver verðmæti orðið til með tíföldun peningamagnsins? Eða eru bara fleiri núll á peningaseðlum að elta sama magn verðmæta og áður?

Peningaprentun er "inflation" (of the stock of money). Verðmiðahækkanirnar koma í kjölfarið.

Franklin D. Roosevelt, einn versti forseti Bandaríkjanna nokkurn tímann, framlengdi kreppuna sem hófst árið 1929 úr einum-tveimur árum (eins og kreppan 1920-1921 varaði í), og í áratug og meira. Einmitt með hinum frægu göngustígum sínum. Hann hvorki minnkaði verðbólgu né atvinnuleysi með aðgerðum sínum. Það er hrein og klár goðsögn og uppspuni að hann hafi "læknað" Kreppuna miklu. Gerði kreppuna þvert á móti svo slæma að hún er núna kölluð Kreppan mikla.

Ég mæli rosalega mikið með því að fólk smelli á tengilinn í færslunni og hlusti á það sem þar er sagt. Mér sýnist engin vanþörf á. miðað við athugasemdirnar við færsluna.

Geir Ágústsson, 12.4.2009 kl. 12:03

12 identicon

Geir: Þú hefur verið heilaþveginn af einhverjum ultra-conservatives. Í kreppu verður neikvæð verðbólga, þess vegna er í lagi að auka peningamagnið í umferð(sem sumir kalla að prenta peninga, en það er reyndar ekki svo einfalt) þannig að það verður ákveðin verðbólguaukning sem kemur á móti neikvæðu verðbólgunni. Svo þegar kreppan er búin og þennsla verður er dregið úr peningamagninu með því að hækka stýrivexti. Ertu búinn að ná þessu? Þú ert að láta pólitíska afstöðu þína útskýra hagfræði sem er frekar hættuleg leið til að nálgast hagfræði.

Ben Bernanke, seðlabankastjóri bandaríkjanna, er doktor í þjóðarhagfræði og hans sérsvið er einmitt kreppan mikla, þannig að ég held að hann viti hvað hann er að gera.

Kjartan (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:42

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Kjartan,

Vinsamlegast ekki tala um heilaþvott, og bendla mér það að auki við "convervatives"! Er skapi næst að hunsa dónalega athugasemd þína úr því hún byrjaði á svona hringavitleysu, en geri það samt ekki.

Ben Bernanke er svokallaður Keynsían hagfræðingur og sennilega með röð af viðurkenningum og prófgráðum til að sanna það. Það þýðir hins vegar ekki að hann sé að gera eitt né neitt rétt. Þótt doktor í stjörnuspeki tjái sig um stjörnuspeki, þá þýðir það ekki að stjörnuspeki séu vísindi sem leysa einn né neinn vanda.

Peningamagnið, hvort sem það kemur fram í seðlum í umferð eða sem tölur á tölvuskjá, hefur verið aukið stjarnfræðilega á seinustu árum, og Seðlabanki Bandaríkjanna búinn að búa til hundruð milljarða dollara á undanförnum mánuðum til að framfylgja stefnu Ben Bernanke. Þetta er vægast sagt umdeild framkvæmd hjá honum, já og það þótt hann sé með doktorsgráðu.

Hvernig eru fleiri núll á peningaseðlum okkar að fara auka verðmætasköpun? Hvernig eru núll stýrivextir að fara hvetja fólk til að spara og fjárfesta í auðskapandi atvinnurekstri? 

Þegar Seðlabanki Zimbabwe (!!!) er farinn að hrósa efnahags"aðgerðum" Vesturlanda, er það þá ekki bara pínulítið merki um að við séum á rangri leið?

Spurning um að hlusta á rétta en ekki ranga "spámenn".

Geir Ágústsson, 12.4.2009 kl. 15:04

14 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Sæll Geir,

Þú ert að rugla saman Roosevelt og Eisenhower. Roosevelt er já einn versti forseti US en það var Eisenhower sem byggði interstate vegakerfið og náði US úr kreppunni: http://www.answers.com/topic/dwight-d-eisenhower

... með einmitt svipuðum aðferðum og Obama er nú að beita.

Það sem var áhugavert við Eisenhower líka er að hann var með þennan "philibuster" proof meirihluta sem kom í veg fyrir málþóf. Hann skrifaði lög, sendi þau í þingið og fékk þau aftur seinna um daginn til þess að undirrita. Fólk titlar það meðal annars sem eina af ástæðunum fyrir því að svona vel gekk... samfara því auðvitað að hann skrifaði "réttu" lögin.

Björn Leví Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 16:07

15 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 16:13

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Björn,

Ríkisútgjöld geta ekki læknað kreppu. Kreppa getur læknast þrátt fyrir aukin ríkisútgjöld, en ekki vegna þeirra. Það er samt lengra mál að útskýra en ég hef ráðrúm til núna.

Geir Ágústsson, 12.4.2009 kl. 17:53

17 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

... ekki sammála. Ríkisútgjöld geta læknað kreppu.

Venjulegi "kreppudemparinn" á að virka þannig að ríkið hefur sig ekki mikið frammi á uppvaxtartímum, en fer svo að eyða þegar saman dregur. Eitt af helstu vandamálunum er hvað ríkið er búið að hafa sig mikið frammi á uppvaxtartímunum... enginn sparnaður til rýrri tíma, bara eyðsla eyðsla eyðsla.

Þegar þú segir peningaprentun án þess að nokkur verðmætasköpun fylgi þá já = verðbólga. En alls ekki túlka að peningaprentun þýði bara nákvæmlega sá atburður ótengdu öllu öðru. Það er hárrétt að peningaprentun ótengd öllu öðru þýðir nákvæmlega það sem þú er að segja ... og það er einmitt það sem á að forðast þegar verið er að reyna að stækka efnahaginn.

Obama hefur samferða peningaprentuninni áætlun til þess að stækka efnahaginn, prentunin er alls ekki bara innspýting í núverandi hagkerfi.

bara að hafa þetta á hreinu :) - væri alveg til í að heyra útskýringu þína á þessu þegar þú hefur tíma

Björn Leví Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 18:09

18 identicon

Geir,

Þú segir:

"Ef það eru 100 skór til í heiminum, og peningamagnið vex úr 100 trilljörðum í 1000 trilljarða, hvað kemur þá fyrir skóverð? Einhver? Hafa einhver verðmæti orðið til með tíföldun peningamagnsins? Eða eru bara fleiri núll á peningaseðlum að elta sama magn verðmæta og áður?"

 En hvað gerist ef í stað þess að peningamagnið vaxi úr 100 í 1000 trilljarða þá dragist það saman í 60 milljarða. Hvað gerist þá við verðstöðuleika. Jú þá kemur mikil verðhjöðnun og verðhjöðnun hefur leiðinlega fylgikvilli sem ég ætla ekki út í. Þess vegna er eina apparatið sem getur aukið peningamagn í umferð er ríkið og það gerir það m.a. með því að "prenta peninga".

Í dag vegna kreppunnar hefur peningur í umferð dregist saman töluvert og þá er það verk seðlabankans og ríkisins að prenta nægilega mikið til að koma í veg fyrir að verðhjöðnun eigi sér stað.  Ástæðan fyrir því að peningur í umferð hefur minnkað er m.a. vegna þess að bankar hafa hætt að lána og fleira. 

Egill (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 20:56

19 identicon

Geir: Ég nenni ekki að útskýra hvernig kreppa virkar aftur en þú verður að fara að skilja þetta: ríkið er alltaf að prenta peninga, það er það sem ríkið gerir og það sem það á að gera. Hvort sem það er kreppa eða góðæri þá er ríkið bara eins og endurvinnslustöð fyrir peninga, það tekur þá inn í gegnum skatta og vexti og sendir þá aftur út. Þetta er grundvöllurinn fyrir því að vera með hagkerfi, og þetta kemur pólitískri afstöðu manns ekkert við. Það sem þeir eru að gera í BNA er að senda meiri pening út í hagkerfið en venjulega til að koma í veg fyrir að það frjósi. Ef það væri þennsla og hætta á verðbólgu myndu þeir ekki senda jafnmikið út og þeir taka inn, til að minnka peningamagnið í umferð. Það er samt ekki alveg rétt að segja að ríkið eigi að spara þegar það er þennsla, af því að ríkið þarf ekki að safna pening í sinni eigin mint eins og einkafyrirtæki, ríkið á mintina og getur prentað hana eins og það vill.  Það sem þú segir um Bernanke er ekkert nema útúrsnúningur sem kemur málinu ekkert við, maðurinn veit hvað hann er að gera. Svo hljómar eins og þú sért að segja að þjóðarhagfræði sé álíka vísindi og stjörnuspeki sem er fáránleg kenning.

Kjartan (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:17

20 Smámynd: Geir Ágústsson

Undrast enginn yfir því að síðan ríkisvaldið hætti að þurfa ómaka sig við að þynna út góðmálainnihald mynta, og gat byrjað að prenta seðla eða leika sér í tölvum með peningamagnið, þá hafa endurteknar hrinur öfgakenndra "booms" og "busts" dunið yfir allt hið vestræna markaðshagkerfi í reglubundnum lotum?

Eða hafa allir kokgleypt kenningar Marx og Keynes um að slíkt sé bara "innbyggt" í hinu kapítalíska (og nútíma semí-kapítalíska) markaðshagkerfi, og jafnvel sjálfsagður hlutur?

Þeir sem eru tilbúnir að útvíkka sjóndeildarhring sinn (og spara mér mikla vinnu í þessu athugasemdakerfi) ættu að kynna sér IV. kafla þessarar bókar. Auðlesin blanda af sögu og hagfræði sem kemur öllum keynískum kenningaaðdáendum skemmtilega á óvart.

Geir Ágústsson, 13.4.2009 kl. 00:26

21 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þekki vel á minnst þær kenningar sem hér hafa verið þuldar upp. Þakka fyrir áminninguna á innihaldi þeirra, en það er óþarfi. Miklu frekar vil ég samt málefnalega gagnrýni á skrif eins og þessi (0 athugasemdir) og þessi (eingöngu frekar jákvæðar athugasemdir) eftir mig, sem þessi færsla er unnin upp úr ef svo má segja.

Vandamálið við þessar kenningar sem hér eru þuldar upp, fyrir utan að þær eru því miður "mainstream economics", er að þær standast enga söguskoðun.

Annað vandamál er hið mikla vald sem þær færa ríkisvaldinu í formi einokunarstarfsemi á peningaútgáfu, og gríðarlegt traust sem þær setja á starfsmenn seðlabanka, sem því miður er ekki rúið af þeim þrátt fyrir hagkerfisrússíbanareiðina sem við erum látin sitja í.

Geir Ágústsson, 13.4.2009 kl. 00:37

22 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

ok, aftur ...

það er rétt hjá þér að búa til pening býr til verðbólgu. Obama gerir sér fullkomna grein fyrir því. Hins vegar stendur hann frammi fyrir því vandamáli að það er búið að búa til fullt af auka pening án raunverulegrar verðmætasköpunar. Tímabundin verðmæti urðu til í undarlegum veðmálum sem sífellt spunnu upp á sig og enduðu í alsherjar hruni (tímabundnu verðmætin hurfu).

Bankarnir gátu gert þetta út af þeirr mechanic að fyrir hvern dollar sem þeir fá inn í kerfið til sín geta þeir lánað út 90 cent. Þessi 90 cent koma svo væntanlega aftur inn í bankakerfið einhversstaðar annarsstaðar... og með því þá er hægt að lána út 90% af þessum 90 centum. Í raun þegar dollar kemur inn í kerfið þá verða til 9 dollarar.

Þetta hafa þeir hingað til kallað verðmætasköpun því að frá upprunalega dollaranum sem til eru "federal bonds" fyrir, og eru þannig tryggð, EIGA hinir 8 dollararnir að fara í að búa til verðmæti. Að sjálfsögðu gerist það ekki og því búum við í hagkerfi þar sem verðbólga er óumflýjanleg.

Galdurinn er að ef ekki er haldið utan um raunverulega verðbólgu í rauntíma þá getur hún safnast upp og valdið verðbólgubólu sem springur og veldur þá eilitlum usla. Ekkert "biggy" venjulega. Það sem gerðist núna aftur á móti er að yfirvöld hættu að fylgjast með markaðnum og þeim raunverulegu verðmætum sem hann var að framleiða (sjálfstæðisstefnan að markaðurinn leiðréttir sjálfan sig). Markaðurinn nýtti þá ákveðnar holur í því regluverki sem þó var í gangi til þess að framleiða sýndarverðmæti (lánar út pening til þess að fjárfesta í sjálfum sér). Verðbólgan nær þannig að fela sig og safnast upp í gífurlegar upphæðir sem að lokum springur og veldur gríðarlegu "tjóni".

Þegar hér er komið við sögu er fullt af pening út í samfélaginu og verðlag hefur ekki aðlagast því peningamagni. Eitt af vandamálunum er að peningurinn er ekki "í umferð" af því að gífurlegt magn dollara hefur safnast upp í Kína, Japan og mið-austurlöndum. Þetta er afleiðing stríðsreksturs og "outsourcing" US undanfarinna ára.

US býr þannig við að ekki nægir peningar eru í umferð í US og þeir geta ekki tekið til sín þann pening sem er erlendis án þess að lenda í ... "vandræðum".

Eina lausnin er þá að búa til þessi verðmæti sem vantar upp á. Til þess að búa til verðmæti ... þarf pening (allavega í US). Þrennt stangast hér á:
- Forðast að lenda í margföldunaráhrifum lánakerfisins (þess vegna fer sumt af peningnum framhjá bankakerfinu, beint í menntun, heilbrigði og tryggingar ... US útgáfan af heilbrigðiskerfi).

- Koma í veg fyrir að erlendu dollararnir flæði aftur inn í landið

- Búa til meiri verðmæti en verðgildi prentuðu peninganna

Hvað varðar sögulegar heimildir, þá bendi ég áftur á Eisenhower... Obama er að gera mjög svipaða hluti og Eisenhower gerði á sínum tíma.

Björn Leví Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 14:26

23 Smámynd: Geir Ágústsson

Björn,

Ég þekki þessa kenningu mætavel og er henni eindregið óssammála, og hef reynt að benda á hugleiðingar sem ganga þvert á hana og, að mér finnst, standast miklu frekar nánari skoðun og rök.

Þú þylur upp Keynes eins og sannur og vel að þér fylgismaður kenninga hans. Ég er þeim hins vegar hjartanlega og einlæglega ósammála. Þá sérstaklega fullyrðingum eins og þessari: "US býr þannig við að ekki nægir peningar eru í umferð í US og þeir geta ekki tekið til sín þann pening sem er erlendis án þess að lenda í ... "vandræðum"."

Geir Ágústsson, 14.4.2009 kl. 17:30

24 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ég var bara að þylja upp hvað það er sem Obama er að gera og hvers vegna.

Skil ekki hvernig þú getur verið ósammála:
"US býr þannig við að ekki nægir peningar eru í umferð í US og þeir geta ekki tekið til sín þann pening sem er erlendis án þess að lenda í ... "vandræðum"."

Þetta er bara einföld staðreynd... ef dollararnir sem eru utan US flæða aftur inn í US þá fyrst lenda þeir í verðbólgu. Á meðan dollararnir eru í Kína, Japan og mið-austurlöndum þá vilja þær þjóðir halda uppi verðgildi dollarans.

Ef eina svarið við þessu er "peningaprentun veldur verðbólgu" þá skiptir ekki máli hversu ósammála þú ert því það eru ekkert svo margar aðrar leiðir færar í NÚVERANDI kerfi.

Vandamálið er ekki hvað þeir eru að gera, það er aðferðin til verðmætasköpunar. Innan núverandi kerfis þá eru þeir að gera alveg rétta hluti, svo lengi sem þeir ná að fylgja innbyggðu verðbólgunni ... helst halda henni í stöðnun. Ef þeir ná svo að borga aftur öll þessi framtíðarlán þá geta þeir dottið aftur í þetta "þægilega" kerfi þeirra aftur.

Lausnin er auðvitað fólgin í að losna við kerfið með þessari innbyggðu verðbólgu. Það eru til fullt af öðrum "lausnum"... það er bara erfitt að taka upp nýtt kerfi sem færri þekkja og ef þú þekkir ekki kerfið þá lendir þú í svipuðum vandræðum og við erum nú að lenda í með þetta verðbólgudrasl.

Ég er áhugamaður um kerfi. Ég er tölvunarfræðingur ... og sem slíkur geri ég mér grein fyrir að það eru gallar í öllum kerfum. Tökum til dæmis bestunarmódel verkfræðings sem snérist um uppsetningu rafmagnslína á rafmangsstaura. Uppröðun línanna og fjarlægð þeirra frá hvorum öðrum var útreiknuð sem hagkvæmasta lausnin og allt var voðalega flott. Hins vegar þegar lausnin var útfærð þá komust þeir að því að fjarlægð á milli línanna var of stutt vegna þess að gráir íkornar gátu teygt sig á milli línanna, þar með valdið skammhlaupi.

Hvaða kerfi sem er... hvort sem að þú ert sammála því að það sé gott eða ekki er háð ófyrirsjáanlegum vandamálum. Ef við þekkjum aftur á móti vandamálin þá getum við glímt við þau. Kerfi þar sem við þekkjum gallana er betra kerfi en það sem við þekkjum ekki.

Ef þú vilt því skipta út kerfi þá verður þú að læra á gallana og vega og meta hvort nýja kerfið plús ófyrirséðir gallar geri betur en gamla kerfið plús sú þekking sem við höfum á því. 

Ef þú ert semsagt ósammála núverandi kerfi þá þýðir lítið að gagnrýna það án þess að annað hvort bjóða fram nýja þekkingu um það kerfi eða aðrar leiðir til þess að gera sömu hluti.. og útskýra af hverju það er betra en núverandi kerfi.

Semsagt, ef þú ert með betri úrlausn en peningaprentun... miðað við þær aðstæður sem US er nú að glíma við. Þá er ég alveg viss um að þeir myndu vilja heyra þær lausnir og ástæður fyrir því að þín lausn er betri.

Björn Leví Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 18:37

25 Smámynd: Geir Ágústsson

Björn,

Ég er með sýnidæmi:

Með því að bera saman kreppuna 1920-21 í Bandaríkjunum, þar sem bandaríska ríkisvaldið varð nánast gert handa- og fótalaust vegna heilablóðfalls forseta, og kreppuna 1929-..., þar sem öllum ráðum var beitt til að "forðast" kreppuna, þá er hægt að læra margt. Tengill á fyrirlestur um þetta efni finnst einmitt í færslu minni.

Einnig hollt að lesa um kreppuna 1819-1821, ef áhugi er til staðar.

Að "gera ekkert" og leyfa verðbólgumynduðum fjárfestingum að leysast upp er það sem kemur okkur út úr núverandi kreppu í núverandi kerfi við núverandi aðstæður núverandi lagaumhverfis. Dópistinn þarf að hætta að sprauta sig, svitna í nokkra mánuði vegna fráhvarfseinkenna, og byggja upp heilbrigðara líferni á ný.

Núverandi kerfi gerir peningaprentun auðvelda, en þvingar hins vegar engan til að stunda hana (ef pólitískur þrýstingur er undanskilinn).

Geir Ágústsson, 14.4.2009 kl. 19:14

26 identicon

Geir,

Hvað ertu að tala um. "verðbólgumynduðum fjárfestingum" ??? Þetta er spurning um peningamagn í umferð. Í dag er ekki nægilega mikið af pening í umderð. Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að verðstöðuleiki þýðir líka að þú vilt ekki verðhjöðnun.

Í kreppunni 1929-33 var ekki gert "öll ráð"  til að forðast kreppuna. Einmitt öfugt. Stefnunni sem var fylgt þar til Rosavelt kom til valda var sú að ríkið rak engan fjárlagahalla og lækkaði ekki vexti nægilega. Þetta er það sem gerði kreppuna svo mikla. Með því að vera á móti því að Obama prenti peninga til að auka peningamagn í umferð ert þú að mæla með því að við endurtökum mistökin út kreppunni miklu.

Og með að " leyfa verðbólgumynduðum fjárfestingum að leysast upp"  þá er áriðandi að segja hluti sem þú skilur ekki og getur ekki rökstutt.

Af hverju annars er það pólitískt að auka peningamagn í umferð með peningaprentun. Það hefur sömu áhrif og að lækka stýrivexti. Ef seðlabanki lækkar stýrivexti frá 4% í 2% þá er það bara talin eðlileg kerfisbreyting. En ef seðlabanki lækkar stýrivexti frá 2% í -2% þá er það talið óeðlilegt. Með því að segja að við eigum ekki að prenta peninga ertu einfaldlega að segja að við eigum ekki að geta lækkað stýrivexti undir 0%, jafnvel þótt þess þurfi stundum. Þetta er kerfisleg breyting sem er ekki pólitísk.

Egill (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband