Hver hafði rétt fyrir sér áður? Hver er að spá rétt fyrir í dag?

Hvað segir þessi maður sem hafði svo rétt fyrir sér um hrun bandaríska hagkerfisins (af réttum ástæðum) svo um framtíð bandaríska dollarans og væntan "árangur" af efnahagsaðgerðum Obama?

Hann segir: Dollarinn er hinn næsti klósettpappír. Meira hér:

Sjáum hvað setur.


mbl.is Vísbendingar um að áhrif kreppunnar fari dvínandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Það er nú lítið kraftaverk að spá niðursveiflu í bandaríska hagkerfinu þessa dagana. Það er dálítið merkilegt hvað hann Peter Schiff er að segja, sérstaklega vegna þess að hann er að predika aðgerðir sem einmitt er verið að framfylgja.

Ef US fara í framleiðslugírinn (sem þeir hafa áður sýnt að þeir kunna) og dollarinn fellur samfara peningaprentun þá gerist tvennt:
- Allt sem Bandaríkjamenn kaupa verður innlend framleiðsla af því að óhagstætt gengi veldur því að innfluttar vörur verða dýrari.
- Útflutningur eykst, aftur vegna "hagstæðs" gengis.

Þau lönd sem eiga dollara geta notað þá til þess að kaupa bandaríska framleiðslu, þannig fá þeir dollarana aftur inn í landið án þess að láta þá hrynja í verði (miðað við ef þeim væri dumpað á gjaldeyrismarkaðinn). Þegar þeir eru svo búnir að ná til sín mestu af þeim dollurum sem eru erlendis þá fer dollarinn aftur að styrkjast vegna þess að það verður eftirspurn eftir dollurum til þess að kaupa US framleiðslu ... og þá getur loks myndast jafnvægi.

Það sem Obama er einmitt að gera er að fjárfesta í framleiðslunni (grænni orku), nýsköpun og tækni (menntun) og tryggingum (heilsu). Um leið og US verða óháð olíu þá hægist á dollarastreyminu úr US, sem leiðir til styrkingar dollarans... og svo framvegis.

Ekki misskilja samt, US hagkerfið er í vondum málum núna og þær "björgunarðagerðir" sem hefur verið ráðist í eru ... erfiðar viðureignar. Þær eru þó ekki hluti af "alvöru" björgunaraðgerðunum sem fela í sér þá uppbyggingu sem allir eru að biðja um og Obama þorir einmitt að fara út í... fjárfesting í framtíðinni, eins og hann orðar það. Mikið væri nú ágætt að íslenskir stjórnmálamenn föttuðu hversu mikilvægt það er að svelta ekki mennta- og heilbrigðiskerfið (helv falda einkavæðing).

Þær aðgerðir sem Bush byrjaði á... og Obama hálft í hvoru neyddist til þess að fylgja, er það sem getur kollvarpað öllum þessum framtíðarfjáfestingum. Því ef þeir sjúga ekki upp í nefið og asnast til þess að fara að framleiða alvöru vörur þá geta þeir alveg eins flutt til Norðurpólsins.

Björn Leví Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Björn,

Þú ert duglegur að minna á hagfræðikenningar þær sem Obama-Bernanke-Bush-Greenspan liðið predikar, en ég ítreka að ég þekki þær vel og er þeim ósammála.

Túlkun þín á boðskap Peters er frumleg, en röng. 

Peter er að segja: Obama er að þynna út bandaríska dollarann í gjaldþrota hagkerfi sem hefur keyrt á skuldsetningu við erlend hagkerfi - hagkerfi sem eru ekki eins gjaldþrota en stæðu betur ef þau þyrftu ekki að sjá á eftir öllum útlánum sínum til Bandaríkjanna sem tapaður peningur.

Hvorki Obama né Bernanke "þurfa" að framfylgja Bush-Greenspan-Obama-Bernanke stefnunni. Þeir vilja það hins vegar, og vilja það því þeir trúa á sömu hagfræðikenningar og Greenspan, Bush, Nixon, Bernanki, Lyndon B. Johnson, FDR og margir fleiri.

Minni aftur á hressandi lesefni: IV. kafla bókarinnar What Has Government Done to Our Money? (PDF)

Geir Ágústsson, 14.4.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Björn,

Þótt þú hafir túlkað boðkap Peters rangt þá held ég að þú hafir rétt fyrir þér með að 

- ef bandarísk (peningamála)yfirvöld hætta að framleiða peninga

- ef bandaríska hagkerfinu er leyft að sjá dollarann falla í verði án þess að því fylgi fersk peningaprentunarlota

- ef bandarískjum iðnaði er leyft að athafna sig á heimsmarkaðinum

- ef bandaríska ríkið dregur töluvert úr lánsfjárþörf sinni til að fjármagna botnlausan hallarekstur

ÞÁ muni 

"- Allt sem Bandaríkjamenn kaupa verður innlend framleiðsla af því að óhagstætt gengi veldur því að innfluttar vörur verða dýrari.
- Útflutningur eykst, aftur vegna "hagstæðs" gengis."

Hið sama gildir um íslensku krónuna, svo dæmi sé tekið.

En er það pólitískur veruleiki? 

Geir Ágústsson, 14.4.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

...ok, aðeins að hreinsa upp smá misskilning sem virðist vera í gangi.

Ég tel mig alveg skilja hvað hann Peter þarna er að tala um og ég átta mig ekki á hvað þú átt við þegar þú segir að túlkun mín á því sem hann er að segja er röng, þú nefnir ekki "hvernig" heldur vísar bara í 112 blaðsíðna ritgerð sem ... væri örugglega góður lestur en ég efast í raun um að ég myndi læra eitthvað nýtt.

Fyrst þú virðist hafa lesið þessa grein, og hefur einnig einhverja innsýn inn í hvernig ég misskil Peter þá þætti mér vænt um að þegar þú segir að ég hafi rangt fyrir mér ... að þú útskýrir hvað þú átt við, það er eiginlega dálítið óhagkvæmt að láta mig "fatta" hvað það er sem ég er að misskilja.

Í hvað ertu að vísa þegar þú segir:
"hagkerfi sem eru ekki eins gjaldþrota en stæðu betur ef þau þyrftu ekki að sjá á eftir öllum útlánum sínum til Bandaríkjanna sem tapaður peningur."

Eftir því sem ég kemst næst þá er Obama liðið að gera nokkurn vegin nákvæmlega það sem Peter segir þarna... ásamt því að reyna að glíma við núverandi (e. immediate) vandamál... því miður með aðferðum sem Peter, og greinilega þú, ert ósammála. Ekki misskilja, peningaprentun er "gagnslaus" NEMA hver einn og einasti dollari sem er prentaður sé tengdur seljanlegum verðmætum.

Það er það sem verið er að reyna að gera... þetta eru hins vegar ekki svo nákvæm vísindi.

Björn Leví Gunnarsson, 15.4.2009 kl. 00:05

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Peter segir:

Efnahagsaðgerðir Obama munu ekki virka, heldur þvert á móti gera ástandið í Bandaríkjunum enn verra (halda áfram að rýra sparnað og fjárfestingar, auka skuldabyrði Bandaríkjamanna, og gera gjalmiðilinn verðlausan).

Ég vísaði á VI. kafla (ca. 20 bls) sem fjallar um ferð dollarans frá virtum og traustum alþjóðagjaldmiðli á gullfæti og til þess sem hann er í dag - vaxandi pappírsstafli með fallandi kaupmætti og hratt rýrnandi trausti (olíuverslun t.d. að fara meira og meira fram í hægar verðfallandi evrunni). Hélt kannski að þú hefðir gaman af lestrinum, og smá dýpkun á því sem ég er að fullyrða en hljómar nýtt fyrir þér. Þessar 112 blaðsíður enda sennilega á að koma fram sem lengd svara minna gegn hinum "hefðbundnu" kenningum ríkis, kreppu og peningaprentunar.

"Ekki misskilja, peningaprentun er "gagnslaus" NEMA hver einn og einasti dollari sem er prentaður sé tengdur seljanlegum verðmætum."

Athyglisvert. Hvernig hjálpa fleiri núll á dollaranum skósmiðnum að auka verðmætasköpun sína? Hann getur e.t.v. hækkað verðlag sitt, en þarf einnig að greiða hærra verðlag fyrir alla neyslu sína.

Peter Schiff segir skemmtilega frá: Undanfarin ár hafa hlutir eins og raftæki verið að falla í verði, samtímis með að samkeppni, úrval, gæði, tækniþróun, framboð og aðgengileiki hefur aukist. Lesist: Framleiðni rafrækjaframleiðenda hefur aukist hraðar en peningamagnið. Nú stefnir hins vegar í að peningamagnið verði aukið svo mikið, að meira að segja raftæki fari að hækka í verði í, þá sérstaklega í Bandaríkjunum.

Og hverjum gagnast það? Hvorki neytenum né framleiðendum og seljendum raftækja, svo mikið er víst.

Geir Ágústsson, 15.4.2009 kl. 16:53

6 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Íslendingar bættu fiskimiðunum inn í hagkerfið og prentuðu samhliða því fullt af peningum. Það er dæmi umm það sem ég á við...

Björn Leví Gunnarsson, 26.4.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband