Er reynsla Svía slæm?

Ögmundur Jónasson segir frá:

Ef peningarnir fylgja sjúklingi er sú hætta fyrir hendi að fjárvana stofnun reyni að finna eitthvað að fólki sem í reynd er heilt heilsu. En ég tek fram að ég hef mikla trú á heilbrigðisstarfsfólki og þar með læknum og vil ræða við þá sem heilbrigðisstarfsmenn, ekki sem bisnessfyrirtæki.

 Nú má vera að Ögmundur hafi rétt fyrir sér. Að reynsla margra, t.d. sænskra sveitarfélaga og sérstaklega Stokkhólms, af ávísanakerfi sé svo slæm að þar "oflæknist" fólk í stórum stíl. Að aukið valfrelsi, þó vitaskuld ennþá á fullan reikning skattgreiðenda, sé mun síðri kostur en núverandi miðstýring. Að sala matvæla, trygginga, baknudds, lyfja og bakaðra bauna sé í grundvallaratriðum annars konar rekstur en sala læknisþjónustu.

Ögmundur mætti samt geta heimilda. Eitthvað í stíl við svona lesefni (56 bls PDF-skjal) jafnvel, þar sem segir á bls. 17 um snögg umskipti í höfuðborg Svíþjóðar:

A NEW PRICE MECHANISM
In 1990, literally overnight, a DRG system, inspired by the US, was ntroduced – by a Social Democrat Council majority! (DRG = Diagnosis Related Groups, a system measuring the resources necessary for a great number of treatments. In the Stockholm purchaser+provider system the DRGs set the price-tag for many of the contracted services and are a tool for the distribution of funding.)

Out went central or global budgets and in came a compensation system, where the hospitals were paid according to what they really delivered, not according to what the budget said they were supposed to produce. Close on 500 “products” were defined by the DRG price list, and prices were gradually reduced to reflect the appropriate level of compensation.

Trúðu mér, kæri lesandi: Sænskir sósíaldemókratar losa ekki um haftir og miðstýringu af hugsjónaástæðum eða af gamni sínu. Þeir gera það þegar þeir eru knúnir til þess. Ætli það sé ekki óhætt að segja að Ögmundur sé knúinn til að breyta einhverju, eins og staðan er í dag?


mbl.is Segir ávísanakerfi ýta undir oflækningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

H-er ert þú sennilega að rugla saman óskyldum hlutum. DRG kerfið er til að auka framleiðni heilbrigðisstofnana og á ekkert skylt við það "ávísanakerfi", sem Ögmundur dregur í efa.

Slíkt "ávísanakerfi" er ekki til í Svíaríki, en hefir verið reynt t d við heyrnartækjameðferð í Danmörku með vafasömum árangri.

Svíinn (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 07:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má vera að ég sé að rugla. En í báðum kerfið "fylgir féð sjúklingi", bara á aðeins öðruvísi hátt (reyndar hægt að útfæra ávísanakerfi á óteljandi mismunandi vegu - að fé fylgi sjúklingi, lækningu sjúklings, innlögn sjúklings, langtímabata sjúklings, osfrv).

Íslendingar gerðu sem betur fer hið eina rétta varðandi heyrnatæki: Hættu einfaldlega að banna einkaaðilum að selja þau á fullu verði. Niðurstaða: Biðlistar eftir ríkistækjunum þurrkuðust út.

Hvur veit nema slíkt hið sama gæti gert sig gildandi um allskonar aðra læknisþjónustu? Eða eru það bara heyrna- og sjónskertir sem mega sleppa við allskonar "ávísanakerfi", DRG, tilvísanakerfi, biðstofur, skrifræði og skerta þjónustu?

Geir Ágústsson, 16.4.2009 kl. 08:48

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vandamálin sem heilbrigðisráðamenn standa frammi fyrir núna er "kerfishrun" hins frjálsa markaðar. Það sem átti að fría ráðamenn frá að stjórna því sem gerist eftir að þeir ákveða framlög sín til heilbrigðismála var að búa til "markað" þar sem læknisþjónusta var skilgreind sem þjónustumarkaður og aðgerðirnar vörur.

Þetta tókst aldrei að innleiða sem nothæft módel en Bretar og Svíar og Danir og Norðmenn hafa allir reynt að finna sína útgáfu af þessu. Kostnaður við hverja kerfisbreytingu er mikill og réttlættur með langtíma hagnaði sem síðan skilaði sér aldrei vegna ófyrirséðara breytinga sem orðið hafa þrátt fyrir allt "skipulag". Hér á Íslandi hefur verið mjög frjálslegt kerfi í sérfræðiþjónustu sem hefur verið ótrúlega skilvirkt og algerlega án "overheads" þeas hver læknir er ábyrgur fyrir sínu og stendur aðeins sjúklingunum sem til hans leita skuldaskil. Reyndar borgaði TR stóran hluta af kostnaði sjúklings en með takmörkunum á greiðslu fyrir "ofunnin verk" þá minnkaði hagnaður lækna við að taka að sér fleiri aðgerðir en kerfið sómasamlega gat greitt fyrir. Dæmi um veltu kerfisins á peningum til lækninga má líkja við heildarveltu hjá Domíno pízza. Það er víst ansi álíka. Mjög fáir læknar geta orðið "filthy rich" í þessu kerfi. T.d. er ekki hægt að auka veltuna með því að láta "þræla" vinna fyrir sig á lúsarlaunum og hirða síðan mismuninn. Hver læknir verður að gera svo vel að vinna hverja krónu inn sjálfur. Þessu kerfi vilja nú yfirvöld heilbrigðismála breyta. Stofnuð hefur verið ný "stofnun" Sjúkratryggingastofnun. Hún á að semja eingöngu við fyrirtæki í heilbrigðisþjóunstu. Þar með á að koma á overhead sem aldrei hefur verið til staðar. Þetta kann að vera atvinnuskapandi en er beinlínis kostnaðaraukandi. Það leiðir af sér að það verður að koma á eftirlitsaðiljum sem fylgjast með að fyrirtækin noti peningana til að lækna fólk. Einnig verða fyrirtækin að koma á innra eftirliti svo ráðnir læknar fyrirtækjanna svíkist ekki undan, geri rétta reikninga og svo framvegis. Ábyrgð rekstrar fer frá læknunum yfir á stjórnendastig sem er í sífelldum samræðum við fjárveitingavaldið hvernig hægt sé að auka gæði og framleiðni. Læknarnir taka engan beinan þátt í þessu enda orðnir starfsmenn fyrirtækja með takmarkaða ábyrgð.

Fyrirtækin eiga síðan að keppa innbyrðis um þjónustuna sem "einn" aðili veitir sem er ríkið í formi Sjúkratryggingastofnunar. Ef einhver heldur að þetta sé framtíðarlausn fyrir frjálst markaðskerfi þá hefur viðkomandi reynt að selja ömmu sína. Vonandi skilur Ögmundur að þetta er tóm steypa og fer aðrar leiðir.

Gísli Ingvarsson, 16.4.2009 kl. 09:15

4 Smámynd: Einar Jón

Það er alltaf gaman að sjá einstaklingsframtakið virka, eins og með heyrnartækin.

En það er áhugavert að skoða greinaranar á undan og eftir þeirri sem þú vísaðir í, um skattmann og skuldir heimilanna.

Einar Jón, 17.4.2009 kl. 07:12

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Gísli,

Auðvitað eru allskonar hálfkáks-aðferðir misheppnaðar að einhverju leyti. Ríkið er að reyna apa eftir skilvirkni hins frjálsa markaðar, en baðar hana í flókið net reglugerða, millifærslna og undanþága. Besta fyrsta skref er auðvitað að hætta banna einkaframtakið og taka svo næstu skref þaðan. Þá helst að hætta ríkisafskiptum alveg yfirleitt.

Einar,

Því miður reyndust Sjálfstæðismenn engir eftirbátar Skattmann og eyddu jafnharðan því "nýja" fé sem kom inn í ríkiskassann, um leið og það kom inn. Vonandi að þar á bæ verði til endurreisn hugmyndafræðinnar á kostnað miðjumoðsins þar sem öllum finnst vera hlýtt.

Að ríkið ábyrgist skuldir er sennilega versta hugmynd í heimi. Þeir sem eru gjaldþrota eiga að lýsa sig gjaldþrota, og ekki vænta neins stuðnings frá þeim sem eru ekki gjaldþrota. Það er sú tiltekt sem íslenska hagkerfinu vantar.

Geir Ágústsson, 19.4.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband