Stærsta bóla sögunnar að fæðast?

Þá lítur allt út fyrir að stærsta bóla sögunnar sé að byrja fæðast, eins og útlit hefur verið fyrir síðan í haust:

Hlutabréf hækkuðu mikið í verði í viðskiptum í kauphöllinni á Wall Street í kvöld og er það rakið til ráðstafana, sem bandarísk stjórnvöld kynntu í morgun og eiga að auka lausafé og gera þarlendum bönkum kleift að lána fyrirtækjum og einstaklingum fé. 

 Hvaða fé er þetta sem á núna að lána út? Hafa bandarískir bankar fundið leynda sjóði innst í hirslum sínum? Hafa sparifjáreigendur nú fyllt alla banka af peningum sem fundust undir koddanum?

Nei. Þetta fé eru nýir peningar (sjá mynd - smella tvisvar á hana til að stækka), sem seðlabanki Bandaríkjanna bjó til í vetur þegar allt fór í fjandans, lagði inn á reikninga bankanna hjá sér en þar hefur hann svo setið síðan því enginn þorir að lána hann út. Enn sem komið er.

Bandarískir bankar sitja núna á yfir 200% "reserves" í lagaumhverfi þar sem 10% er bindiskyldan. Bankarnir vilja ólmir koma þessum peningum út í formi vaxtagefandi lána en hikað við það undanfarna mánuði. Þegar þessi nýi peningur byrjar að flæða út á markaðinn mun hann snúa við hlutabréfa- og húsnæðisverði og koma af stað keðjuverkun rangra fjárfestingarákvarðana sem munu, á endanum, sýna sitt rétta andlit.

Dollarinn er hinn nýi klósettpappír.


mbl.is Bandarísk hlutabréf þjóta upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Geir, þetta er sannkölluð hrollvekja. Ég man ekki eftir að hafa séð svona línurit áður, af efnahagssviði. Væntanlega reynir Seðlabankinn að draga inn þetta útþynnta fjármagn, en mun honum takast það í tíma ? 

Er ekki óðaverðbólga í uppsiglingu um allan heim, því að ekki horfa aðrir seðlabankar aðgerðalausir á að Dollarinn falli um helming og Bandarískt efnahagslíf fari á fulla ferð. Nú gætum við séð aðra seðlabanka fara að dæla út meiri peningum til að halda í við Bandaríkin.

Við gætum verið að sjá upphafið að hrikalegra hruni en nokkurn tíma hefur sést áður. Uppskerutími seðlabankanna og "torgreindu peningastefnunnar" er í nánd !?!

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.3.2009 kl. 22:40

2 identicon

Sú óðaverðbólga sem mun fara af stað í heiminum verður harkalega mikil, hefst í USA en mun síðan smitast út um heiminn ekki síst vegna svipaðra aðgerða annarra stjórnvalda og seðlabanka, t.d. er mikið þrýst á þann evrópskra að framkvæma það sama og Fed & Bank of England.

Það sem mér þætti gaman að vita og spurning hvort að þið herramenn séu tilbúnir til að svara mér. Þessi óðaverðbólga mun hún ekki örugglega ná til Íslands þrátt fyrir ógnarháa stýrivexti og gjaldeyrishafta? Þ.e.a.s. óháð því hversu handstýrð krónan er þá muni verð innfluttra vara hækka það mikið úti í heimi að verðbólgan smitast hingað.

Sigurbaldur P.Frímannsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég held Sigurbaldur, að óvissan um Íslendska hagkerfið sé gríðarleg. Væntanlega reynir Seðlabankinn að fínstilla gengið, þannig að Krónan falli svipað, eða eitthvað minna en aðrir gjaldmiðlar, gagnvart gulli og öðrum alvöru verðmætum. Þá fáum við svipaða verðbólgu og aðrir, en hvað verður hún mikil ?

Seðlabankinn gæti þurft að nota gjaldeyrissjóðinn til að halda gengi Krónunnar uppi. Hvað endast 5 milljarðar USD lengi og hver verður vaxtakostnaðurinn ? Nú væri gott að hafa ódýrt fastgengi undir stjórn myntráðs.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.3.2009 kl. 23:14

4 identicon

Lítur ekki mjög vel út. En þetta er bara grunnfé en ekki M3, ekki satt? Þetta línurit tekur ekkert mark á peningamargfaldara bankakerfisins (sem er ekki fastinn 1/r þar sem r = reserve ratio, málið er mun flóknara en það).

Mér sýnist FEDið gera það sem Kindleberger lagði til; pumpið út eins miklu lausafé og þið getið til að komast úr kreppu-jafnvægispunktinum (e. recession equilibrium). Þegar því er reddað, getið þið þurrkað upp það lausafé sem þarf ekki að vera til staðar.

Svo þótt grunnfé hafi aukist um 100% segir það takmarkað um komandi verðbólgu. Veltur allt á því hve hratt bankarnir dæla því út (og margfalda það) sem og hve sticky verð eru. Og eftir því sem ég best veit er verðlag stickier í kreppu en í góðæri. Gæti orðið verra en 100% verðbólga, gæti orðið skárra.

Óli (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:29

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Óli,

Hér er annað graf sem sýnir M1 og M2 vaxa hratt og örugglega (grafið samt orðið nokkura vikna gamalt).

Hér er hægt að skoða aðrar "tegundir" peninga í umferð í BNA. Með nokkrum músasmellum sýnist mér þetta meira og minna allt vera byrja trítla upp á við og að nú hafi bandarískum yfirvöldum loksins tekist að finna "leið" til að skrúfa frá straumi nýrra peninga (kaup verðlausa skuldapappíra af bönkunum fyrir stjarnfræðilegar upphæðir).

Kæru herramenn, varið ykkur á því að reyna setja tölur á komandi verðbólgu. Við slíka iðju sitja þúsundir hagfræðinga í seðlabönkum um allan heim og reikna af sér vit og rænu, og mun mistakast.

Geir Ágústsson, 24.3.2009 kl. 08:19

6 identicon

Verstur fjandinn að prentgalningurinn sem stýrir þessum prentvélum á stærsta her í heimi.

 USD fer ekki einn á hliðina, engin mynt verður óhult.

Þrándur (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband