Ruslið í háloftunum

Ég flutti um daginn innan Kaupmannahafnarsvæðisins. Það er næstum því að öllu leyti framför. Þó veldur eitt mér áhyggjum: Í stað þess að flokka rusl í tvo hópa er mér núna að sagt að ég þurfi að flokka í átta flokka. Já, ÁTTA!

Ég mun auðvitað komast að því hvar sársaukamörkin liggja og svindla á kerfinu eins mikið og ég get þar til ég mæti afleiðingunum (rusl er flokkað rétt á áfangastað hvort eð er), en þetta er samt ógnvænleg breyting.

Á gamla staðnum var auðveld að skilja kerfið. Flokkarnir voru tveir: Blandað heimilisrusl (umbúðir, matarafgangar) og þurrir hlutir úr plasti og pappír, auk stærri hluta eins og húsgagna, sem ég gat skilið eftir í litlum skúr sem var tæmdur reglulega.

Núna skil ég ekkert.

Mér er til dæmis sagt að flokka sérstakstaklega matarafganga. Það er viðbjóður. Ég rek lítið heimili og þarft þá að tæma mjög oft eftir langa gönguferð með sérstaka ruslapoka til að setja ofan í rotnandi hrúgu í tunnu eða gám, eða láta þetta rotna inni hjá mér. Viðbjóður hvoru tveggja. Betra er að losna við þetta með almennu heimilisrusli sem er komið í burtu með reglulegu millibili.

Mér er sagt að flokka sérstaklega plast og pappír. Hvað geri ég við umbúðir þar sem hvoru tveggja er límt saman?

Í mínum leiðbeiningum er mér sagt að henda kössum utan um flatbökur í blandað rusl. Ég hélt að slíkir kassar væru papparusl, gefið að það væru ekki heilu flatbökusneiðarnar í þeim, og auðvitað að vera lyktarlausir. Kannski er hin svokallaða endurnýting mismunandi eftir svæðum.

Ég þekki mann sem vinnur fyrir sorpmóttökustöð á Íslandi. Hann sér hvað verður um sorpið: Það er flokkað. Hann flokkar af þeim ástæðum ekki sjálfur. Ekkert.

Ég var í flugvél um daginn og á leið í slíka núna. Þar er ekkert flokkað enda ekki pláss til slíks. Hvað verður um það rusl? Það verður flokkað, af fagmönnum eða færibandi stjórnað af vélmennum.

Það læðist að mér sá grunur að öll þessi flokkunarárátta sé einhvers konar tilgangslaust ónæði sem er lagt á okkur peðin til að láta okkur virkilega finna fyrir því að við erum að tortíma plánetunni með neyslu okkar og lífsstíl. Og af engri annarri ástæðu. Sorpið fer það sem það fer, óháð því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband