Ţessir óţćgu Afríkubúar

Fyrir ekki mörgum áratugum síđan var Asía talin stćrsta vandamál heimsins. Ţar voru hundruđ milljóna fátćklinga sem bjuggu viđ hungur og vosbúđ. Fellibylir ţurrkuđu út heilu héröđin og neyđin var oft mikil.

Ţessi tími er sem betur fer ađ mestu liđinn. Ástćđan er međal annars sú ađ Asíubúar hafa unniđ ađ ţví eins og brjálćđingar ađ byggja upp orkuinnviđi sína sem ţeir nýta til ađ knýja iđnađ og ísskápa og gera ţađ međ kolum, olíu, gasi, vatnsafli og hreinlega öllu sem framleiđir orku (meira ađ segja lélegir, dýrir, óáreiđanlegir og plássfrekir orkugjafar til rafmagnsframleiđslu eins og vindur og sól eru nýttir). Lífskjör batna, ţađ hćgist á fólksfjölgun, líf lengjast og smátt og smátt opnar fólk augun fyrir vernd á loftgćđum og náttúru ţegar sárasti sulturinn er ađ baki. 

Núna er vandamáliđ Afríka. Ţar eru hundruđ milljóna enn án rafmagns og hvađ ţá annarra nauđsynja nútímamannsins. Fátćktin leiđir til annarra vandamála, eins og flóttamannastraums, sjúkdóma og vosbúđar. 

En Vesturlönd hafa svolítiđ einkennilega nálgun ţegar kemur ađ Afríku: Ţau fordćma nánast allt sem Afríkuríki gera til ađ reyna bćta hlutskipti sitt.

Ţeim er sagt ađ sleppa ţví ađ brenna jarđefnaeldsneyti til ađ eyđileggja ekki loftslagiđ hjá ríka fólkiu. Ţau eiga á einhvern undraverđan hátt ađ geta efnast á einhvern allt annan hátt en afgangur heimsins, og vera umhverfisvćn í leiđinni. 

Gott og vel, ţegar gömlu nýlenduherrarnir vilja ekki sleppa tökunum ţá má reyna ađ ţóknast ţeim, og mörg Afríkuríki horfa núna til kjarnorku. Gott mál, ekki satt? Kjarnorka útvegar stöđuga orku sem réttlćtir uppbyggingu á öflugu raforkudreifikerfi, veitir iđnađi möguleika á ađ koma sér fyrir og loftslagiđ upplifir ekkert nema vatnsgufu frá kćliturnunum.

Nei. Ekki nógu gott! Af hverju? Jú, af ţví Rússar eru ađ hjálpa Afríkuríkjunum međ lánum, sérţekkingu og ađgangi ađ kjarnorkueldsneyti!

Rússar!

Viđ hverju bjuggust Vesturlönd ţegar ţau neituđu ađ ađstođa Afríku viđ ađ byggja upp hagkvćma og stöđuga orkuframleiđslu?

Viđ hverju bjuggust Vesturlönd ţegar ţau ţóttust geta lokađ Rússa af? Ađ ađrir heimshlutar gerđu ţađ sama, ţvert á eigin hagsmuni?

Ekki get ég svarađ ţessu en vegna ađgerđa Vesturlanda er núna ađ verđa til ný heimsmynd ţar sem hlutverk Vesturlanda er einfaldlega minna en áđur og blađamenn okkur rassskelltir af ţjóđarleiđtogum ţegar ţeir reyna ađ predika úr fílabeinsturni.

Ekki styđ ég vegferđ Rússa í Úkraínu ţar sem menn eru ađ stráfalla af ţví tveir forsetar gátu ekki fengiđ ađ tala saman um endalok áratugar af átökum án afskipta okkar á Vesturlöndum. Öll stríđsátök eru slćm, líka ţau sem viđ nennum ekki ađ mynda okkur skođun á. En vegferđ Vesturlanda er mér einnig stórt áhyggjuefni ţví ég bý á Vesturlöndum og sé ađ ţađ veriđ ađ mála stórt skotmark á ţau um leiđ og leiđtogar Vesturlanda ţykjast ennţá vera (yfirlćtisleg) rödd á heimssviđinu.


mbl.is Katrín mćlist međ mesta fylgiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamál Afríku eru ekki vesturlönd eđa ađrir utanađkomandi ţćttir.

Vandamál Afríku er innbyrgđis óeining.  Ţjóđríki Afríku eru ekki ţjóđir heldur samsett af mismunandi ćttbálkum.  Korteri eftir ađ Suđur Súdan fékk sjálfstćđi logađi landiđ í átökum milli ćttbálka.  Fjöldamorđin í Rúanda voru vegna ćttbálkaerja.  Nígería skiptist í tvennt vegna ćttbálka og trúar.  Átök í Afríku hafa ađ mestu ekku veriđ milli ríkja heldur milli ćttbálka innan ríkjanna.

Svo ég sletti smá rasisma inní umrćđuna, fćri ekki betur á ţví ađ ađrir sćju um yfirstjórnina hjá ţessum ţjóđum?

Bjarni (IP-tala skráđ) 9.4.2024 kl. 11:29

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á međan er bókstaflega ALLT sem hugsanlega mögulega skerđir lífsgćđi vesturlandabúa - mannréttindabrot 

Svissneska ríkiđ sakfellt í loftslagsmáli (mbl.is)

Grímur Kjartansson, 9.4.2024 kl. 12:01

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Okkur er kennt ađ gjarnan handahófskenndar línur á korti, stundum nefndar "landamćri", séu ófrávíkjanlegur og heilagur sannleikur og ađ minnsta frávik frá ţessum línum sé ávísun á stríđsátök. Á međan ţetta er almennt og viđtekiđ viđhorf ţá verđa alltaf til línur á kortinu sem skera í sundir ćttbálka, fjölskyldur og ţjóđir. 

Geir Ágústsson, 9.4.2024 kl. 18:12

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband