Loftslagsóreiða!

Núna er flóttinn frá dómsdagsspádómum loftslagsprestanna hafinn af fullum krafti. Almenningur er farinn að gera grín að þessu, fræðimenn eru að yfirgefa vel borguð störf því þeir þola ekki hvernig niðurstöður þeirra eru rangtúlkaðar, ríki eru byrjuð að útvatna loforð sín um orkuskipti og fyrirtæki eins og olíufélög og bílaframleiðendur sömuleiðis. Gríðarlegur kostnaðurinn er farinn að verða mörgum ljós og það skiptir ekki máli hversu sterk trúin er - að geta keypt í matinn eða borgað starfsmönnum laun er alltaf í efsta sæti.

Enginn skortur er á bókum í dag sem fjalla um skaðann af herferð manna gegn hagkvæmu jarðefnaeldsneyti og hvernig sú herferð er bæði kæfandi dýr og að lokum skaðlegri en verstu dómsdagsspádómar, sérstaklega fyrir fátækari heimshluta. Vil ég mæla með þremur sem ég hef nýlega lokið við:

Ríki eins og Indland og Kína reisa áfram og í miklu magni orkuver knúin kolum og gasi áchinacoal meðan Evrópubúar láta taka af sér bílinn og jafnvel matinn. Raunsæ ríki, sem hafa efnast nægilega, eru að skipta úr kolum í gas og jafnvel að henda í kjarnorkuver en dettur ekki í hug að reiða sig á vindmyllur og sólarorku. Raunsæinu vex hryggur um hrygg víða, sem betur fer. 

Á meðan eru Íslendingar að skipta úr hreinu rafmagni yfir í olíu, en það er önnur saga.

Það má alveg dáðst að því hvernig loftslagsprestarnir halda margir hverjir sínu striki jafnvel þótt þeir séu hænufeti frá því að gera sig að athlægi. Nýyrðasmíðin er til dæmis alveg makalaus. Fyrst átti það að vera hlýnun Jarðar en þegar hún stöðvaðist þá voru loftslagsbreytingar almennt vandamálið. Síðan var blásið í hamfarahlýnun og um leið skullu á þyngstu og köldustu vetur sem um getur á mörgum svæðum. Nýjasta nýtt er svo að tala um loftslagsóreiðu, svona eins og loftslagið hafi áður verið í röð og reglu en ekki lengur.

Kannski skila þessar endurmerkingar á gömlu innihaldi sér í einhverju. Íslenski bjórinn Boli hafði verið til í mörg ár en kallaður eitthvað annað. Nýtt nafn og nýjar umbúðir og Boli birtist á sérhverju tjaldstæði. En hérna er ekki verið að selja svalandi drykk heldur súra mjólk. Það er kominn tími til að henda henni í ruslið þar sem nú þegar liggja sóttvarnaraðgerðir veirutíma, regndansar af ýmsu tagi og vonandi sem fyrst geldingar á börnum og pólitískur rétttrúnaður eins og hann leggur sig.


mbl.is Síðasti áratugur sá heitasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Á meðan eru Íslendingar að skipta úr hreinu rafmagni yfir í olíu, en það er önnur saga."

Við erum alltaf 2-5 árum á eftir.

Mér sýndist áðan að við værum að byrja svona UK-trúðalöggu speed-run, til að verða eins illa settir með löggæzlu og Bretar sem fyrst.

Alltaf verið að fylgja forskriftinni. Mér sýnist samt að tendensinn sé að fylgja henni frekar ef hún skilar vondri niðurstöðu.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.3.2024 kl. 20:17

2 Smámynd: Ómar Geirsson

"Síðasti áratugur sá heitasti" Geir.

Orðið ruglandi fær glænýja merkingu þegar maður les pistil þinn í samhengi við þá frétt sem þú pistlar við.

Og það afsakar ekki ruglandann þó bestu vinir þínir Geir, þessir þarna sem urðu ofsaríkir í hinu frjálsa markaðshagkerfi, hafi séð bæði aur og áhrif í að beina vörn mannkyns inn í hugmyndafræði hestaaldar, sá ruglandi, afsakar ekki þinn ruglanda Geir.

Heimskan sem auðurinn fjármagnar, hefur ekkert með staðreyndir að gera.

Og þú sem verkfræðingur Geir ættir að hafa næga þekkingu á varmafræði til að vita að hlýnun jarðar útrýmir ekki kulda pólanna, þegar ójafnvægið leiðir áður óþekktan varma þangað, þá gerist kuldinn aðeins loftslagsflóttamaður, og leitar á hlýrri slóðir.

Eftir áramótin var kalt í nokkra daga í Chicago, þá fraus loftslagstrúboð Teslunnar svo þeir sem trúðu á mátt rafmagnsbílanna, komust ekki spön frá klaka, svo hlýnaði, og veturinn varð sá hlýjasti í mannaminnum.

Hvað gengur raunvísindamanni til að afneita staðreyndum er mér spurn Geir.

Vona þín vegna að þú sért ekki í stráksskap þínum að spila með trúgjarna.

Næg er vitleysan í heiminum samt.

Og að upphefja hana tengist ekki Frelsi eða Sjálfstæði, okkar sem þolum ekki ofstjórn eða óstjórn.

Það sagði allavega Bjartur frændi minn í langfeðratali.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2024 kl. 21:57

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Það að koltvísýringur hafi af einhverjum ástæðum hækkað úr 0,03% styrkleika i 0,04% styrkleika skýrir ekkert. Menn ættu miklu frekar að huga að sólinni.

Geir Ágústsson, 19.3.2024 kl. 22:02

4 identicon

Einnig er vert að minnast á að allt lífríki á plánetunni var nær því að drepast úr of litlum koltvísýringi í loftinu heldur en of miklum í dag, samkvæmt fræðunum þá myndi allt plöntulíf drepast ef hann færi niður fyrir 160ppm s.s 0,016% og vorum við komin niður í 200ppm ef ég man rétt.

Ég held að allir geti giskað á hvað kæmi fyrir mannveruna ef allt plöntulíf myndi drepast.

En sem oft áður þá stillir þessi blessaða pláneta sig oftast af án aðkomu mannverunnar.

Halldór (IP-tala skráð) 19.3.2024 kl. 23:30

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Þó eitthvað gerist, eða gerist ekki, þá er það ekki okkar að hrista hausinn eða kinka kolli yfir því.

Blessuð raunvísindin þarna, þessi sem þú ert með gráðu í, hafa ákveðna aðferðafræði, ein af þeim er að setja fram kenningar og rannsaka svo hve mikið þær ganga eftir.

Og sama hve mikið menn röfla um það, þá vill það svo til að frá því að kenningin um hlýnun jarðar af manna völdum, það er vegna ofbrennslu koltvísýrings, var sett fram, þá hefur hún gengið eftir í megin atriðum.  Jörðin er að hlýna og þú gast ekki valið óheppilegri frétt til að draga það í efa.

Því má auðvita slá fram að um tilviljun sé að ræða, það er að jörðin hlýni í takt við iðnvæðingu Kína og Indlands, en þá í fyrsta lagi þurfa menn að mæta vísindunum að baki áhrifa koltvísýrings á loftslag, og hins vegar að færa rök fyrir að baki sannarlegri hlýnun jarðar sé annar skýringarþáttur, og styðja þau rök með mælingum og fræðilegum útlistunum.

Þess vegna bendir þú ekki á ísást eða að bein tengsl séu milli hlýnunar og veldisvaxtar regluverks Evrópusambandsins, rökrétt samhengi þarf að vera þar á milli.

Og trúðu mér Geir, menn hafa hugað að sólinni, enginn að þessum mönnum eru fæddir í gær, þó það mætti ætla að þeir sem vísa í kuldapolla séu það.

Hlýnun jarðar afsakar hins vegar ekki loftslagstrúboðið, þar erum við sammála þó á ólíkum forsendum sé.

Alveg eins og við báðir erum á móti ofstjórn og ráðríki höfðingjanna, þú frjálshyggjumaðurinn og ég Hriflungur í ættboga Bjarts frá Sumarhúsum.

Ótrúlegt hve menn komast samt oft að sömu niðurstöðu, í stríði auðsins gegn mennskunni eru fáir sem verja hana betur en þið Geir, eins skrýtið og það er.

En svona er víst kýrhausinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.3.2024 kl. 07:15

6 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Langar að svara Ómari og þessari fullyrðingu:

!...þá vill það svo til að frá því að kenningin um hlýnun jarðar af manna völdum, það er vegna ofbrennslu koltvísýrings, var sett fram, þá hefur hún gengið eftir í megin atriðum"

Svarið er nei því þegar fylgni á milli aukningar brennslu jarðeldsneytis síðustu 70 ára og hækkun hitastigs þá er fylgnin afskaplega lítil. Magnaukning jarðeldsneytis er svo langt umfram hækkun hitastigs. Auk þess hefur hitastig síðustu 70 ára lítið hærra sé ákveðinn punktur valinn í kringum 1940.

Þetta er ekki kenning því enginn sönnun liggur fyrir. Mesta lagi tilgáta sem notuð er í pólitískum tilgangi.

Rúnar Már Bragason, 20.3.2024 kl. 12:14

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Bækurnar þrjár sem ég vísa í taka mismunandi pól á þessi blessuðu "vísindi" en bæði Lomborg og Shellenberger vísa ítrekað í sjálfar rannsóknirnar og bera saman við ævintýralega útúrsnúninga úr þeim sem blaðamenn lesa í útdráttum fyrir stefnumótendur. Niðurstaða þeirra er sú að þegar kostir og gallar, ávinningur og kostnaður, er skoðað í jafnvægi þá eigum við að láta það eiga sig að hamla fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti. Því meiri hagkvæm og stöðug orka, því betra.

Geir Ágústsson, 20.3.2024 kl. 12:37

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er önnur ella Geir, það snýr að aðgerðum gegn hlýnun jarðar, eitthvað sem hefur gersamlega mislukkast fram að þessu.

Og lausnin er ekki hestöld.

Breytir því samt ekki að trúboð hefur ekkert með vísindi eða þekkingu að gera, og það er bara svo að það hefur engin trúverðug skýring komið um þessa skyndihlýnun jarðar rúmlega síðasta áratug eða svo, en hækkunin á gróðurhúsloftegundum.

Þess vegna ljúga flestir loftslagsafneitarar, eða afneita hreinlega þeirri staðreynd að jörðin sé að hlýna, það eitt og sér ætti að kveikja á viðvörunarbjöllum.

Sú afneitun er í sjálfu sér engu betri en loftslagstrúboðið, niðurstaðan sú sama, heimurinn á sjálfstýringu, ekki tekist á við vandann á raunhæfan hátt.

Það er eins og fólk viti ekki að vandamál eru til að leysa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.3.2024 kl. 13:02

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar Már.

Ég hef í sjálfu sér ekki séð fyrr þennan flöt á afneitun afneitunarsinna, þú hlýtur sjálfur að sjá hve þetta er ólógískt.

En það er eitt sem skýrir af hverju hlýnunin hefur ekki orðið meiri, en það eru varnarkerfi jarðar, sem eru fjölbreytt og öflug.

En þau eru að bresta, djúpsjávarhiti hefur til dæmis hækkað óeðlilega mikið síðustu misserin mátti lesa um í Mogganum fyrir ekki svo margt löngu.

Og þegar þau bresta verður ólíft á mörgum stöðum í heiminum, sérstaklega þeim þar sem aðgangur að orku er takmarkaður vegna loftslagstrúboðsins.

Og hvað verður um alla rafmagnslínurnar í ofsaveðrum??, gaman að eiga rafmagnsbíla þá, eða að allar samgöngur séu orðnar háðar rafmagni.

En þú rífst ekki við hitastigið, það er svona kvikasilfursmælir sem mælir hann, og kvikasilfur er ónæmt fyrir trúarbrögðum eða afneitun.

Þeir rífast ekki heldur á landsvæðum sem eru að þorna upp, sérstaklega ekki bændur því það er ekki hægt að loftkæla akrana eða kaupa handa gróðrinum vatnsflöskur í stórmörkuðum.

Svo þegar matinn vantar, þá hætta hinir að rífast við kvikasilfrið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.3.2024 kl. 13:12

10 identicon

Strákar

Það má mikið rífast um hækkandi hitastig, en mér finnst einhvernvegin að megi horfa á hitastigsbreytingar síðustu 300 ár sem punktgildi. Þegar ísöld hófst fyrir ca 3milljónum ára var enginn ís á jörðinni. þó að það hafi komið nokkur stutt hlískeð á tímabilinu sjór var mun heitari en nú og hér við land voru skeldýr sem hörfuðu undan þegar sjórinn kólnaði auk þess sem hér voru eikur, fura og álmur sem þekkjast ekki hér nú um þessar mundir.

Eitt er víst að jörðin mun lifa manninn af.

Kv.

Alli

Alfreð Dan Þórainsson (IP-tala skráð) 20.3.2024 kl. 16:57

11 Smámynd: Geir Ágústsson

 Ómar,

Passaðu þig endilega á setningum eins og þessari úr fréttinni:
"... ára­tug­ur­inn 2014 til 2023 hefði verið sá heit­asti sem um get­ur frá því byrjað var að halda slík­ar skrár"

Slíkar skrár? Gervitunglin hafa ekki verið þarna uppi í nema nokkra áratugi: Eftir "litlu ísöld" um miðja 20. öld, eftir kuldakastið á miðöldum, eftir hlýskeið víkingatíma. Bara augnabliksmynd. 

Ekkert að óttast, svo því sé haldið til haga.

Geir Ágústsson, 20.3.2024 kl. 17:03

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Geir minn, þetta er klén afneitun úr vopnabúri afneitunarsinna.

Höfðar vissulega til heimsku fólks og fáfræði, ekki endilega ómenntað, en orðið raunvísindi er álíka og meint galdraþula Abracadabra gerir Steve Miller að miklum galdrameistara.

Það er svo sem endalaust hægt að velta fyrir sér gervitunglum, en kvikasilfrið lýgur ekki, og það mælir áður óþekktan hita frá fyrstu mælingum þess.

Umhverfið lýgur svo ekki, og það þekkir ekkert til gervitungla eða þeirrar mannlegur heimsku að afneita staðreyndum. Í freðmýrum Síberíu eru heillegar útdauðar dýrategundir að koma í ljós, freðinn er allavega frá síðustu ísöld, það gefur tímabilið 10.000 ár.

Regnskógurinn í norðaustur Ástralíu sem brann fyrir nokkrum árum, hefur þróað plöntur og dýralíf í árhundruð þúsund, svona sérstaða myndast ekki á ártugaþúsundum.

Síðasti bruni gekk næstum því frá honum, næsti bruni mun gera það.

Síðan er þetta bullið um hlýskeið Víkingaaldar, þá hlýindin í Evrópu og kaldtempraða loftslagið á Grænlandi kringum Eiríksfjörð.  Það er fullt til af vitlausu fólki í heiminum Geir, í USA, og þá ekki "Back in the USA", er fólk sem út frá afskræmingu  kristinnar trúar, trúir að jörðin sé um það bil fjögur þúsund og fjögur hundruð ára gömul, heimildin er ættartala Gamla testamentisins.  Það heimskasta af því trúir síðan að jörðin sé flöt.

En jörðin er ekki flöt Geir eins og þú veist enda menntaður í raunvísindum.  Hún er kúlulaga, og á hlýskeiðinu kringum 1000, það er í Norður Evrópu, þá var ekki alveg eins heitt annars staðar á jarðarkúlunni, margvísleg gögn raunvísindanna sýna að meðaltalið hafi verið svipað og það var kringum 1950, reyndar hef ég séð margar myndir héðan þar sem börn að leik voru í hnéháum sokkum og stuttbuxum, en á sama tíma var Oddskarðið gjörsamlega ófært vegna mikilla snjóalaga á veturna.

Síðan er það barnalegt að halda því fram að raunvísindamenn viti ekki af Litlu Ísöld, hlýskeiði miðalda, eða öðrum "augnabliksmyndum".  Fíflin hins vegar sem trúa því að jörðin sé innan við 5.000 ára gömul eða hún sé flöt, trúa því eins og nýju neti að þau hafi uppgötvað sannleikann, þegar þau benda á að áður hafi verið hlýtt eða kalt á jörðinni.

Að baki hlýindaskeiðum og kuldaskeiðum eru skýringar sem eru nokkuð þekktar hjá raunvísindamönnum í dag, skýring miðaldahlýindanna eru ekki til staðar í dag, sem og það sem olli Litlu ísöldinni.

Hins vegar er það rétt að ef allt hefði sinn eðlilega gang, þá ætti jörðin að kólna, vegna þess sem bent var á hér að ofan, að náttúrlegur koltvísýringur virðist af einhverju ástæðum fara minnkandi, þekkt áður ferli.

Þannig séð erum við að hjálpa loftslaginu að halda jafnvægi sem hentar siðmenningunni, og í raun þurfti aðeins að þróa tækni sem minnkaði útblástur kolvetnis (sem hefur verið gert að hluta), og skattleggja framleiðslu kolaorkusóðanna, ásamt því að átta okkur á að það var jarðefnisiðnaðurinn sem fjármagnaði andstöðuna gegn kjarnorku.

Þá værum við í allt annarri stöðu í dag, en við erum það ekki.

Þökk sé hinni kostuðu heimsku sem kennd er við loftslagstrúboð, og hina fjármögnuðu heimsku afneitunarsinna.

Þú ert faðir Geir, þú átt að vita betur en það sem þú sagðir hér að ofan, sem og að þekkja þær gryfjur rökleysunnar sem komu fram í upphaflega pistli þínum, að kuldi hverfur ekki þó jörðin hlýni.

Hlýnun jarðar ógnar mannkyninu eins og útbreiðsla þess er í dag, afneitun á því er ekki síður skaðleg heldur en forheimska loftslagstrúboðsins.

Aðeins steingeldir, sem eiga hvorki börn eða hunda, láta eins og ekkert sé, ég á allavega kött, fyrir utan lífið sem ég ól.

Ég rífst ekki við staðreyndir, byggðin mín hér í litlu fjörðum Austurlands, hefði aldrei þrifist í gegnum árhundruðin, ef það hefði verið til siðs.

Við erum betri en þetta Geir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.3.2024 kl. 19:08

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Það er alveg hægt að samþykkja að Jörðin sé að hlýna og að það sé orkuframleiðslu manna að kenna og samt segja: Gerum ekkert í því, og einbeitum okkur að orkuframleiðslu og auðsköpun og því að rífa fólk úr fátækt, rannsaka aðrar tegundir orkuframleiðslu, og hafa af því engar áhyggjur að það þurfi kannski að reisa einhverja varnargarða og knýja loftræstingar samhliða því að við byggjum kolaorkuver.

Geir Ágústsson, 20.3.2024 kl. 21:19

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Út frá staðreyndum er hægt að vera ósammála, og ég er ekki sammála þér að við eigum að taka kónginn á grísku eyjunni í Erik the Viking á þetta.

Veit bara það að ef einhver ái okkar hefði ekki fattað að vandamál væru til að leysa, þá væri við ennþá að spá í næstu bananauppskeru uppí næsta tré.

Þetta er afstaða samt sem þú hefur fært rök fyrir, ekkert nema gott um það að segja.

Loftslagstrúboðið er hins vegar glæpsamlegt, tilræði við sjálft mannkynið því það þykist gera eitthvað, en gerir fátt en að gera illt verra.

Og við erum sammála um það að án orku og auðlegðar er ekki tekist á við þau vandamál sem þarf að takast á við.

Því miður duga varnargarðarnir ekki til, þetta snýst ofsaveður sem mannkynið er ekki tilbúið að mæta, því það hefur bara verið hrópað úlfur úlfur, en ekkert gert.

Þetta snýst um sveiflur í veðurfari sem ógnar sjálfu lífríkinu og þar með fæðuframleiðslunni, þetta snýst um ofsahita sem ekki er búandi við, hamfararigningar sem valda áður óþekktum flóðum og svo framvegis.

En við leysum þetta ekki með því að kaupa okkur árabáta og fara að róa, þó það sé orkusparandi

Enn og aftur, hestöld eða heimur fyrir orku, er ekki svarið, hvert sem það svo annar er.

Takk fyrir spjallið Geir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2024 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband