Orðspor og Icesave

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, gefur kost á sér í embætti forseta Íslands og stefnir að því að reka virkt embætti sem veitir þinginu aðhald.

Bald­ur sagði að ef Alþingi myndi ganga fram af þjóðinni á ein­hvern hátt og virða ekki sam­fé­lags­sátt­mál­ann ætti for­seti Íslands að huga að því hvort vísa ætti mál­inu til þjóðar­inn­ar. Nefndi hann dæmi um það ef Alþingi gengi gegn tján­ing­ar­frels­inu eða grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um kvenna eða hinseg­in fólks.

Hefur þú heyrt annan betri?

Árið 2011 gátu Íslendingar lesið eftirfarandi frétt:

Alþjóðlegir stórfjárfestar reiða sig á mat fyrirtækjanna. Geti ríkið ekki endurfjármagnað sig á alþjóðlegum mörkuðum er fyrirséð að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft. Nei yrði alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Óvarlegt virðist að áætla að viðbrögð við neitun í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave eftir rúma viku verði góð þegar horft er til efnahagsumhverfis landsins og samskipta við önnur lönd. Raunar er það svo að lánshæfismatsfyrirtækið Moody?s hefur lýst því yfir að líkur séu á að lánshæfi Íslands verði lækkað í svokallaðan ruslflokk fari svo að nýjum samningi verði hafnað.

Svona talaði sérfræðingastéttin á ríkisspenanum og gerir raunar ennþá. Baldur er hluti af þeirri stétt og syngur samkvæmt fyrirmælum að ofan. Forsetaembættið mun ekkert breytast frá því sem nú er ef Baldur hlýtur það. Bara svo það sé á hreinu.

En það má þá alveg kjósa hann út af einhverju öðru en því að verða næsti ÓRG á Bessastöðum þótt slíkt sé hættuspil þegar þingið er að hegða sér eins og það gerir og óveðursskýin hrannast upp eins og annar frambjóðandi, Arnar Þór Jónsson, hefur bent á.


mbl.is Baldur býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Arnar Þór Jónsson, sýnist mér langbesti kosturinn sem við höfum nú. Hann er sá eini sem hugsanlega gengi í spor Ólafs Ragnars Grímssonar, en Ólafur er sannkölluð þjóðhetja vegna viðbragð hans við ICESAVE.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 20.3.2024 kl. 19:21

2 identicon

Það eru margir sem kæra sig ekki um að afstaða þeirra til Icesave árið 2008 sé rifjuð upp, allir þingmenn samfó og vg, Egill Helgason, Þórólfur Mattihasson í HÍ, Ómar Ragnarsson og Baldur Þórhallsson svo einhverjir séu nefndir.  Þeir eru miklu fleiri.  Sem betur fer voru til Íslendingar sem stóðu í lappirnar á ögurstund og komu í veg fyrir að heybrækurnar hefðu sitt fram.

Bjarni (IP-tala skráð) 20.3.2024 kl. 20:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir, takk fyrir að minna á þetta.

Munum líka að sigurinn í Icesave málinu vannst að lokum á grundvelli þess að EES-reglum hefði verið fylgt, en ekki farið á svig við þær eins og Bretland og Holland gerðu og vildu ekki aðeins knýja Ísland til að gera líka heldur gengu svo langt að afla stuðnings framkvæmdastjórnar ESB við að hvetja til brots gegn reglum sem ESB hafði sjálft sett sér og sínum.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2024 kl. 23:40

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Það var einmitt heila málið. Þetta var ekki tilraun til að forðast að "taka ábyrgð" eða neita að greiða "skuldir". Samt var talað um þetta sem einhverja lögfræðilega áhættu og háskabraut. Jú, auðvitað geta dómstólar valið að láta pólitíkina trompa lagatextann og bogna undan þrýstingi - það hefur sést áður - en menn hljóta að trúa því að lög gildi en ekki ólög.

Geir Ágústsson, 21.3.2024 kl. 07:12

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Netið gleymir engu. Sé vilji til að halda í fullveldið kemur enginn annar frambjóðandi til greina en Arnar Þór Jónsson. 

Ragnhildur Kolka, 21.3.2024 kl. 09:02

6 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já, gott að minna á þetta. Baldur hefur vonað að þetta væri gleymt.

En eins og Ragnhildur bendir á, netið gleymir engu.

Bara fyrsta setningin í ræðunni segir allt um hvað og hvernig

hann myndi haga sér..

"For­seti á að leggj­ast á ár­arn­ar með stjórn­völd­um og virða þing­ræðið" 

væri gleymt.

Semsagt samþykkja allt sem frá þingi kemur. Draumur alþingis að hafa þannig

forseta ekki satt.

Nei takk, ekki svona bessa á Bessastaði. Ef Íslendingar hafa áhuga að

fá forseta sem lætur verkin tala, þá er það Arnar Þór Jónsson.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.3.2024 kl. 10:15

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað mig snertir og Icesave liggur það fyrir úr skrifum mínum frá þeim tíma að ég var andvígur þeim samningum svo að því sé endurtekið. 

Ómar Ragnarsson, 21.3.2024 kl. 10:40

8 Smámynd: Birgir Loftsson

Bókun 35, hvaða frambjóðandi vill leggja málið í hendur þjóðarinnar? Sá sem vill gera það, fær mitt atkvæði.

Birgir Loftsson, 21.3.2024 kl. 18:05

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Og svo það sé ítrekað, þá er rangt að bendla nafna minn við þau ósköp og landráð sem ICEsave var.

En varðandi þessa fortíð Baldurs, hann er þannig sé ekki stór að vexti, því mjög meðfærilegur í vasa hagsmuna þess auðs sem ætlaði að þrönga ICEsave fjárkúguninni upp á þjóðina, vegna þess, vegna þess að þar með fékkst AGS gjaldeyrislánið, og þessi auður, sem hafði Baldur í vasanum, fékk þar með skiptimyntina; 1 fyrir einn, þenslukrónur á verðgildi evrunnar daginn fyrir Hrun.

Auðvita eru þetta landráð, auðvita er Baldur, ásamt mörgum öðrum dindlum Samfylkingarinnar, landráðamaður, en þjóðin sagði Nei, og hann slapp fyrir horn.

Á að erfa þessi landráð við Baldur??, hann hvort sem er leggur áherslu í kosningabaráttu sinni að tryggja mannréttindi jaðarhópa, ekki hins venjulega manns og lífsbaráttu hans, þannig séð ætti markhópur hans ekki að vera fórnarlamb ICEsave fjárkúgunar breta og Hollendinga, þar er spurn og efi.

En var þeirri spurn ekki svarað þegar Guðni forseti fjarlægði stuðning sinn við fjárkúgun breta af heimasíðu sinni, og fékk hjálp við að þurrka upp þau skrif sín á Netinu, þó það sé sagt að Netið gleymi engu, þá sýndi Guðni að ef fjármagn styður þig, þá má ýmislegt gera.

Gleymt og grafið þannig séð, en ef menn vilja grafa, þá eiga menn að grafa Baldur en ekki dauðasaklausa Ómara þessa heims.

Svo er Baldur ekkert forsetaefni, ekki frekar en Pétur Hafsteinn var á sínum tíma, Baldur er enginn Guðni, hann er engin Vigdís, og hvað vitsmuni og þekkingu varðar, þá er hann ekki einu sinni sporgöngumaður Ólafs Ragnars.

En hann er vel giftur, það má hann eiga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2024 kl. 18:39

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2024 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband