Innleiðum fasisma (formlega)

Fasismi sem hugmyndafræði er að nafninu til ekki eins vinsæl í dag og hún var á uppgangsárum Mussolini og Hitlers. Á þeim tíma var henni hrósað sem skilvirku stjórnarfari og varð innblástur fyrir ýmsa leiðtoga í lýðræðisríkjum. Þetta voru kreppuár en fasistaríkin létu það ekkert á sig fá og reistu hraðbrautir og vopnaverksmiðjur eins og enginn væri morgundagurinn.

Lýðræðið lítur vel út á blaði en er óskilvirkt og leiðir til þess að góðum lausnum er fórnað með málamiðlunum og langdreginni umræðu, og þegar ríkisvaldið er með alla anga úti í sérhverjum krók og kima samfélagsins þá veldur þetta miklum vandræðum. Betra væri að hafa sterkan leiðtoga sem keyrir góð mál í gegn. Þannig mætti leysa vandamál Íslendinga í hælisleitendamálum með einum fundi. Eins mætti mæta orkuskortinum með einföldum hætti. Engar skýrslur eða nefndir. Bara sterkur leiðtogi sem tekur af skarið.

Gagnrýni á fasisma er fjölbreytt en öll byggð á misskilningi. Henni má líkja við að börn á heimili gagnrýni foreldra sína fyrir að ákveða háttatíma og matartíma og segi börnum sínum að sinna heimanámi sínu og baða sig. Viljum við heimilishald þar sem börnin ráða öllu? Fasismi setur ábyrgðina í hendur foreldra og börnin njóta góðs af.

Á Vesturlöndum erum við mjög upptekin af málfrelsi og eignarrétti. Fasismi er í engri andstöðu við þessi réttindi. Það þarf vitaskuld að setja tjáningu skynsamleg takmörk en það gerum við nú þegar með allskyns lögum um þessa umræðu og hina, frá hatri til upplýsingaóreiðu. Eignarréttur er sömuleiðis bundinn mjög eðlilegum mörkum. Ekki viljum við að menn virki hvern læk og plægi hverja spildu. Fasismi einfaldar allt það aðhald sem við lítum á sem sjálfsagðan hlut í dag en dregur úr skrifræðinu og óskilvirkninni.

En leggur fasismi ekki meiri áherslu á velferð ríkisins á meðan lýðræðið leggur meiri áherslu á velferð einstaklingsins? Þessu er einfalt að svara: Lýðræði á pappír er annað en lýðræði í framkvæmd. Í framkvæmd er lýðræðið sammála fasismanum um mikilvægi ríkisins og hagsmuna þess, enda erum við öll ríkið. Þessum ruglingi mætti eyða með því að innleiða einfaldlega fasisma, opinskátt og að fullu leyti.

Það er kominn tími til að endurskoða fasisma sem raunverulegan valkost við lýðræðið eins og það er framkvæmt í dag, af stóru ríkisvaldi sem sinnir mörgum verkefnum. Skrif Mussolini og annarra samtímamanna hans sem boðuðu fasisma ríma mjög vel við stefnur ýmissa stefnumarkandi einstaklinga í dag. Sleppum orðagjálfrinu og ræðum hlutina eins og þeir eru. 

Eða eigum við að ræða valkostinn - frjálst markaðshagkerfi þar sem ríkisvaldið er lítið og hefur mjög fá og vel afmörkuð verkefni á sinni könnu? Ég er til í það auðvitað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mætti ekki skilgreina Kína sem fasistaríki?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.3.2024 kl. 22:34

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Upplýst einveldi væri vissulega kallað fasismi í dag

Grímur Kjartansson, 18.3.2024 kl. 06:57

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er enginn munur á Marxisma I og Marxisma II; og þeir sem bera það saman í dag hafa engan samanuburð haft síðan 1945.

Guðjón E. Hreinberg, 18.3.2024 kl. 07:47

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Gallinn við fasistma (einræði eins manns eða flokks) er að leiðtoga hlutverkið erfist oft. Þá veljast vitleysingar í stjórn ríkisins með erfðum. Lúðvík 16 Frakkakonungur var einn slíkra. Þetta gekk upp hjá Rómverjum að hafa öll völdin hjá einum manni, framan af. Öll stjórnarform hafa sína galla. Gallinn við lýðræðið er að það fremur harakiri á endanum. Frelsi minnihlutans verður helsi meirihlutans.

Birgir Loftsson, 18.3.2024 kl. 08:14

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Það er innbyggður galli í lýðræðisríkjaforminu og það fellur alltaf innan frá. Harðsnúin hópur tekur yfir, t.d. Jakobítar, fasistar eða kommúnistar. Veikleikinn er að með vera sértæk frelsi á kostnað almennt frelsi.

Birgir Loftsson, 18.3.2024 kl. 08:27

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú er ég auðvitað ekki að boða fasisma í alvörunni heldur ögra með því að líkja stjórnarfari lýðræðisríkja við fasisma vegna umfangs hins opinbera sem skiptir sér af öllu, stóru og smáu. Sjálfur vill ég takmarkaðra ríkisvald og grennra í vexti og fjárþörf þar sem eftirlit með lögum er í fyrsta sæti og að veita leyfi er í öðru sæti (allt leyfilegt sem er ekki bannað, frekar en að allt sé bannað nema búið sé að veita því leyfi).

En kaldhæðnin er auðvitað vandmeðfarin.

Geir Ágústsson, 18.3.2024 kl. 10:35

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og staðan er er þetta bara spurning um nafnabreytingu.  Kerfið er de facto fasískt.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.3.2024 kl. 15:22

8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mjög merkileg umræða, og meira vit í henni en mörgu á þinginu. Elítan leyfir þetta ekki, almenningur eru sauðir sem hlýða og því er þetta útilokað. Eins og ég hef skrifað og það er staðreynd:Fólki er fjarstýrt, frelsið ekkert.

Guðjón Hreinberg er stórgáfaður og kemst næst sannleikanum (þið eruð reyndar allir snillingar, en hann er í sérflokki), en hann hefur þann Akkilesarhæl að vera sannkristinn maður og því ekki hlutlaus. 

Því verð ég að mótmæla þeirri reginskyssu hans að enginn munur sé á fasisma kommúnisma og nazista. 

Þá spyr ég: Af hverju ofsækir Elítan rasista og hægrifasista en ekki vinstrifasista? Jú, munurinn er mikill á þessum stefnum.

Hitler var örskammt frá því að frelsa mannkynið undan meira en 10.000 ára áþján og enn er hann ofsóttur og fylgismenn hans fyrir það.

Svo nálægt er Pútín raunverulegu lýðræði að allir kerfiskarlarnir spilltu og kerfiskerlingarnar þurfa að fullyrða að hjá honum sé gervilýðræði.

Málið er, að hann er of lítið peð í heimi Elítunnar sem á 99%, þessvegna verður hann að beita sömu aðferðum og Elítan, nema Elítan fær ekki skammir, hún stjórnar.

Við lifum í kommúnískum heimi, en allsekki hægrifasistaheimi. 

Þetta er útlokað. Við getum ekki einu sinni innleitt milt form af hægrifasisma, það er bannað. Elítan stjórnar öllu.

Eins og margir pistlar Geirs er þessi fræðilegur fyrst og fremst, myndi aldrei virka í framkvæmd, því hann trúir á frelsi og lýðræði, ég trúi ekki lengur á slíkt í okkar heimshluta.

Jú, þetta gæti í raun virkað ef svona flokkar væru ekki kæfðir, en Elítan bannar þetta og Elítan ræður. Við erum einsog skordýr fyrir henni.

Þið sjáið hvernig almenningsálitinu er stjórnað í æ ríkara mæli. Þar er jafnaðarfasisminn, og svívirðan sem er ljótari en í fyrri einræðisríkjum eða kúgunarríkjum. Frjáls vilji, það hlýtur að vera fyrsta krafan, fyrstu mannréttindin - það er búið að taka frá flestum.

Ingólfur Sigurðsson, 18.3.2024 kl. 16:09

9 Smámynd: Skúli Jakobsson

Vald spillir.

Flestir halda að þeir geti notað vald til góðs - eins og Boromir í Hringadróttinssögu þegar hringurinn/valdið tældi hann.

Fáir standast freistinguna.

Skúli Jakobsson, 18.3.2024 kl. 17:48

10 Smámynd: Ómar Geirsson

He he Geir.

Góður.

Kveðja að austan.

PS. Við lifum ekki lýðræði í dag heldur auðræði, sem er bein afleiðing hins frjálsa markaðshagkerfis þar sem ríkisvaldið er í lágmarki.

Fífl stjórnmálanna verða ekki til að sjálfu sér, þau er mjög vel kostuð.

En það er önnur saga.

Ómar Geirsson, 19.3.2024 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband