Farvel, COVID-19!

Danir sögðu í dag bless við COVID-19 sem einhvers konar heimsfaraldur sem krefst skimana, sóttkvía og mismununar umfram aðra öndunarfærasjúkdóma. Ég skrifaði svolitla frétt fyrir Frettin.is um þetta, og sem íbúi í Danmörku fagna ég ákaft.

Ekki það að COVID-19 hafi tekið mikið rými í dönsku samfélagi undanfarna mánuði. Danir hættu að bjóða fólki undir fimmtugu sprautu í haust, svo dæmi sé tekið. Írskur maður sem ég vinn með, og er yfir fimmtugt, þurfti að leita sérstaklega til yfirvalda til að fá top up eins og hann orðaði það, og gætu rónar varla hafa orðað þörfina í næsta sopa betur.

Ég bendi einnig á í fréttinni að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er á svipuðum tíma, nánast upp á dag, að mæla með fleiri sprautum og grímum. Þar með hafa alþjóðastofnanir á framfæri hluthafa í lyfjafyrirtækjum endanlega klofnað frá áhættumati heilbrigðisyfirvalda í einstaka ríkjum.

Því höfum eitt á hreinu: SARS-CoV-2 veiran, sem veldur COVID-19, hefur stökkbreytt sér úr veiru sem réðist harkalega á eldra fólk í umhverfi lítillar þekkingar á meðhöndlun í almennt kvef og bætist þar með í flóru fjölda annarra kórónuveira sem hringsóla í samfélaginu, stökkbreyta sér og valda hori, stundum hita og kannski slappleika. Mögulega einhverju verra ef ónæmiskerfi viðkomandi er í klessu og má ekki við neinu. Dæmi: Barn sem er búið að loka inni í marga mánuði og spritta ítrekað og kann ekki á neina veiru.

Danir sögðu í dag bless (farvel) við veiru eftir að hafa að mestu sagt bless við sprautur. Þetta mjakast. 

En hluthafar lyfjafyrirtækja hljóta að hugsa sinn gang. Hver græðir á að selja C-vítamín og lýsi og mæla með því að fólk slappi af og drekki te? Ekki þeir. Hvað gera þeir núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Alþjóðaheilbrigðisglæpastofnunin er búin að boða röð faraldra næstu tíu árin eða svo, eins og ég fjallaði um í bloggi fyrr á árinu.

Hún lýsti yfir heimsfaraldri apabólu í vor sem var snarlega læknuð af netverjum með bóluefni sem samanstóð af háði og gríni, enda hefur lítið spurst til hennar síðan.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða "heimsfaraldri" verði næst hleypt af stokkunum.

Kristín Inga Þormar, 9.12.2022 kl. 09:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristín,

Það er spurningin, og einnig hver viðbrögð okkar vera. Nú á víst að endurskíra "monkeypox" og kalla "mpox". Í markaðsfræðum heitir þetta "re-branding" og lætur okkur líða eins og um nýja vöru að ræða, með öllum góðu eiginleikum hinnar gömlu en bara betri.

Um daginn var ég spurður hvort ég væri sprautaður. Ég sagði nei, ég væri jú ekki 75 ára gamall og í áhættuhópi. Þar með var þeirri umræðu lokið og næsta mál tekið fyrir. Kaldhæðni, háð og spott er kannski lykillinn að lokasigri, ekki vísindi og rannsóknir.

Geir Ágústsson, 9.12.2022 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband