Hjálp! Leiðbeiningarnar vantar!

Mér var bent á svolítið myndband á jútjúb og opnaði það. Ég sá strax að það væri áhugavert því jútjúb var búið að merkja það með stóru skilti og benda mér á hvar ég gæti fengið frekari upplýsingar. Lesist: Betri upplýsingar en þær sem myndbandið býður upp á.

russel_cencor

Sem duglegur þegn smelli ég auðvitað á tengilinn í viðvörunarfánanum, sem í mínu tilviki bendir á upplýsingasíðu danskra heilbrigðisyfirvalda

https://www.sst.dk/corona-eng

En bíddu nú við! Síðan finnst ekki!

Er búið að færa hana? Leggja hana niður? Ég veit það ekki. Ég er bara saklaus neytandi myndbanda á samfélagsmiðlum og óttast núna um öryggi mitt. Ég er kannski að gleypa einhvern heilaþvott. Það er kannski verið að fylla höfuð mitt af samsæriskenningum. Hjálp, einhver!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur ekki einhver frá sanleiksstofu ríkisins samband við þig og leiðréttir misskilninginn fyrir þig ?

Russel Brand sem ég hef ekki beint talið hægri mann hefur verið að benda á mjög áhugaverða punkta, eins og t.d. afhverju er Bill Gates orðinn stærsti landeigandi í bandaríkjunum ?


en kannski á þessi sanleiksstofa einhverja sakleysislega skýringu á því handa þér

emil (IP-tala skráð) 9.12.2022 kl. 10:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

emil,

Ég meina, þessir samfélagsmiðlar eru jú búnir að fullvissa mann um að þeir viti hver segir satt og hver ekki. Stór skilti, viðvörunarorð og meira að segja heilt "Climate Science Centre" hjá Facebook sem minnir á sig ef maður nefnir að það skiptist stundum á kulda- og hlýskeið á Jörðinni.

Svo ekki sé minnst á COVID-19 Information Centre sem segir manni að öll lyf nema mRNA-sprautur séu slæm gegn COVID-19.

Á maður að þurfa hugsa sjálfur núna? Það er alveg ótækt með öllu.

Geir Ágústsson, 9.12.2022 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband