Erum við að spila á fiðlu á meðan húsið brennur?

Fræg saga segir að rómverski keisarinn Neró hafi spilað á fiðlu á meðan Róm brann. Hvort sem það er sönn saga eða ekki þá er boðskapurinn sá að leiðtogi hafi verið að gera eitthvað annað en leiða fólk sitt á erfiðum tímum. Jafnvel skemmta sér.

Núna finnst mér eins og flestir leiðtogar séu að spila á fiðlu á meðan þegnar þeirra berjast við svimandi verðbólgu, orkuskort, yfirvofandi matarskort og versnandi lífskjör. Leiðtogarnir tala um útblástur og umhverfisvernd, viðskiptahindranir og hernaðaruppbyggingu. Og sumir eru ennþá að tala um veiru. Á meðan er venjulegt fólk að berjast í bökkum og þarf jafnvel að velja á milli þess að kaupa í matinn eða kaupa eldsneyti á bílinn til að komast í vinnuna.

Á meðan heimurinn sér fram á matarskort vegna skorts á austur-evrópsku korni eru sumir leiðtogar að herða að landbúnaði sínum. Bændur reyna að mótmæla með skrautlegum aðferðum en að hugsa sér að menn séu að tala um að draga úr matvælaframleiðslu á tímum hækkandi verðlags og yfirvofandi matarskorts!

Á meðan heimurinn glímir við orkuskort (af ýmsum ástæðum) halda sumir leiðtogar áfram að standa í vegi fyrir framkvæmdum í orkuframleiðslu. Að vísu eru einhverjir að ranka við sér og snúa til raunsærri áætlana en það er einfaldlega of lítið og of seint.

En ræðum við þetta? Nei. Við erum að ræða, af miklum eldmóði, tungutak, skilgreiningar fólks á sjálfu sér og hvernig það kemur öllum öðrum við og minniháttar breytingar á síbreytilegu loftslagi Jarðar. 

Við erum að spila á fiðlu á meðan húsið brennur, og það veit ekki á gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ráðamönnum að kenna ef fólkið vill frekar ala svín á korninu en fólk? Þú heimtar þitt kjöt þó kornið sem fer í að búa til kótelettuna nægði fjölskyldu í Afríku í nokkrar máltíðir. Og miðað við það að matvælaframleiðsla er töluvert meiri en þörfin þá er sóun meira vandamál en matvælaskortur. Á að setja kvóta á hversu mikið kjöt þú mátt kaupa? Sekta fyrir sóun?

Er það ráðamönnum að kenna ef fólkið hækkar verð á vörum með mikilli eftirspurn meðan framboð er takmarkað og minna en í eðlilegu árferði? 

Á meðan borgararnir skvetta bensíni á eldinn er ekki mikil synd þó ráðamenn spili á fiðlu. Breytt hegðun almennings mundi leysa flest þau vandamál sem þú nefnir. Ert þú að kalla eftir því að stjórnvöld breyti þinni hegðun?

Vagn (IP-tala skráð) 5.7.2022 kl. 10:36

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski nærtækari leið til að spara korn og hlífa regnskógum væri að hætta lögþvingaðri blöndun lífefnaeldsneytis í alvöru eldsneyti.

Geir Ágústsson, 5.7.2022 kl. 11:03

3 identicon

Plantan sem repjuolían í lífefnaeldsneytinu kemur úr er ekki korn og ekki ræktuð á regnskógasvæðum. Að hætta lögþvingaðri blöndun lífefnaeldsneytis í alvöru eldsneyti sparar ekki korn og hlífir ekki regnskógum.

Af manni sem segist vera á móti ríkisafskiptum ert þú ótrúlega duglegur að kalla eftir ríkisafskiptum og kvarta yfir að stjórnvöld séu ekki nægilega afskiptasöm.

Vagn (IP-tala skráð) 5.7.2022 kl. 12:42

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Var stjórnkerfið að basla við eldin en já ráðherra að basla við að halda æðsta valdinu í ró með því að nota fiðluna? 

Auðvitað trúum við veraldarsögunni, skáldsögunni.

Þetta er hugsað í skáldsöguna mína, en skáldsagan er oft sannari en lífið.

Nú er ég sammála ykkur báðum sem oft áður. 

Er einhver að reyna að eyðileggja framleiðsluna með vísvitandi skemmdarverkum, svo að við verðum matarlausir, orkulausir og helst alslausir?  

Er hugsanlegt að skipulagt sé að láta þjóðirnar borða matvæli sem eru með sem mest kvenhormón, til að rugla kynin? 

Þekkt er að bændur hafi lent í vandræði vegna þessa? 

Þetta kom upp í hugann, en ekki er skrifað mikið um þetta í dag, enda ráða stórframleiðendurnir öllum stærstu miðlunum. 

Alls ekki má trufla framleiðsluna, söluna. 

Auðvitað á framleiðslan að vera í forgangi, en við verðum að hugsa. 

Hvað er skynsamlegt, og varast að láta spila með okkur eins og með lífsloftið, að kalla það mengun, og láta ríkin greiða einhverskonar skatt, sennilega til að koma á alheimsstjórn. 

Svindl pestarlokanir, það að láta stórfyrirtæki setja heiminn á hvolf til að geta sprautað í okkur einhverri gena sprautu, fær elítan þessa gerð en úrkastið hina? 

Það getur ekki verið að einhverjir vilji fækka fólkinu um 90%. 

Við viljum engin stríð, engin vandræði , bara lausnir, einhver skrifaði að þetta væri líka leikrit, við sjáum aldrei yfirlits mynd aðeins einstaka hús. 

Þá sýndi hún að fréttin, myndbrotið var tekin úr tölvu stríðsleik og var reyndar mjög raunveruleg. 

Þegar Svíþjóð og Finnland verða komin í NATO, verður þá líka hægt að senda heri þeirra þúsundir kílómetra frá heimalandinu, svo að löndin geti ekki varið sig fyrir ofbeldis öflunum? 

Fólk deyr vegna lokana og vegna stríðsins. 

Þetta er hugsað í skáldsöguna mína, en skáldsagan er oft sannari en lífið.

Jónas Gunnlaugsson, 5.7.2022 kl. 12:52

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Eingöngu skapandi sál eins og þú kallar afnám lögþvingunar ríkisafskipti.

"In a recent report,Oxfamconcluded that the demand for biofuels has pushed millions of people to poverty through rising food prices. In 2008, when biofuels accounted for 3.5% of transport fuel in the EU,a study commissioned by the ECestimated that 70,000 km of land was needed to grow biofuel crops and close to half of that area was estimated to be located outside of Europe. If this amount of land had been used to produce wheat and maize instead, it could have fed 127 million people for an entire year."

https://www.greenpeace.org/usa/food-fuel-forests-and-climate-the-biofuels-conundrum/

Geir Ágústsson, 5.7.2022 kl. 13:14

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Mér var sagt af kunnugum aðila að hætt væri að blanda í eldsneytið hér á landi.

Vagn, það að búa til lífeldsneyti skapar meiri mengun þegar það er búið til og þegar það er notað, en að nota jarðeldsneyti. 

Minni orka kemur úr lífolíunni en jarðolíunni, 

Svo er margt fólk að eyða starfsgetunni í þetta.  

Lífolían fer ver með vélarnar. 

Ef flett var í leitarvélunum undanfarin ár þá komu 100 færslur sem voru jákvæðar lífolíunni, trúlega frá hagsmuna aðilum. 

Mér var sagt af kunnugum aðila að hætt væri að blanda í eldsneytið hér á landi.

Jónas Gunnlaugsson, 5.7.2022 kl. 13:17

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hygg að munurinn á núverandi ráðamönnum og Neró karlinum sé sá að það var ekki Neró sem kveikti í Róm.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.7.2022 kl. 16:54

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Jónas,

Ég fæ það á tilfinninguna að við séum á endimörkum vestrænnar menningar sem víkur fyrir einhverju öðru, "betra" segja kannski sumir en kannski einhverju miklu verra. En vonandi skjátlast mér alveg svakalega.

Geir Ágústsson, 5.7.2022 kl. 18:35

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Hann lét allt í ríki sínu grotna niður og forgangsraðaði eigin þörfum. Kveikti kannski ekki í en bjó til eldsmatinn. En auðvitað ómeðvitað, ólíkt okkar yfirherrum.

Geir Ágústsson, 5.7.2022 kl. 18:37

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í Hollandi er verið að vinna í að svelta fólkið.  Viljandi, sýnsit mér.  Neró fer að líta mjög vel út í samanburðinum.

Svo er þetta: https://media.gab.com/cdn-cgi/image/width=700,quality=100,fit=scale-down/system/media_attachments/files/110/414/305/original/ce2077e9bd8d37fd.png

Rasmussen spurði, og:

92% fólks hefur áhyggjur af eldsneytisverði, 

91% af verðbólgu,

89% af efnahagnum svona almennt.

Á meðan fjalla fjölmiðlar um:

64% loftslagsbreytingar og 60% um stríð í Úkraínu. 

Hluti sem koma fólki ekkert við í daglega lífinu.

Leiðtogarnir reyna að myrða alla í heiminum á meðan medían fjallar um eitthvað sem engu máli skiftir.

Siðmenningin á ekki langt eftir, miðað við þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.7.2022 kl. 19:27

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Einu sinni heimsótti ég mann í Brussel sem átti sand af seðlum en bjó í "venjulegu" hverfi með kaffihúsum og rusli á götunum þar sem dóttir hann átti "venjulega" vini. Hann talaði um ESB-liðið sem bjó allt öðru hverfi, víðsfjarri slíku umhverfi. Það bjó í sinni sápukúlu á ofurlaunum, skattfrjálst. Það er það fólk sem býr fyrir fyrirmælin fyrir okkur hin. 

Geir Ágústsson, 5.7.2022 kl. 20:23

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Og menn undra sig á því að það sé talað um þetta lið sem "eðlu-fólkið."  Þau hegða sér bókstaflega eins og þau séu ekki af jörðu komin.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.7.2022 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband