Samfélagið á samfélagsmiðlunum

Þegar ég sá fyrstu fregnir af skotárás í næsta nágrenni við mig þá fékk ég lítið út úr fréttum. Var þetta gengi manna sem voru að gera árás á menningarheim sem þeir telja ógeðfelldan? Var þetta maður af erlendu bergi brotinn með hríðskotabyssu? Var þetta sorgmæddur unglingur? 

Var þetta angi af alþjóðlegri og vel skipulagðri hreyfingu eða einn brjálæður einstaklingur? Var þetta fyrsta árásin af mörgum í framhaldinu í heilögu stríði gegn vestrænu samfélagi, eða einstakur viðburður?

Svarið fékk ég ekki í fréttunum enda var varla greint frá neinu þar. Svarið fékk ég í þræði á samfélagsmiðli þar sem fólk deildi myndskeiðum af vettvangi. Þegar ég sá þetta efni varð ég allur hinn rólegasti. Ekki var um að ræða innflutt vandamál. Þetta var einn maður að verki og búið að handtaka hann. Málið leyst. Svefninum borgið.

Mér finnst því furðulegt að lesa þetta:

Lög­regl­an var­ar fólk ein­dregið við því að deila mynd­bönd­um og mynd­um á sam­fé­lags­miðlum frá vett­vangi. Það gæti verið refsi­vert.

Refsivert já? Þá segi ég: Stundum er hið eina rétta í stöðunni að brjóta lögin. Hið opinbera á ekki að hafa neinn einkarétt á upplýsingum sem eiga erindi við almenning jafnvel þótt þær séu opnar fyrir túlkunum, réttum og röngum.


mbl.is Tók þrettán mínútur að handtaka manninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja, ef fólk er að dreifa upplýsingum sín á milli getur það náttúrlega dregið úr ótta vegna þess að óvissa er undirstaða ótta.

Fólk þarf að gefa skít í hvað kerfið segir.  Það er rotið inn að kjarna og verður ekki við bjargað.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.7.2022 kl. 16:57

2 identicon

Gott að forvitni þinni var svalað. Verra ef það kostar það að næsti byssumaður getur núna náð betri árangri og skipulagt sig miðað við upptökur af viðbrögðum lögreglu af samfélagsmiðlum.

Það hverfur ekkert af netinu þó menn eyði færslu þegar í hita leiksins óvart glittir í fordómana.

Vagn (IP-tala skráð) 4.7.2022 kl. 18:59

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Mínar taugar róuðust af upplýsingaóreiðunni sem fjölmiðlar staðfestu daginn eftir. Það var verðmætt. Af sömu ástæðu hef ég ekki óttast veiru lengi og jafnvel ekki fyrir hönd vina og vandamanna sem eru við síðri heilsu. Ótti minn við sprautur hefur að sama skapi reynst réttmætur, byggður á upplýsingaóreiðunni og smátt og smátt að koma upp á yfirborðið.

Geir Ágústsson, 4.7.2022 kl. 19:00

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég eyddi engu en faldi vissulega því ég hafði að yfirfært ástandið í Gautaborg yfir á Malmö, sem er ósanngjarnt, og Twitter var svo fljótur að segja frá því sem fór fram að það var óþarfi að spá og spekúlera. Sem betur fer hefur ástandið í Gautaborg ekki laumast yfir Eyrarsundið. Það ástand verður vissulega tilefni til skrifa síðar.

Geir Ágústsson, 4.7.2022 kl. 19:04

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eigum við ekki bara að vera glöð að fá upplýsingar án mengunar frá áliti fréttamannsins eða "haft eftir embættismanni"


Er að gamni að hlusta aftur á "The Promised Land" eftir Obama og var áðan að horfa á "Shock and Awe"

Fyrir 20 árum var fréttum stjórnað algjörlega og peningar stjórna ansi miklu enn

In the run-up to the 2003 invasion of Iraq, Knight Ridder DC Bureau reporters Jonathan Landay and Warren Strobel wrote a series of articles critical of purported intelligence suggesting links between Saddam Hussein, the obtainment of weapons of mass destruction, and Al-Qaeda, citing anonymous sources.

Landay and Strobel's stories ran counter to reports by The New York TimesThe Washington Post and other national publications, resulting in some newspapers within Knight-Ridder chain refusing to run the two reporter's stories. After the war and the discrediting of many initial news reports written and carried by others, Strobel and Landay received the Raymond Clapper Memorial Award from the Senate Press Gallery on February 5, 2004, for their coverage.[5]

The Huffington Post headlined the two as "the reporting team that got Iraq right".[6] The Columbia Journalism Review described the reporting as "unequaled by the Bigfoots working at higher-visibility outlets such as the New York Times, the Washington Post, the Wall Street Journal and the Los Angeles Times".[7]

Later after the war, their work was featured in Bill Moyers' PBS documentary "Buying The War"[8] and was dramatized in the 2017 film Shock and Awe.

Purchase by McClatchy[edit]

On March 13, 2006, The McClatchy Company announced its agreement to purchase Knight Ridder for a purchase price of $6.5 billion in cash, stock and debt.[9] The deal gave McClatchy 32 daily newspapers in 29 markets, with a total circulation of 3.3 million. However, for various reasons, McClatchy decided immediately to resell twelve of these papers.[10]

Grímur Kjartansson, 4.7.2022 kl. 20:12

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Þú ættir að venja þig á að lesa efni á mises.org og fá þar eins konar kristalkúlumynd af fréttum 10-20 árum seinna.

Lítið dæmi, frá 1998:

"Three months ago, the Clinton administration wanted to go to war against Iraq, and sent its minions out to explain why to the rubes in the hinterlands. The rubes fought back, and told those minions a thing or two. So alarmed was the secretary of state by this public defiance that she hastily arranged a peace."
https://mises.org/library/mises-and-liberty

Því miður tókst ekki að halda aftur af Bandaríkjunum að eilífu og þau héldu áfram að þjarma að Írak í mörg ár en þú sérð fyrir hvað hjarta Mises-manna sló og slær enn. Óþarfi að bíða í 10 ár þar til blaðamenn og almenningur ranka við sér úr rotinu. Veirutímar og Úkraína og hvaðeina dæmi í dag. 

Geir Ágústsson, 4.7.2022 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband