Kennið Rússum um! Allt!

Hvað gerir frekur krakki sem fær ekki að kaupa sleikjó í búðinni? Jú, kennir Rússum um! 

Þýsk stjórn­völd hafa gagn­rýnt harðlega ákvörðun rúss­neska orku­fyr­ir­tæk­is­ins Gazprom um að skerða af­hend­ingu á gasi, sem Þjóðverj­ar full­yrða að sé póli­tískt ákvörðun. 

Blame Russia

Kenndu Rússum um!

Þetta er fræg lína sem kemur fram á óteljandi svokölluðum memes. Meira að segja bilaður varahlutur er Rússlandi að kenna, eða í frásögn Associated Press:

Siemens Energy said a gas turbine that powers a compressor station on the pipeline had been in service for more than 10 years and had been taken to Montreal for a scheduled overhaul. But because of sanctions imposed by Canada, the company has been unable to return the equipment to the customer, Gazprom.

Blame RussiaFrásögn Reuters er af svipuðum meiði.

Þjóðverjum vantar gas því viðskiptahindranir gegn Rússlandi halda varahlut í gíslingu. Rússum að kenna! Og ég sem hélt að Rússar væru að nýta hátt orkuverð til að moka inn seðlum á olíu og gasi. Var það ekki áhyggjuefni á tímabili?

En gott og vel, það er gott fyrir sálina að einfalda heiminn og skipta honum upp í vondu kallana og góðu kallana. 

Á meðan er líka hægt að líta framhjá þjóðarmorðum í Kína, hernaði Saudi-Arabíu gegn Jemen (með notkun bandarískra stríðstóla) og spillingu í Úkraínu. Ekkert að gera þetta of flókið, takk!

Blame Russia

Blame RussiaVissulega gera Rússar margt af sér. Marga, slæma hluti. Þeir eru að valta yfir Úkraínu núna með sprengjum og skriðdrekum, hrekja fólk á flótta eða í gröfina, hirða land með valdi og brjóta á fullvalda ríki. Þetta er slæmt. Forseti Rússlands er líka með líf á samviskunni, að því marki sem hann hefur samvisku.

En að kenna Rússum um að varahlutur situr fastur í Kanada er kannski aðeins of langt gengið, eða hvað?


mbl.is Koma þýskum orkufyrirtækjum til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

En útflutningsbann á alla rússneska framleiðslu, upptaka gjaldeyrisforðans og þátttökubann á íþrótta-og listamenn í viðburðum utan Rússlands er ekki pólitísk? Tvískinnungurinn er hreinlega yfirþyrmandi. 

Ragnhildur Kolka, 5.7.2022 kl. 18:31

2 identicon

Var ekki Biden að kenna Rússum um allt sem illa fór í USA, þar með talið verðbólguna og orku og Bensínverð

Emil (IP-tala skráð) 5.7.2022 kl. 21:24

3 identicon

Skv. nýlegri Rasmussen könnun, þá trúa einungis 11% Bandaríkjamanna að axarsköft Biden stjórnarinnar séu Rússum að kenna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.7.2022 kl. 21:43

4 Smámynd: Arnar Loftsson

 Rússafóbían hefur verið lengi við lýði, því miður.

Vestrið setti viðskiptabann á Rússa og kom sér í efnahagskreppu.

Að kenna Rússum um eigin stefnu, er skrítið.

Boris ætlaði að fella Putin, allir þessir vestrænu leiðtogar gáfu það út að svelta Rússa efnahagslega og fá leiðtogaskipti í Rússlandi.

Það misheppnaðist, og þveröfugt er að gerast, Vestrænu leiðtogarnir með viðskiptabann sitt eru að falla hver á fætur öðrum. Ég spáði þessu í febrúar.

Arnar Loftsson, 6.7.2022 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband