Leggjum niður Seðlabanka Íslands

Íslenska ríkið á að koma sér út úr framleiðslu peninga og verðákvörðunum á lánsfé. Ríkið hætti að framleiða sement á sínum tíma. Hið sama á að gilda um peninga.

Nýlega skilaði nefnd af sér skýrslu þar sem mælt var með því að ríkisvaldið héldi áfram að standa í peningaframleiðslu. Af hverju? Jú, af því það þarf að varðveita svokallaðan fjármálastöðugleika. En þarf þá ekki líka að varðveita stöðugleika raftækjasölu, beikonframleiðslu og tölvuleikjaframleiðslu? Nei. Óstöðugleiki fjármálakerfisins er allskyns ríkisafskiptum að kenna. Með afnámi þeirra má auka stöðugleikann og koma á ástandi sem mætti e.t.v. kalla "sá á kvölina sem á völina" eða "frelsi og ábyrgð". Í dag heitir fyrirkomulagið að það megi hirða gróðann þegar vel gengur en senda reikninginn á skattgreiðendur þegar illa gengur, eða kaupmáttarrýrnunina til almennra launþega. 

Kæra ríkisvald, hættu að framleiða peninga.


mbl.is Stýrivextir áfram óbreyttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þessi peningamál, þetta peningabókhald, þarf að hugsa upp á nýtt.

Það að þykjast vera að lána verðmæti, gengur ekki lengur.

Þetta er aðeins bókhald, fyrir alla gerð í þjóðfélaginu.

Ef einn er ekki að vinna og að gera gagn, þá er rétt að bjóða honum vinnu, og það má búa til bókhald til þess.

Auðvitað þarf að borga það betur, sem engin vill gera.

Allir læri um málefnið, hver eftir sinni getu.

Til dæmis húsnæðið, heimilin, eiga ekki að vera spilaverkefni okkar víxlarana.

Jesú rak þá út úr Musterinu.

Þetta er mjög einfalt.

Stærstu bankar heimsins, hafa haft okkur að fífli yfir tíðina.

Færust menn landanna, leiti bestu lausna.

000

Niðurstöður fyrir bókhald Jónas Gunnlaugsson  164 bloggfærslur fundust

https://www.blog.is/forsida/leit/?query=b%F3khald+J%F3nas+Gunnlaugsson

000

Egilsstaðir, 19.06.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 19.6.2018 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband