Hér er áætlunin: Kosningar 2017

Stjórnarandstaðan er eitthvað ringluð. Hún man eftir einhverjum loforðum úr fjölmiðlaviðtölum frá því fyrr í sumar. Það mætti kalla þau kosningaloforð - loforð um kosningar. Um leið gerir hún sér grein fyrir því að það eru ekki einstaka þingmenn - jafnvel ekki einstaka ráðherrar - sem geta blásið þingið af. Ef ganga á gegn fyrirmælum stjórnarskrár þarf þingið í heild sinni að kjósa um það og samþykkja slíkt mál. Slíkt hefur ekki verið gert.

Skiljanlega er stjórnarandstaðan ringluð. Hún á við togstreitu að stríða. Nú sýna skoðanakannanir að hún gæti jafnvel náð meirihluta (þ.e. ef hún stendur saman). Það er samt að molna undan þeim meirihluta. Þetta veit stjórnarandstaðan. Hún rígheldur því í loforð einstaka þingmanna eins og þeir geti talað fyrir hönd alls Alþingis.

En gott og vel, segjum að loforð einstaka þingmanna eða ráðherra væru bindandi. Væri þá ekki ráðherraræði á Íslandi? Væri þá framkvæmdavaldið ekki búið að taka yfirhöndina af löggjafarvaldinu? Ekki minnist ég þess að neinn hafi beðið um það. Eða hvað? Eru menn að biðja um það?

Hún er ekki einföld, pólitíkin á Íslandi.

Í millitíðinni er áætlunin þessi: Kosningar í vor 2017.


mbl.is Ekkert samtal átt sér stað um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú bara svo að þingið hefur ekkert um málið að segja. Það er forsætisráðherra sem hefur vald til að rjúfa þing og boða til kosninga (þó síðasti forseti hafi talið sig hafa eitthvað um málið að segja einn forseta). Það sem meira er; forsætisráðherra er búinn að nýta þetta vald sitt og rjúfa þing. Kosningar 2017 eru því aðeins mögulegar að það þing sem verður kosið í haust verði rofið þá.

ls (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 09:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvenær rauf forsætisráðherra þingið? Sagði hann ekki að ákveðin mál þyrftu að fá brautargengi og að fyrst þá kæmi til greina að rjúfa þing áður en stjórnarskrá kveður á um það?

Og liggja undirskriftir forsætisráðherra og forseta fyrir?

http://www.visir.is/tvo-tharf-til-ad-rjufa-thing/article/2012120609480

Geir Ágústsson, 7.10.2016 kl. 09:44

3 identicon

20. september

Ólafur Ragnar er fysti forsetinn sem hefur talið sig hafa sjálfstæða heimild til að ákveða hvort hann skrifar undir eða ekki. Kristján Eldjárn taldi sig t.d. ekki hafa þessa heimild árið 1973, og almennt hafa forsetar ekki talið sig hafa það hlutverk að skipta sér af pólitíkinni.

ls (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 10:37

4 Smámynd: Geir Ágústsson

En þessi undirskrift er ekki til staðar né plaggið sem hún á heima á svo forsætisráðherra hefur ekki rofið eitt né neitt. Gott að halda því til haga. 

Geir Ágústsson, 7.10.2016 kl. 11:05

5 identicon

Þeir skrifuðu báðir undir 20. september og bréfið var lesið upp í þinginu. Punktur.

ls (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 11:11

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er víst rétt. Afsakið. 

Verst að enginn man lengur af hverju á að kjósa núna. Maður getur samt vonað það besta og að vinstristjórn verði haldið frá.

Geir Ágústsson, 7.10.2016 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband