Vinstrimenn sem segja eitt en gera annað

Nú er sagt frá því í fréttum að stjórnmálaflokkurinn Vinstri hreyfingin - grænt framboð hafi skilað rekstrarafgangi á seinasta ári. Athyglisvert er að lesa hvernig það tókst: Með lækkun kostnaðar, sölu eigna og aukinni ráðdeild í rekstri. Kemur fram að flokkurinn hafi skuldað mikið fé og hafi þess vegna ráðist í ýmsar aðgerðir.

Þetta er sami flokkur og boðar að til að fjármagna ýmis útgjöld ríkissjóðs þurfi bara að hækka skatta (eða komast í skattaskjólin sem er auðvitað bara draumsýn).

Ekki veit ég hvernig formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, rekur heimili sitt. Kannski kaupir hún allt sem hana langar í strax og raðar útgjöldunum á kreditkortin þar til þau segja stopp. Þá bregst hún hin versta við og heimtar auknar heimildir. Hún skal fá sinn sólskála, kavíar í hádeginu og nýjasta skófatnaðinn!

Eða sýnir hún ráðdeild, lætur tekjur duga fyrir útgjöldum og leggur jafnvel fyrir?

Það verður spennandi að sjá hvor Katrínin kemur upp úr kjörkössunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband