Sænska leiðin

Í frétt segir:

Að sögn Björg­vins eru borg­ara­leg rétt­indi grunn­ur­inn að siðmenntuðum sam­fé­lög­um. Það skipti máli að þau séu virt, ekki bara hjá sum­um held­ur hjá þeim sem þurfa mest á því að halda. Hann seg­ir þar að lög­regla hafi beint spjót­um sín­um að ungu fólki á tón­list­ar­hátíðum á und­an­förn­um árum sem hafi í för með sér þær af­leiðing­ar að hátíðargest­ir taki frek­ar sterk­ari efni í meira magni áður en þeir fari inn á svæðið, til að koma í veg fyr­ir að verða tekn­ir með efn­in.

Þetta minnir mig á sögu um nokkuð sem væri e.t.v. hægt að kalla sænsku leiðina og snýst um að geta orðið ölvaður í áhorfendastúku á íþróttaleikjum.

Í Svíþjóð er sennilega ekki leyfilegt að selja áfengi til áhorfenda frekar en á Íslandi. Ráð við þessu er að drekka fyrst vænan skammt af feitri mjólk eða rjóma. Fitan klæðir magann að innan. Þar næst er vodka eða öðru sterku áfengi sturtað í sig. Þegar á leikvöllinn er kominn er svo keypt gosdós og hún drukkin. Þá rofnar fitufilman í maganum og áfengið streymir í líkamann. Ölvun næst - tilganginum er náð!

Verði ykkur að góðu!


mbl.is „Varpar ljósi á vinnubrögð lögreglu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband