Skattahækkanir: Brandari?

Jón Gnarr er sagður "fulltrúi breytinga". Svo er þó ekki. Hans tíma í stól borgarstjóra verður minnst sem tíma hefðbundins vinstrimeirihluta, þar sem skattar og skuldir hækka, sem og aðrar álögur. Fé er fengið að láni og því dælt í allskyns sérverkefni t.d. í nafni atvinnusköpunar, jafnréttis og ungmenna. Eftir situr almenningur, skuldsettari en áður, og skattpíndari en áður.

Þetta er mín spá. Menn geta kallað hana neikvæða, bitra eða hvað sem er, en það breytir engu um að ef hún rætist (sem ég held að hún geri), þá getur fólk gert upp við sig hversu fyndnar skatta- og skuldahækkanir Jóns voru, og hvort þær geri Reykvíkinga betur eða verr í stakk búna til að takast á við erfiða tíma framundan. Og hvort einhvern "ferskleika" sé að finna í hinni hefðbundnu vinstrihagstjórn Jóns og Dags B. Eggertssonar. 


mbl.is „Gegnsæ spilling"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Hver ert þú að dæma aðra og vera ekki með lausnina sjálfur?

Segðu okkur lesendum nú minn kæri... ef ekki má hækka skatta þegar þjóðfélagið er að sökkva í skuldafen vegna spillingar hægri og miðjuaflanna og venga ótímabærra skattalækkana þeirra gangvart hinum ríku... Hvað á þá að gera?

Komdu nú með töfralausnina hvernig Ísland á að ná sér á strik á næstu 5 árum ef þú hefur efni á að nýða aðra niður sem eru að vinna í að koma landinu á koppinn aftur.

Baldur Sigurðarson, 8.9.2010 kl. 11:02

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Besta sparnaðarráðið Baldur er að losa sig við kauða.

Ómar Gíslason, 8.9.2010 kl. 11:06

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Baldur -ert þú ekki búinn að vera að dæma Hönnu Birnu og Sjálfstæðisflokkinn of það harkalega - að vísu án raka en það er nú bara eins og það er hjá þér.

Töfralausnir???   Ein er sú að ríkisstjórnin hætti að vinna á móti uppbyggingu -

önnur er sú að borgin fari eftir þeim áætlunum sem fyrri meirihluti ( sem skv. þér gerði ekkert ) var búinn að leggja fram og vann eftir - já og Samfylking og VG stóðu að þeirri áætlun líka.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.9.2010 kl. 12:02

4 identicon

Ómar - ef ég skil þig rétt, þá er lausnin á vandamálum Orkuveitunnar að losa sig við Jón Gnarr?   Er betra að Hanna Birna komist aftur til valda og að hún hækki taxta Orkuveitunnar -  verður þá allt gott aftur?

Baldvin Örn (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 12:06

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Eina framtíðarlausnin á slæmri fjárhagsstöðu er sú sem ömmur okkar og afar boða: Að eyða minna en maður aflar, og greiða niður skuldir.

Gildir þá einu

  • hvað forverar okkar eyddu af peningum
  • hvað forverar okkar eyddu í
  • hvað forverar okkar höfðu í tekjur
  • hvað forverar okkar söfnuðu af skuldum
  • hvað forverar okkar prentuðu af peningum

Húsráðið stendur eftir sem áður: Að eyða minna en aflað er, og greiða niður skuldir.

Að-kenna-öðrum-um er vitaskuld frábær aðferðafræði í kosningabaráttu, en hefur mjög takmarkað gildi þegar þarf að tækla vandamálin.

Geir Ágústsson, 8.9.2010 kl. 12:14

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Er engin á landinu sem getur stjórnað að viti?

Sigurður Haraldsson, 8.9.2010 kl. 12:49

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Geir mikið er ég sammála þér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.9.2010 kl. 13:13

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Geir - kíktu á þetta þótt það sé langt

Orkuveitan er að takast á við arf frá R-listanum - hér á eftir er samantekt - nokkuð löng en hvað um það-

Ef Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hefðu ekki stöðvað kaupin á grunnneti Símans, ,,ókeypis" tengingunum hjá Gagnaveitunni og Sumarbústaðabyggingarnar hjá Úlfljótsvatni væri staða fyrirtækisins væntanlega vonlaus. Orkuveitan var stofnuð 1999 af R-listanum Þá var Landsvirkjun tekin út úr fyrirtækinu og færð yfir í borgarsjóð til að fegra stöðu borgarjóðs Arðgreiðslurnar stórhækkaðar í 1.5 milljarð á ári. OR fékk í vöggugjöf frá R-listanum 4 milljarða skuldabréf til að fegra stöðu borgarsjóðs.  Eftir að Sjálfstæðiflokkurinn tók við OR einbeitti fyrirtækið sér að kjarnastarfsemi með sérstakri áherslu á umhverfismál. Það þýddi að OR dró sig út úr Hörverksmiðjurekstri, Risarækjueldi, ljósmyndabankarekstri osfrv. en einbeitti sér að umhverfisvænni orkuvinnslu. Farið var í samstarf við háskólana á veitusvæðinu til að stuðla að nýsköpun á þessu sviði og viðhalda þeirri þekkingu sem veitufyrirtækin hafa í umhverfisvænni orkuvinnslu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við þá var í gangi auglýsingaherferð. Ímyndarauglýsing fyrir OR.  m.a í þeim pakka var 3 mínútna auglýsing í sjónvarpi. Sjálfstæðismenn stöðvuðu þetta. Þegar R listinn fór frá var hann í samningaviðræðum  við Símann um kaup  á grunnneti Símans. Kaupverðið var áætlað yfir 20 milljarða. Sjálstæðismenn stöðvuðu það. Úlfljótsvatn -   Komið í veg fyrir fyrirætlanir R-listans um stórfellda uppbyggingu á sumarbústöðum þar sem OR átti að vera beinn þáttakandi. Áætlanir gerðu ráð fyrir 2-300 bústöðum í kringum allt vatnið. Taka átti svæði af Skátum til að nota undir þetta ævintýri. Sjálfstæðismenn hættu við þetta og sömdu við skátana að þeir hefðu landið til afnota og einnig starfsmannafélagið og MND fékk lóðir fyrir 4 bústaði.  Gagnaveitan átti að vera ,,fjórða“ veita OR. Þegar Lína.net fór á hausinn var þetta sett inn í OR og það átti að tengja inn í hverja íbúð hvort sem fólk ætlaði í viðskipti eða ekki.  Það sem Sjálfstæðismenn gerðu var að: •         Öll starfsemin var sett í sér félag og þannig aðgreind frá annarri starfsemi OR.  •         Hlutverki Gagnaveitunnar var breytt frá tímum Línu.net, frá því að vera í samkeppni við önnur félög á markaðnum yfir í það að vera einungis þjónustufyrirtæki.  Með þessu skapaðist ró um starfsemina, ef frá er talin einstöku pílur frá Símanum/Mílu. •         Fjármagn sem áður var lagt í markaðs- og sölustarfsemi, fór nú í það að styðja við viðskiptavini félagsins (Önnur fjarskiptafyrirtæki).  •         Fjárfestingaráætlun var breytt á tvennan hátt.  Annars vegar var hætt að leggja inn í íbúðir hjá öllum og í staðinn er einungis lagðar stofnlagnir að húsum.  Hins vegar var uppbyggingarplani breytt á þann veg að taka fyrst þau svæði, sem ódýrast var að leggja í og einnig þau svæði sem voru með stofnlagnir fyrir. T.d. var uppbyggingu í Grafarvogi frestað og uppbygging í Breiðholti flýtt vegna þessa svo dæmi sé tekið.  Áherslan var þannig að spara eins mikið og hægt væri og flýta fyrir tekjustreymi.  •         Sett var fagleg stjórn yfir fyrirtækið þar sem stjórnarformaðurinn er með margra ára reynslu af sambærilegum rekstri (ath í 100 daga meirhluta Dags B var stjórninni breytt aftur í pólitíska).  Mikið aðhald með mánaðarlegum fundum að jafnaði.  •    Gagnaveitan er nú farin að skila hagnaði eftir áralangan taprekstur.  Rekstrarhagnaður 2009 var 166 millj. (482 í EBITDA) Og fyrstu þrír mánuðir 2010 skila 44 milljóna rekstrarhagnaði (132 í EBITDA) Umhverfismál Vistavænir bílar 25. janúar 2010. Samstarf við háskólana Co2 verkefnið Samstarf á  milli OR, HS, HÍ og Norðuráls um rannsóknir á leiðum til að hefta útblástur til stjóriðju 

Rannsóknarleyfi vegna virkjana í Brennisteins- og Kerlingarfjöllum dregið til baka.

 

Fleira mætti tína til. Skoða ber t.d.  hvenær framkvæmdir voru ákveðnar með tilheyrandi útgjöldum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.9.2010 kl. 15:23

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ólafur,

Ég þakka fyrir athyglisverða lesningu.

Það hefur varla verið lítið þrekvirki að taka til eftir R-listann og örugglega erfitt að hreinlega vita hvar á að byrja. Ég man samt ekki eftir fráfarandi borgarstjórn aumka sér yfir því mikið. Þar var bara tekið til, hallarekstur stöðvaður og útsvarinu haldið óbreyttu. Og auðvitað á að gera það þannig. Stjórnmálamenn bjóða sig fram til að einmitt gera vont betra. En hvorki borgarstjórnin né ríkisstjórnin vinnur á þessum nótum. Þar er skipinu kafsiglt, og bent á fráfarandi meirihluta sem blóraböggla.

Svo af hverju voru þá viðkomandi stjórnmálamenn að bjóða sig fram? 

Geir Ágústsson, 8.9.2010 kl. 17:04

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þú hefur hræðilega rétt fyrir þér um núverandi valdhafa og lýsing þín á vinnubrögðum fyrri borgarstjórnar er rétt -

Niðurlæging okkar með núverandi borgarstjóra er algjör -

vonandi verður samt hægt að koma vitinu fyrir hann - jafnvel þótt hann sé að hætta að reykja og semji fjárhagsáætlanir í Múmíndalnum og í Kardimommubæ.

Spurning þín í lokin - ég hef hvorki svar við henni né lífsgátunni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.9.2010 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband