Óþekka nefnd

Þegar stjórnmálamenn vilja ekki virðast of ákveðnir í opinberu ljósi þá bregða þeir oft á það ráð að skipa nefnd til að komast að ákveðinni niðurstöðu, hjúpaða þykkri skýrslu sem er helst af öllu með mörgum töflum og línuritum.

Jón Bjarnason skipaði slíka nefnd sem átti að komast að þeirri niðurstöðu að það væri hægt að svipta útgerðina öllum nýtingarréttindum sínum og setja öll atvinnutæki hennar í mikla rekstrarlega óvissu án þess að gera hana gjaldþrota. 

Nefndin komst því miður ekki að þessari niðurstöðu. Skýrslu hennar verður því stungið ofan í skúffu.


mbl.is Skoðar alla kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sú leið sem stjórninni hugnaðist best var að smá murka lífiið úr greininni.

Það hlýtur því að valda henni vonbrigðum að leið skynsemi og samninga skuli vera sú leið sem haldið er fram í dag.

Það er ekki stefna stjórnarinnar að hafa samráð - þannig að þetta yrði algjört stílbrot. Enda er hugmyndin ekki frá þeim komin.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.9.2010 kl. 07:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Enda engin ástæða til að hafa of mikið samráð. Hefði samt virkað betur að geta hallað sér að þykkri skýrslu og segja "já sko sjáðu, sérfræðingarnir eru sammála pólitískri réttlætiskennd minni og þá hljóta allir að sjá ljósið".

En það gekk ekki. Þá taka hrá stjórnmál við "í samræmi við stefnu beggja flokka" eins og Jón Bjarnason reynir ekki lengur að fela. 

Geir Ágústsson, 8.9.2010 kl. 08:06

3 identicon

Skynsemi kemur þessari ríkisstjórn ekkert við. Það virðist vera aðalsmerki hennar að berja niður alla sem ekki vilja færa allt til ríkisins (og svo til Brussel).

Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 12:14

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tek undir með ykkur - OG jú Sigurður - það er fáránlegt þegar maður nota orðið skynsemi í tengslum við þessa stjórn -(jafnvel með öfugum formerkjum) það er engin tenging þar á milli -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.9.2010 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband