Ekki-útgerðarmenn tjá sig um útgerð

Á Íslandi og víðar er ekki þverfóta fyrir þeim sem stunda ekki ákveðinn rekstur en hafa engu að síður sterkar skoðanir á því hvernig eigi að stunda sama rekstur.

Dæmi: Ekki-útgerðarmenn sem vilja að fiskveiðiheimildir séu ákveðnar (í magni) og nýttar á einhvern annan hátt en þeir sem stunda útgerð vilja.

Dæmi: Ekki-fyrirtækjarekendur sem predika allskyns leiðir til að ákveða rekstrarskilyrði fyrirtækja sem þeir koma hvergi nálægt nema sem fulltrúar hins opinbera eða "þjóðarinnar".

Dæmi: Ekki-hlutabréfaeigendur sem telja sig vita allt um það hvernig á að "hámarka arðinn" af tekjuleiðum fyrirtækja sem þeir eiga ekki eitt hlutabréf í.

Stundum væri óskandi að þeir sem tala hæst, og nota t.d. orð eins og "andþjóðfélagslegt", reyni í augnablik að setja sig í spor þeirra sem eiga lífsviðurværi sitt undir stöðugum, samningsbundnum og framseljanlegum nýtingar- og/eða eignarrétti á einhverri auðlind, sem væri bæði verðlaus og ónýtt ef ekki kæmi til eitthvað framlag í bæði vinnu og fjárfestingum.
mbl.is Samningaleiðin í raun einkavæðing afnotaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega!

Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband