Fimmtudagur, 10. september 2015
Engar reglur, en mikil regla
Þegar flugfélög á Íslandi auglýsa flugsæti á tilboðsverði gilda engar reglur eða viðmiðanir um hversu mörg sæti þurfi að vera í boði á tilgreindu verði. Formaður Neytendasamtakanna segir það vera á ábyrgð neytenda að vera vakandi.
Er þetta frétt?
Auðvitað þurfa neytendur að vera vakandi. Sofandi neytendur eru neytendur sem borga mikið og fá lítið. Reglur svæfa neytendur. Nú gilda til dæmis hvergi fleiri reglur en um rekstur fjármálastofnana og neytendur ganga sennilega út frá því að þar með sé allt í lagi með rekstur þeirra. Bankarnir nýta svo tækifærið og rukka fyrir allt sem þeir geta á eins ógegnsæjan hátt og þeir komast upp með, og ekki veitir af því regluverkið kostar þá alveg ógrynni fjár.
Ákall margra eftir fleiri reglum er til merkis um algjört skilningsleysi á lögmálum markaðarins. Upplýsingafulltrú WOW air orðar þetta ágætlega: Þetta er svo síbreytilegt eftir áfangastöðum, árstíma, framboði og eftirspurn að ekki er hægt að skipta þessu í einhverja ákveðna prósentu.
Sömu orð gilda um allt frá verðlagi rjómaíss og svínakjöts til lopapeysa. Með því að stilla af framboð og eftirspurn í gegnum verðlagið er verið að koma takmörkuðum framleiðsluþáttum í hagkvæmasta farveginn. Ef stefnir í að rjómaís sé að verða uppseldur er upplagt að hækka verð á honum til að tryggja að þeim sem langar mest í ísinn fái hann á meðan þeir sem tíma ekki að borga meira geta fengið sér eitthvað annað. Hið hækkandi verðlag gefur um leið skilaboð til framleiðenda um að framleiða meira og svala þannig eftirspurninni miklu. Allir vinna til lengri tíma þótt sumir þurfi að sætta sig við gosdrykk tímabundið á meðan verðlagið er hátt og hin aukna framleiðsla er á leiðinni.
Regluverk ruglar neytendur, deyfir aðhald þeirra og fer strax út í verðlagið sem aukinn kostnaður við að stunda viðskipti. Ríkisvaldið nýtur hins vegar góðs af auknum umsvifum og getur haldið her eftirlitsmanna við vinnu og tryggt sér hollustu þeirra við ríkisvaldið, á kostnað allra annarra og sérstaklega hins frjálsa framtaks.
![]() |
Engar reglur um fjölda tilboðssæta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. september 2015
Fjármögnun gettóa tryggð
Sjaldan geta stjórnmálamenn hamið sig í að eyða og eyða og eyða þegar skattheimtan gengur vel. Núna á að spýta nokkrum milljörðum í að byggja gettó. Ríkisvaldið, með aðstoð sveitarstjórna, brýst inn á húsnæðismarkaðinn og ætlar sér stóra hluti. Í stað þess að lækka skatta, slaka á reglum og auka svigrúm - nokkuð sem myndi hleypa nýju lífi í húsnæðismarkaðinn og þá sérstaklega þegar kemur að ódýrara húsnæði - þá syndir ríkisvaldið í hina áttina: Heldur sköttum háum og reglugerðum óbreyttum og þröngvar sér í samkeppni við einkaaðila, á kostnað einkaaðila, og jafnvel til höfuðs einkaaðilum.
Kannski skilar þetta sér í einhverjum atkvæðum til einhverra stjórnmálamanna. Það eru einu rökin sem halda vatni. Stjórnmálamaðurinn hérna er að lofa lægri kostnaði vegna húsaleigu um leið og hann þenur alla skattheimtu í botn. Þetta er mótsögn en það gerir ekkert til, enda er markmiðið ekki að vera samkvæmur sjálfum sér á forsendum hagfræðinnar heldur að útvega atkvæði. Þetta var orðað svona á einum stað:
If, for instance, a publicized program of a government or a political party promises high prices to the producers and at the same time low prices to the consumers, the purpose of such an espousal of incompatible goals may be demagogic. Then the program, the publicized plan, is selfcontmadictory; but the plan of its authors who wanted to attain a definite end through the endorsement of incompatible aims and their public announcement, is free of any contradiction. (Human Action, bls. 104)
Ég vona að þessar gettó-áætlanir ríkisins verða blásnar af hið fyrsta.
![]() |
Búið að tryggja fjármagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. september 2015
Þegar málfrelsið dó á Íslandi?
Kannski gerðist það í vikunni að málfrelsið dó á Íslandi.
Lítil skopmynd í Morgunblaðinu leiddi til þess að teiknaranum hefur verið hótað og hann fær núna símtöl og þarf að standa í viðtölum til að verja verk sitt. Sumir hafa tekið hanskann upp fyrir hann en aðrir þegja eða hreinlega bölva honum.
Ég leyfi mér að endurbirta myndina hér með og lýsi þannig yfir stuðningi við málfrelsi teiknarans og blaðsins sem birti myndina. Um leið vil ég hrósa teiknaranum fyrir hugmyndaauðgi - ekki veitir af í samfélagi þar sem keppst er um að tilheyra hópnum sem hneysklast sem mest á sem flestu.
![]() |
Ekki hámark á fjölda flóttafólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. ágúst 2015
Góðverk á eigin reikning - vel gert!
Ég tek ofan af fyrir fólki sem gerir góðverk á eigin reikning. Lenskan er yfirleitt sú að heimta að aðrir gerir þau góðverk sem talin eru nauðsynleg að framkvæma, jafnvel með lögboði og þá yfirleitt á kostnað annarra. Gott er að sjá að þeir séu til sem telja að góðverk eigi að gera á eigin reikning.
Hvort viðkomandi hjálpi múslíma eða kristnum eða trúleysingja er svo aukaatriði.
Ég vona að margir flóttamenn komist í skjól frá stríðinu í Sýrlandi og hefji um leið baráttuna gegn ofbeldi hvers konar og þá sérstaklega þessu skipulega og trúarlega innrætta (eða undir trúarlegu yfirskyni).
Kristnir menn fóru ránshendi um Miðausturlönd á tímum krossfaranna í nafni kristinnar trúar. Múslímar útrýmdu öllum trúarbrögðum nema sínum eigin af Arabíuskaga á upphafsárum íslam. ISIS myrðir og rænir í nafni trúar. Allt þetta ofbeldi er framkvæmt vegna hvatningarorða greindra en harðsvíraðra manna sem lokka ráðvillta og rótlausa einstaklinga til liðs við sig og ýta út í ofbeldi. Vonandi taka flóttamenn þátt í að berjast gegn slíku.
(Auðvitað er til ofbeldi sem kemur trúarbrögðum ekkert við og er það engu skárra, og er því hér með haldið til haga.)
![]() |
Einstæð móðir býður húsaskjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. ágúst 2015
Bönnum, bönnum, bönnum!
Kynlífsþjónusta og eiturlyf eru fylgifiskur allra samfélaga frá upphafi. Fólk sem leitar í þennan hroðbjóð er sori mannkyns og við hin eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma því á bak við lás og slá. Hérna eru Bandaríkin fyrirmynd: Þar eru 25% af föngum heims (á meðan íbúar Bandaríkjanna eru 5% af mannkyninu). Þar eru óþjálfaðar löggur sendar þungbúnar vopnum inn í heimahús til að skjóta alla til dauða sem veita mótspyrnu og gera upptæk hvert gramm af öllu ólöglegu.
Aukinn straumur ferðamanna gæti hér orðið tekjulind fyrir ríkisvaldið. Erlendum föngum mætti halda gegn eins konar lausnargjaldi (ýmist sektir á þá fangelsuðu eða dýrar framsalsaðgerðir fyrir heimaland þeirra). Fangelsið á Hólmsheiði gæti skapað mikinn gjaldeyri og stærð þess mætti margfalda til að anna fangaflóðinu. Refsingar við öllu mætti herða: Á fíkniefni, vændi og fjárhættuspil, en einnig sóðaskap á götunum og óvarlegt tungutak.
Með því að banna má láta allt hið óæskilega, ósiðlega og hættulega hverfa, en á meðan fólk er að læra á hinar ströngu reglur er hægt að skófla seðlum inn í hirslur ríkisvaldsins og nota til að boða góð gildi og heilbrigðan lífsstíl. Því meira sem traðkað er á sjálfsákvörðunarrétti fullorðinna einstaklinga, því meira má græða. Öllum strönguðu boðum og bönnum frá öðrum löndum mætti rúlla inn í hið íslenska lagasafn. Möguleikarnir eru endalausir. Paradís er framundan!
Ekki nei?
![]() |
Ferðaþjónusta og vændi vaxa saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2015
Loftslagsbreytingar og hagvöxtur
Hvað gerist þegar þú bannar hagkvæmustu notkun auðlinda og gæða og þvingar notkun þeirra inn í eitthvað síður hagkvæmt?
Þá tapar þú verðmætum.
Hvað gerist þegar eigenda einhverra gæða er sagt að hann hafi ekki, þrátt fyrir allt, full yfirráð yfir eigum sínum?
Þá grefur þú undan eignaréttinum og hvetur til hegðunar sem leiðir til sóunar.
Nú er það auðvitað svo að hver sem er má ekki gera hvað sem er við hvað sem er sem bitnar á hverjum sem er. Eigi ég öxi þá takmarkast nýting mín á henni þar sem höfuðskel annars manns byrjar, svo ég taki dæmi. Hið sama ætti að gilda um sót: Ef ég dæli sóti yfir lóð nágranna míns með því að kveikja í taði í mínum garði og blása reyknum yfir lóðamörkin þá hef ég valdið skemmdum og á að greiða fyrir þær.
Það á samt að vera svo að ef ég tel mig hafa orðið fyrir eigna- eða heilsuspjöllum vegna aðgerða annarra þá á ég að geta sannað það, helst þannig að það standist lágmarkskröfur dómstóla til sönnunarbyrði. Það á ekki að vera nóg fyrir mig að mæta á ráðstefnu ár eftir ár og fullyrða. Það er hins vegar nákvæmlega það sem loftslagsbreytingaspámennirnir gera, því annars væru þeir búnir að höfða mál fyrir dómstólum og sanna mál sitt þar.
En það gera þeir ekki. Það er auðveldara að fullyrða en sanna. Og þar strandar umræðan um loftslagsbreytingar, ástæðu þeirra og afleiðingar á heilsu og eignir.
![]() |
Hagvöxtur og loftslagsaðgerðir ekki andstæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. ágúst 2015
Peningaprentvélar sem framleiðendur verðmæta?
Fyrir næstum því 100 árum var gefin út bók sem gaf þau skilaboð til stjórnmálamanna að þeir gætu framleitt velsæld og verðmæti með notkun peningaprentvélanna. Ekki væri lengur nauðsynlegt að leggja fyrir, spara og passa upp á kaupmátt peninganna. Nei, núna væri bara hægt að prenta peninga, lækka vexti og fá öll hjólin til að snúast í einu: Neytendur kaupa, fyrirtæki fjárfesta og allir ánægðir!
Sagan hefur vitaskuld margafsannað notagildi þessarar velferðaruppsprettu, en stjórnmálamenn ríghalda í goðsögnina. Ávinningurinn fyrir stjórnmálamanninn, og skjólstæðinga hans í bönkunum, er auðvitað augljós. Ríkisvaldið getur þanist út fyrir nýprentað lánsfé og veislan þarf aldrei að stoppa, a.m.k. ekki á þessu kjörtímabili.
Nú er risastór peningabóla búin að þenjast út um allan heim og loftið byrjað að leka úr henni. Verksmiðjur munu samt enn standa og þekking fólks enn varðveitast, en það er mikilvægt að loftið sé tekið úr bólunni eins hratt og hægt er svo raunveruleg verðmætasköpun geti á ný átt sér stað, í stað hagvaxtar og ímyndaðrar velsældast sem birtist í Excel-skjölum og á línuritum en eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.
![]() |
Furðu rólegir yfir hruninu í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. ágúst 2015
Ný orð í stað gamalla
Kári Stefánsson kvartar yfir útþynningu á hugtakinu "sósíalisti" um leið og hann býður upp á skilgreiningu sem miklu frekar á við orðið "krati" en nokkuð annað.
Ný orð koma iðulega í stað gamalla, og gömul orð eru oft heimfærð upp á eitthvað allt annað en þau stóðu upphaflega fyrir, og þannig er það. Í Bandaríkjunum er til dæmis talað um að vera "liberal" þegar viðkomandi er blússandi vinstrisinnaður, og hið gamla og góða 19. aldarhugtak "liberal" því búið að fá þveröfuga merkingu miðað við hinn upprunalega skilning á orðinu.
En hvað um það.
Í stað þess að tala um sósíalista má tala um kampavínssósíalista - ríka eða þokkalega efnaða einstaklinga sem hafa hagnast persónulega á því að nýta sér völd ríkisvaldsins til að skapa fyrirtæki sínu (eða öðrum samtökum sem viðkomandi tilheyrir) svigrúm eða liðka fyrir því með lagalegri mismunun. Kampavínssósíalistar tala oft um nauðsyn þess að hafa sterkt ríkisvald sem getur gert hvað sem því sýnist, gefið að það geri það sem viðkomandi kamapvínssósíalisti getur hagnast persónulega á. Verkalýðsforingjar eru margir hverjir kampavínssósíalistar, og meðlimir verkalýðsfélaga þeirra kokgleypa áróður þeirra og verða þannig fallbyssufóður þegar sumir nýta sér ríkisvaldið til að hagnast persónulega.
Kári Stefánsson er sennilega kampavínssósíalisti. Hann gæti hugleitt að nota þenna titil í næsta útvarpsviðtali.
![]() |
Sósíalisti útþynnt hugtak í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. ágúst 2015
Skuldir eru eitur í æðum komandi kynslóða
Það er gott að nú standi til að hreinsa upp í skuldasafni ríkissjóðs. Skuldir eru eitur í æðum komandi kynslóða.
Skuldirnar eru samt ekki eina tiltektin sem þarf að fara í. Ríkisreksturinn í heild sinni þarf grófa uppstokkun. Ríkisvaldið á að koma sér út úr hvers konar rekstri og ætti augljóslega að byrja á mennta- og heilbrigðiskerfinu. Af hverju þarf ríkið að vasast í rekstri spítala en ekki rekstri tannlæknastofa? Af hverju þarf ríkið að selja heilbrigðiþjónustu en ekki gleraugu og linsur? Ríkisreksturinn flækist fyrir, hægir á framþróun, er svifaseinn og bregst seint við nýjungum, heldur starfsmönnum í gíslingu kjarasamninga og yfirvöld banna hreinlega samkeppni við sig víða (beint eða óbeint), sem er svo rómuð á mörgum öðrum sviðum og talin nauðsynleg fyrir allt og alla (t.d. þegar kemur að sölu skófatnaðar og tannbursta).
En það er gott að nú eigi að takast á við skuldirnar, 7 árum eftir hrunið 2008.
![]() |
Afgangur og skuldahreinsun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. ágúst 2015
Geðveiki: Að gera það sama aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu
Albert Einstein skilgreindi einu sinni geðveiki á eftirfarandi hátt:
"Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results."
Eru þeir sem eru ábyrgir fyrir peningaútgáfu á Íslandi haldnir einhvers konar geðveiki?
Enn og aftur reyna yfirvöld að verðleggja íslensku krónuna þannig að hin ýmsu mótsagnarkenndu markmið Seðlabanka Íslands uppfyllist. Vandamálið er bara að það er ekki hægt. Ég tek dæmi.
Segjum að beljur á Norðurlandi byrji skyndilega að mjólka eins og vindurinn, en að spenar belja á Suðurlandi nánast þorni upp. Hvernig á að verðleggja mjólk þannig að allir kúabændur haldi búum sínum? Á að ákvarða einhvers konar meðalverð þannig að kúabændur á Norðurlandi komi mjólk sinni ekki út (mikið framboð hjá þeim en eftirspurn eins og á meðalári)? Á að verðleggja mjólkina lágt þannig að kúabændur á Suðurlandi fari á hausinn en þeir fyrir norðan selja allt? Á að verðleggja hana hátt þannig að þeir fyrir sunnan haldist á floti en þeir fyrir norðan sitji upp með allan sinn lager?
Yfirvöld myndu hérna leggjast yfir pappírana og komast að einhverri niðurstöðu þannig að allir tóri en enginn verður ánægður. Búið er að ákveða verðið. Mjólkurstefnunefnd komast að hinni einu réttu niðurstöðu.
Yfirvöld ættu að sýna sóma sinn í að koma hinu íslenska ríki út úr peningaframleiðslu og verðstýringu á peningum á Íslandi. Markaðurinn getur alveg framleitt peninga og markaðurinn getur ákveðið verð á peningum. Ríkisvaldið hefur einfaldlega ekkert erindi á þennan markað, og hvað þá erindi sem erfiði.
![]() |
Stýrivextir hækka í 5,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |