Peningaprentvélar sem framleiðendur verðmæta?

Fyrir næstum því 100 árum var gefin út bók sem gaf þau skilaboð til stjórnmálamanna að þeir gætu framleitt velsæld og verðmæti með notkun peningaprentvélanna. Ekki væri lengur nauðsynlegt að leggja fyrir, spara og passa upp á kaupmátt peninganna. Nei, núna væri bara hægt að prenta peninga, lækka vexti og fá öll hjólin til að snúast í einu: Neytendur kaupa, fyrirtæki fjárfesta og allir ánægðir!

Sagan hefur vitaskuld margafsannað notagildi þessarar velferðaruppsprettu, en stjórnmálamenn ríghalda í goðsögnina. Ávinningurinn fyrir stjórnmálamanninn, og skjólstæðinga hans í bönkunum, er auðvitað augljós. Ríkisvaldið getur þanist út fyrir nýprentað lánsfé og veislan þarf aldrei að stoppa, a.m.k. ekki á þessu kjörtímabili.

Nú er risastór peningabóla búin að þenjast út um allan heim og loftið byrjað að leka úr henni. Verksmiðjur munu samt enn standa og þekking fólks enn varðveitast, en það er mikilvægt að loftið sé tekið úr bólunni eins hratt og hægt er svo raunveruleg verðmætasköpun geti á ný átt sér stað, í stað hagvaxtar og ímyndaðrar velsældast sem birtist í Excel-skjölum og á línuritum en eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. 


mbl.is Furðu rólegir yfir hruninu í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband