Loftslagsbreytingar og hagvöxtur

Hvað gerist þegar þú bannar hagkvæmustu notkun auðlinda og gæða og þvingar notkun þeirra inn í eitthvað síður hagkvæmt?

Þá tapar þú verðmætum.

Hvað gerist þegar eigenda einhverra gæða er sagt að hann hafi ekki, þrátt fyrir allt, full yfirráð yfir eigum sínum?

Þá grefur þú undan eignaréttinum og hvetur til hegðunar sem leiðir til sóunar.

Nú er það auðvitað svo að hver sem er má ekki gera hvað sem er við hvað sem er sem bitnar á hverjum sem er. Eigi ég öxi þá takmarkast nýting mín á henni þar sem höfuðskel annars manns byrjar, svo ég taki dæmi. Hið sama ætti að gilda um sót: Ef ég dæli sóti yfir lóð nágranna míns með því að kveikja í taði í mínum garði og blása reyknum yfir lóðamörkin þá hef ég valdið skemmdum og á að greiða fyrir þær.

Það á samt að vera svo að ef ég tel mig hafa orðið fyrir eigna- eða heilsuspjöllum vegna aðgerða annarra þá á ég að geta sannað það, helst þannig að það standist lágmarkskröfur dómstóla til sönnunarbyrði. Það á ekki að vera nóg fyrir mig að mæta á ráðstefnu ár eftir ár og fullyrða. Það er hins vegar nákvæmlega það sem loftslagsbreytingaspámennirnir gera, því annars væru þeir búnir að höfða mál fyrir dómstólum og sanna mál sitt þar.

En það gera þeir ekki. Það er auðveldara að fullyrða en sanna. Og þar strandar umræðan um loftslagsbreytingar, ástæðu þeirra og afleiðingar á heilsu og eignir. 


mbl.is Hagvöxtur og loftslagsaðgerðir ekki andstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband