Geðveiki: Að gera það sama aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu

Albert Einstein skilgreindi einu sinni geðveiki á eftirfarandi hátt:

"Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results."

Eru þeir sem eru ábyrgir fyrir peningaútgáfu á Íslandi haldnir einhvers konar geðveiki?

Enn og aftur reyna yfirvöld að verðleggja íslensku krónuna þannig að hin ýmsu mótsagnarkenndu markmið Seðlabanka Íslands uppfyllist. Vandamálið er bara að það er ekki hægt. Ég tek dæmi. 

Segjum að beljur á Norðurlandi byrji skyndilega að mjólka eins og vindurinn, en að spenar belja á Suðurlandi nánast þorni upp. Hvernig á að verðleggja mjólk þannig að allir kúabændur haldi búum sínum? Á að ákvarða einhvers konar meðalverð þannig að kúabændur á Norðurlandi komi mjólk sinni ekki út (mikið framboð hjá þeim en eftirspurn eins og á meðalári)? Á að verðleggja mjólkina lágt þannig að kúabændur á Suðurlandi fari á hausinn en þeir fyrir norðan selja allt? Á að verðleggja hana hátt þannig að þeir fyrir sunnan haldist á floti en þeir fyrir norðan sitji upp með allan sinn lager?

Yfirvöld myndu hérna leggjast yfir pappírana og komast að einhverri niðurstöðu þannig að allir tóri en enginn verður ánægður. Búið er að ákveða verðið. Mjólkurstefnunefnd komast að hinni einu réttu niðurstöðu. 

Yfirvöld ættu að sýna sóma sinn í að koma hinu íslenska ríki út úr peningaframleiðslu og verðstýringu á peningum á Íslandi. Markaðurinn getur alveg framleitt peninga og markaðurinn getur ákveðið verð á peningum. Ríkisvaldið hefur einfaldlega ekkert erindi á þennan markað, og hvað þá erindi sem erfiði.


mbl.is Stýrivextir hækka í 5,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband