Frábær hugmynd!

Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hefur farið þess á leit við borgaryfirvöld að skólinn fái að taka inn nemendur ári fyrr, þ.e. eftir að þeir hafa lokið 9. bekk, og síðan taki við þriggja ára framhaldsskólanám. 

Þetta er frábær hugmynd!

Það hefur vonandi runnið upp fyrir flestum foreldrum grunnskólabarna nú og fyrr að grunnskólinn er fyrst og fremst geymslupláss fyrir eirðarlaus ungmenni. Þar er þeim kennd allskonar þvæla sem nýtist engum þegar út í lífið er komið og er aðallega gert til að halda krökkum uppteknum. Ýmis konar kjaftafög spila hér stórt hlutverk - fög þar sem krakkar geta bara setið og blaðrað út frá einhverju léttmeti svo tíminn líði. Á meðan eru þau ekki heima að plaga foreldra sína eða úti að gera eitthvað af sér.

Vissulega lærist margt í grunnskóla með því einu að vera þar. Krakkar læra að fóta sig í hinum ýmsa félagsskap, komast að því hvernig á að velja vini og oftar en ekki læra að tækla stríðni og útskúfun. Þau læra að vakna á morgnana og halda líkama sínum gangandi á fábreyttu fæði - oft sykurmettuðu sjoppufæði. Sum læra að reykja og drekka en önnur að iðka íþróttir og stunda félagslífið. Margt lærist óháð því hvað er matreitt ofan í þau í kennslustofunum.

Síðan eru til þeir krakkar sem þurfa ekki geymslupláss og vilja fara læra eitthvað. Að komast fyrr í framhaldsskóla gæti hér hjálpað mikið. Að velja sinn eigin skóla og stunda hann er stórt stökk fyrir grunnskólakrakka í skyldunámi og veitir ábyrgðartilfinningu og stuðlar að andlegum þroska. 

Hugmynd rektors MR er góð og henni ætti að taka án frekari málalenginga. 


mbl.is MR vill fá 10. bekkingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir vilja hafa nemendur í 4 ár. Þetta er svo þeir þurfi ekki að breyta kerfinu hjá sér og nái að haldast við gamla 4 ára verkefnið.

Elísa K. T. Elísdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2015 kl. 13:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Enda tekur sinn tíma að kenna um sögu og menningu Grikkja og Rómverja, allt um pí, íslenskar bókmenntir og fleira gott sem ég lærði í MR. Ekki allt beintengt minni endanlegu menntun en bæði fræðandi og upplýsandi. Vonandi stendur MR sem fastast á sínu og sinni löngu, löngu hefð. 

Geir Ágústsson, 18.8.2015 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband