Skuldir eru eitur í æðum komandi kynslóða

Það er gott að nú standi til að hreinsa upp í skuldasafni ríkissjóðs. Skuldir eru eitur í æðum komandi kynslóða.

Skuldirnar eru samt ekki eina tiltektin sem þarf að fara í. Ríkisreksturinn í heild sinni þarf grófa uppstokkun. Ríkisvaldið á að koma sér út úr hvers konar rekstri og ætti augljóslega að byrja á mennta- og heilbrigðiskerfinu. Af hverju þarf ríkið að vasast í rekstri spítala en ekki rekstri tannlæknastofa? Af hverju þarf ríkið að selja heilbrigðiþjónustu en ekki gleraugu og linsur? Ríkisreksturinn flækist fyrir, hægir á framþróun, er svifaseinn og bregst seint við nýjungum, heldur starfsmönnum í gíslingu kjarasamninga og yfirvöld banna hreinlega samkeppni við sig víða (beint eða óbeint), sem er svo rómuð á mörgum öðrum sviðum og talin nauðsynleg fyrir allt og alla (t.d. þegar kemur að sölu skófatnaðar og tannbursta).

En það er gott að nú eigi að takast á við skuldirnar, 7 árum eftir hrunið 2008. 


mbl.is Afgangur og skuldahreinsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband