Fjármögnun gettóa tryggð

Sjaldan geta stjórnmálamenn hamið sig í að eyða og eyða og eyða þegar skattheimtan gengur vel. Núna á að spýta nokkrum milljörðum í að byggja gettó. Ríkisvaldið, með aðstoð sveitarstjórna, brýst inn á húsnæðismarkaðinn og ætlar sér stóra hluti. Í stað þess að lækka skatta, slaka á reglum og auka svigrúm - nokkuð sem myndi hleypa nýju lífi í húsnæðismarkaðinn og þá sérstaklega þegar kemur að ódýrara húsnæði - þá syndir ríkisvaldið í hina áttina: Heldur sköttum háum og reglugerðum óbreyttum og þröngvar sér í samkeppni við einkaaðila, á kostnað einkaaðila, og jafnvel til höfuðs einkaaðilum.

Kannski skilar þetta sér í einhverjum atkvæðum til einhverra stjórnmálamanna. Það eru einu rökin sem halda vatni. Stjórnmálamaðurinn hérna er að lofa lægri kostnaði vegna húsaleigu um leið og hann þenur alla skattheimtu í botn. Þetta er mótsögn en það gerir ekkert til, enda er markmiðið ekki að vera samkvæmur sjálfum sér á forsendum hagfræðinnar heldur að útvega atkvæði. Þetta var orðað svona á einum stað:

If, for instance, a publicized program of a government or  a   political party promises high prices to the producers and at the same time low prices to the consumers, the purpose of such an espousal of incompatible goals may be demagogic. Then the program, the publicized plan, is selfcontmadictory;  but the plan of its authors who wanted to attain a definite end through the endorsement of incompatible aims and their public announcement, is free  of  any contradiction. (Human Action, bls. 104)

Ég vona að þessar gettó-áætlanir ríkisins verða blásnar af hið fyrsta. 


mbl.is Búið að tryggja fjármagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vona að einhver geti útskýrt hvernig talan 2.300 var fengin.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2015 kl. 09:08

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ætli talan 2300 sé ekki tilkomin með væntanlegan flóttamannafjölda í huga? Það er ekki gott að segja, en það er undarlegt ef ríkið og sveitafélögin hafa svona skyndilega fjármagn á reiðum höndum. Það hefur ekki verið að heyra á opinberum talsmönnum fram að þessu. Algerlega sammála síðuhafa. Þetta er öheillaspor hjá yfirvöldum.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.9.2015 kl. 11:27

3 identicon

Áhugaverð hugleiðing. En hvað um að styrkja samfélagslegu hliðina á þessu máli? Af hverju að liðka til fyrir samkeppni einkaaðila? 

Ef að einkaaðilar hafa ekki tök eða áhuga á að lækka leiguverð er það þá ekki ríkisins að bregðast við því, samfélagslega séð? Það get ég ekki séð sem samkeppni á húsnæðismarkaði ef einkaðailar sinna ekki eftirspurninni en Ríkið geri það.

Það snýst ekki allt um að hámarka hagnað. Húsaleigumarkaðurinn á að mínu mati að vera þjónustuiðnaður en ekki fjárfestingaleið. Ég tel þetta snúast um að jafna kjör fólks og með tilliti til hlutfalls tekna og leiguverðs þá er þetta heldur betur skref í rétta átt.

Haukur (IP-tala skráð) 7.9.2015 kl. 14:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

"Kostnaður við að byggja íbúð til útleigu er meiri og væntar tekjur minni en svo að byggingarframkvæmdir séu aðlaðandi fyrir fjárfesta."

http://www.vb.is/skodun/12033

Tilgangur ríkisins virdist thvi midur oft vera sá ad tapa peningum skattgreidenda til ad dekstra vid almenningsalit stjornmalamanna, en mer finnst thad otharfi.

Geir Ágústsson, 7.9.2015 kl. 16:31

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Ef að einkaaðilar hafa ekki tök eða áhuga á að lækka leiguverð..."

Það er engan vegin næg samkeppni á þessum markaði til þess að þvinga fram einhverjar lækkanir.  Ríkið hefur séð til þess, ansi kyrfilega.  Samfélagslega séð, sko.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.9.2015 kl. 16:38

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Hjartanlega sammála!

Tökum dæmi: Á Íslandi er auðvelt að opna sjoppu. Til þess þarf svolítið fjármagn og svolítinn vilja og nokkur rekstrarleyfi. Kannski þarf að borga MAST og öðrum slíkum til að koma í heimsókn og framkvæma annars konar eftirlit en viðskiptavinirnir, kannski ekki. En nóg er af sjoppunum sem er til merkis um að aðgangur að sjoppumarkaði er nokkuð greiður.

Nú ákveður ríkisvaldið að til að fá að reka sjoppu þurfi að leggja marmara á öllu gólf, og allir starfsmenn þurfi að hafa háskólagráðu í matvælafræði. Nokkuð víst er að 99% allra sjoppa gufar upp á innan við mánuði. Þær sem eftir eru þurfa að snarhækka allt verð til að halda lífi. Bara þeir rikustu geta fengið sér pulsu og kók. Þessi sjoppumarkaður er hinn íslenski húsnæðismarkaður, sem gerir byggingu á ódýru og hagstæðu húsnæði beinlínis ólöglegan með reglugerðarfrumskógi og rándýrum kröfum. Ég á íbúð í Kaupmannahöfn sem þjónaði mér vel í nokkur ár - hún er sennilega ólögleg á íslenskan mælikvarða, og skorti mig samt ekkert. 

Skv. Viðskiptablaðinu býður hið meinta himinháa leiguverð í Reykjavík ekki upp á neina sérstaka ávöxtun, og jafnvel verri en kaup á ríkisskuldabréfum. Fjármagn leitar því eðlilega í aðra farvegi. 

Ætlar ríkisvaldið að skuldsetja skattgreiðendur til að tapa fé á markaði sem það sjálft hefur gert óþarflega dýran? Kaldhæðnin er vonandi augljós. 

Geir Ágústsson, 7.9.2015 kl. 17:11

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Athugasemd þín Geir, hér að ofan tekur vel á því vandamáli sem síaukin afskipti og reglugerðir um allan fjandan, auka kostnað við byggingu húsnæðis. Vissulega þurfa að vera einhverjir lágmarks gæða og öryggisstuðlar til staðar, þegar húsnæði er byggt. Að húsnæði þurfi nánast að vera sprengjuhelt, þola hundrað stga frost og þola jarðskjálfta upp á tíu á Richter, er hins vegar alger fjarstæða og keyrir upp allan kostnað. Ef reikna skal leiguverð á nýbyggðu húsnæði, þannig að fáist einungis u.þ.b. þrjú prósent ávöxtun, þarf leiguverð á hvern fermetra í íbúðarhúsnæði sennilega að vera einhversstaðar milli tvöþúsund og fimm hundruð og þrjúþúsund krónur á fermetra. Fjárfestingin myndi með öðrum orðum ekki skila sér til baka fyrr en eftir þrjátíu og fjögur ár! Engin fyrirtæki né einstaklingar leggja út í framkvæmdir, fyrir svo lága ávöxtun. Góð fjárfesting var eitt sinn talin vera  tíu prósent og fjárfestar sættu sig við tímaramman tíu ár, til að ná fjárfestingunni til baka. Að þeim tíma liðnum, sættu menn sig við að náinn hagnaðinum. Í dag er þetta öðruvísi farið, því hlutabréfamarkaðir og verðbréfadellan er orðin að Las Vegas. Stjórnvöld ættu ef til vill að huga aðeins að því að gera einstaklingum og fyrirtækjum léttara að byggja húsnæði, en ekki vasast í því sjálf með óheyrilegum kostnaði og auknum skattaælögum, sem því fylgdi.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.9.2015 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband