Mánudagur, 19. mars 2018
Af hverju þarf að leggja til?
Þegar verslunar- og þjónustufyrirtæki auglýsa eftir starfsfólki í hlutastörf á yfirvinnutíma berst fjöldi umsókna. Illa gengur hins vegar að manna fullar stöður á hefðbundnum dagvinnutíma.
Hvað gera fyrirtæki þá?
Af hverju þurfa einhver samtök að leggja til að einhverju sé breytt? Af hverju aðlagast fyrirtækin ekki bara að breytilegum aðstæðum og gera það strax?
Mega fyrirtæki ekki breyta launatöxtum eða öðrum vinnutengdum atriðum?
Þarf allt að fara í gegnum samninganefndir sem hittast á nokkurra mánaða fresti?
Ég spyr því ég veit ekki, og ég skil ekki hvað er svona erfitt við að leysa vandamál þegar það kemur upp og gera það strax. Verslanir og þjónustufyrirtæki þurfa jú að geta mannað rekstur sinn á hverjum degi en ekki bara að afloknum samningaviðræðum aðila vinnumarkaðarins.
![]() |
Hátt yfirvinnukaup kann að skýra langa vinnuviku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. mars 2018
Tíðarandinn: Nornabrennur
Eru nornabrennur að komast aftur í tísku?
Það er ekki nóg að vera í raun og veru göldrótt norn sem getur í raun og veru sært fram sjúkdóma í fólki og fé, kallað bölvun yfir fólk og eyðilagt uppskerur. Nei, það er nóg að hljóta ákæru og verða svo mokað ofan í bálköstinn.
Ég geri mér grein fyrir því að ákærur, réttarhöld og bið eftir úrskurði er tímafrekt ferli. Ég geri mér grein fyrir því að það sé hægt, fyrir sekan mann, að sleppa með allskyns lagakrókum. Ég geri mér grein fyrir að margir ákærðir, sem í raun og veru eru sekir, fái ekki sína refsingu.
En er svarið virkilega það að taka upp nornabrennur miðalda, og kveikja í bálkestinum áður en sekt er sönnuð?
Á að leggja allt undir, þar á meðal réttarríkið og sálir óheppinna og saklausra manna sem þekkja ekki góða lögfræðinga, til að fullnægja refsiþorsta einhverra?
Vonandi ekki.
![]() |
Réttarhöld í vændismálum verði opin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 16. mars 2018
Blaðamaður óskast!
Margir rugla saman ríkisvaldi og ríkisrekstri.
Menn segja að ríkið þurfi að tryggja aðgengi að vegum, skólum og spítölum. Þá segja margir að það þýði að ríkið þurfi að byggja upp og reka vegakerfi, skólakerfi og heilbrigðiskerfi.
En gott og vel, kannski þýðir umsjón yfir einhverju sömuleiðis eignarhald, rekstrarábyrgð og framkvæmd í það heila, þ.e. í tilviki ríkisvaldsins.
Einkafyrirtæki vega og meta. Stundum vilja þau eiga húsnæðið sem þau nýta til reksturs, stundum ekki. Stundum er betra að fá ákveðna þjónustu aðkeypta en að hafa hana innanhúss. Stundum er betra að ráða sérhæfða verktaka en að búa yfir sérhæfðu starfsfólki. Einkafyrirtæki geta tekið upplýstar ákvarðanir því ef bókhald þeirra sýnir taprekstur þá eru þau að gera eitthvað rangt. Sýni það hagnað er eitthvað verið að gera rétt.
Ríkiseiningar búa ekki yfir neinni slíkri upplýsingagjöf. Ein rekstrarákvörðun er ekki á mælanlegan hátt betri en önnur. Ríkisvaldið æðir blindandi inn í dimmt herbergi með poka fullum af fé skattgreiðenda og getur bara vonað að það verði einhver afgangaur þegar útgönguleiðin úr herberginu er fundin.
Einkavæðum allt.
![]() |
Segja upp samningi um rekstur sjúkrabíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. mars 2018
Gamla, góða sígarettan
Rafrettur hafa vafist fyrir stjórnmálamönnum í mörgum ríkjum undanfarin misseri og ár. Þær fara einhvern veginn í taugarnar á þeim. Fólk er þarna að blása út úr sér vatnsgufu sem er óaðgreinanleg frá sígarettureyk, a.m.k. í fjarska, og gera það víða, jafnvel innandyra á opinberum stöðum. Stundum er níkótín í vökvanum sem er breytt í gufu en stundum ekki og þetta fer líka í taugarnar á stjórnmálamönnum. Þeir sjá ekki lengur bara glóandi sígarettu sem hefur þekktan lagaramma, þekkt orðspor, þekktan verðmiða og þekktar afleiðingar. Nei, núna er fólk að totta eitthvað nýtt sem þeir skilja ekki alveg.
En þetta er sáraeinfalt. Inntaka gufu úr rafrettum er a.m.k. 95% skaðminni en sígarettureykingar og engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk leiðist úr tiltölulega skaðlausri neyslu rafrettuvökva og yfir í mun hættulegri tóbaksreykingar.
Viljum við að rafrettan standa í boði sem skaðminni, ódýrari og aðgengilegri staðgengill sígarettunnar, eða ekki?
Stjórnmálamenn virðast ætla að hamast í íslenskri löggjöf þar til þessi valkostur er úr sögunni. Í Danmörku völdu menn aðra leið. Vonandi tekst að fleygja íslenskri forræðishyggju í ruslið þótt sagan gefi til kynna að það sé ólíklegt.
![]() |
Segja rafrettufrumvarp vera skringilegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. mars 2018
Hvað með rafrænar kosningar?
Það er ekki margt sem tölva getur gert sem blýantur og pappír getur ekki líka gert, þótt á því séu auðvitað veigamiklar undantekningar.
Það er hægt að kjósa með blýanti.
Það er hægt að fylla út eyðublað með blýanti.
Það er hægt að rita hugleiðingar með blýanti.
Það er hægt að fylla út próf með blýanti.
Það er hægt að framkvæma útreikninga með blýanti.
Menn tala um rafrænar kosningar. Þó er saga þeirra ekki beinlínis glæsileg og eru til íslensk dæmi um ýmislegt sem fór fram í hugbúnaði en fór e.t.v. ekki fram í raunveruleikanum. Auðvitað virka flest kerfi yfirleitt vel en þegar þau gera það ekki er ekkert hægt að gera. Próf fara forgörðum. Kosningar verða ógildar eða niðurstaða þeirra verður röng.
Vonandi muna menn gamalt lögmál smiðsins: Mældu tvisvar og sagaðu einu sinni. Það verður ekki aftur snúið ef eitthvað fer úrskeiðis.
![]() |
Gagnrýnivert að hafa ekkert plan B |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. mars 2018
Koma skotvopn í veg fyrir skotárásir?
Einhliða umfjöllun fjölmiðla í Evrópu um byssueign og skotvopnaglæpi segir eitt og bara eitt: Vopnaeign er slæm því hún leiðir til notkunar vopna.
En hvað ef hið gagnstæða er rétt? Að vopnaeign dragi úr vopnanotkun?
Þetta er kenning sem er ekki hægt að aflífa með því einu að benda á skólaskotárás í Bandaríkjunum eða Finnlandi.
Kenningin er e.t.v. ekki rétt en hið gagnstæða er það ekki heldur.
Það er létt fyrir einn mann með eitt vopn að brytja niður óvopnaða nemendur og kennara. Þegar allir eru óvopnaðir er einmitt mjög freistandi fyrir örvæntingarfullan ungan mann að hefna sín á heiminum með einni lítilli byssu. Hann hefur nægan tíma til að særa og drepa á meðan lögreglan mætir á svæðið með sín vopn.
Í einni frétt er sagt frá bæ nokkrum í fylkinu Georgíu í Bandaríkjunum.
Þar á bæ voru menn orðnir þreyttir á ofbeldi og morðum. Bærinn setti því ákvæði í lög sem skylduðu eða hvöttu almenning til að ganga um með skotvopn. Hvað gerðist? Glæpatíðni hríðféll.
Auðvitað sannar svona dæmi ekki neitt. Kannski eru íbúar þessa bæjar bara heppnir. Kannski fengu allir glæpamennirnir vinnu. Kannski mönnuðust öll áttavilltu ungmennin.
Stjórnmálamenn vilja afvopna almenning. Þannig hefur það alltaf verið. Það er léttara að bæla niður fólk með heygaffla en riffla. Gleymum samt ekki að óvopnaður almenningur er eins og hænsn í kofa þar sem þarf bara einn ref til að drepa alla.
![]() |
Í lífshættu eftir skotárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 10. mars 2018
Sumt blandast vel saman, annað ekki
Einu sinni voru Vesturlönd fátæk og án velferðarkerfa. Síðan urðu þau rík en enn án velferðarkerfa. Að lokum tóku þau upp velferðarkerfi en héldu áfram að vera rík (hættu bara að verða jafnhratt ríkari og áður).
Fátæk ríki laða ekki til sín innflytjendur. Þau halda áfram að vera einsleit í fátækt sinni. Rík ríki án velferðarkerfa gera það ef það er nóg af vinnu að fá. Innflytjendur renna þá hratt út á atvinnumarkaðinn, blandast þeim sem þar eru fyrir og kapphlaupið snýst um að framleiða verðmæti.
Rík ríki með velferðarkerfi laða líka til sín innflytjendur en í miklu meiri mæli en þau án velferðarkerfa og einnig aðra tegund innflytjenda. Velferðarkerfin eru fjárfrek og krefjast hárra skatta og því lítið rými fyrir hagkerfið að vaxa jafnhratt og í frjálsara umhverfi. Úrval starfa fyrir innflyjendurna er takmarkað. Þeir fara á bætur. Þeir læra á kerfið, ekki tungumálið og samfélagið.
Það er alveg hægt að blanda fullt af innflytjendum inn í samfélag rétt eins og það er hægt að þykkja graut með sósuþykkni. Persónulega er ég t.d. á þeirri skoðun að því fleiri Pólverjar flytjast til ákveðins svæðis, því betur vegnar því.
Vandamálin byrja þegar menn blanda ósamrýmanlegu innihaldi við gamla uppskrift. Ef þú hellir stórum skammti af múslímum ofan í úthverfasamfélag í Bretlandi uppskerðu gettó, einangrun, sérstaka dómstóla sem starfa óháð landslögum og jafnvel andúð á því samfélagi sem tók við hinu nýja hráefni. Ef þú hellir stórum skammti af hvítum mönnum inn í Afríkuríki uppskerðu sjúkdómafaraldra, kúgun á innfæddum með valdi og þvingað trúboð.
Það myndi leysa mörg vandamál að leggja niður velferðarkerfið, lækka skatta og láta fólk tryggja sig gegn áföllum á markaðsforsendum. Afæturnar nenna ekki að setjast að í slíku samfélagi. Þeir koma sem vilja, og þeir aðlagast sem vinna.
En það dettur engum í hug.
![]() |
Innflytjendur séu ekki gestir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 9. mars 2018
Ný uppfinning: Blýantur
Ný uppfinning hefur litið dagsins ljós: Blýanturinn.
Velgengni þessarar uppfinningar er ekki óumdeild. Hún hefur vissulega náð í allar búðir. Það er hægt að kaupa blýant fyrir smápeninga nánast hvar sem er. Þó virðist enginn kæra sig um þá.
Þeir sem tala fyrir hönd blýantsins benda á að hann virki á hvaða þurra pappír sem er. Þó þurfi pappírinn að vera stamur, en yfirleitt er það ekki vandamál. Þeir benda á að það sem er skrifað með blýant haldist við ýmis skilyrði. Skrif með blýant eru endanleg á meðan enginn leggur á sig mikla vinnu og þurrkar þau út með sérstöku gúmmíi.
Andstæðingar blýants segja að hann sé ekki nútímalegur. Upplýsingar frá blýant berast ekki beint inn í miðlæga gagnagrunna. Það er of mikil vinna að láta manneskjur lesa skrif blýants. Betra sé að tölvur geri allskonar, þ.e. þar til þær hrynja.
Ég er stuðningsmaður blýantsins og vona að þessi uppfinning haldi velli. Þetta er persónuleg skoðun, ekki pólitísk. Þó vona ég að pólitíkusar taki hana upp.
![]() |
Þetta er óásættanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. mars 2018
Konur og karlar gera það sem þau vilja
Það er alltaf gaman að vinna þar sem er góð blanda af konum og körlum. Ég hef unnið á vinnustöðum þar sem karlar voru í meirihluta (100% starfsmanna), konur voru í meirihluta (allir í kringum mig konur nema ég) og blönduðum vinnustöðum. Blandaður hópur getur af sér skemmtilegasta vinnuumhverfið að mínu mati þótt vissulega skapist ákveðin stemming á hreinum karlastöðum, og sömuleiðis á hreinum konustöðum.
Menn hafa samt komist að einu: Konur og karlar vinna þar sem þau vilja.
Þetta virðist sérstaklega eiga við í samfélögum þar sem engar kynbundnar hindranir eru til staðar, t.d. Norðurlöndunum. Karlar sem vilja kenna á leikskóla geta það. Konur sem vilja binda járn á byggingalóðum geta það.
Það sem hefur komið rannsakendum á óvart er að þegar engar kynbundnar fyrirstöður eru til staðar þá ýkjast kynjahlutföllin í átt til einsleitni í mörgum greinum. Langflestir kennarar og hjúkrunarfræðingar eru kvenkyns. Langflestir iðnaðarmenn eru karlar. Þetta er niðurstaðan af algjörlega opnu kerfi menntunar og starfsvals.
Óbein niðurstaða er svo auðvitað sú að heildarlaun karla eru hærri en kvenna (sem má ekki rugla saman við þá kröfu margra að fólki sé borgað sömu laun fyrir sömu vinnu að teknu tilliti til allskonar þátta, sem er allt önnur umræða). Karlar að jafnaði sækja í erfiði, áhættu, langa vinnudaga og kapphlaup við laun og titla. Konur sækja að jafnaði í jafnvægi á milli einkalífs og vinnu, fyrirsjáanleika og öryggi.
Margir hamast í konum vegna þessa. Talað er niður til þeirra fyrir að velja ekki á sama hátt og karlar - almennt - að vinna eins og skepnur til að uppskera há laun og fína titla.
Það er samt ekki við neinn annan að sakast en þann sem velur eitthvað eitt en ekki annað og uppsker eftir því.
Kannski vantar fleiri iðnmenntaðar konur eða hjúkrunarfræðimenntaða karlmenn. Kannski ekki. Hver á að ráða ef ekki einstaklingarnir sjálfir sem standa frammi fyrir vali á námi og starfi?
![]() |
Ég er stolt af því að vera fyrsta konan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. mars 2018
Launamunur hverra?
Blaðamenn hafa lengi látið plata sig til að tala um launamun á milli kynjanna. Það er vandlega innpökkuð blekkingarstarfsemi sem fleiri og fleiri eru byrjaðir að sjá í gegnum.
Það er ekki launamunur á milli kynjanna. Það er launamunur á einstaklingum en kynferði útskýrir þann launamun ekki. Það sem útskýrir hann er sérstakt persónuleikaeinkenni sem á ensku útleggst "agreeableness", og má skilgreina svo:
Agreeableness (friendly/compassionate vs. challenging/detached). A tendency to be compassionate and cooperative rather than suspicious and antagonistic towards others. It is also a measure of one's trusting and helpful nature, and whether a person is generally well-tempered or not. High agreeableness is often seen as naive or submissive. Low agreeableness personalities are often competitive or challenging people, which can be seen as argumentativeness or untrustworthiness.
Þetta er persónuleikaeinkenni sem forðast átök, vill að allir séu vinir og að það sé góður liðsandi. Að rífast og slást um hærri laun fellur ekki að þessum óskum.
Konur hafa að jafnaði meira af þessu persónuleikaeinkenni en karlar.
Þeir sem hafa meira af þessu persónuleikaeinkenni en aðrir hafa að jafnaði lægri laun.
Kannski blaðamenn vitkist einn daginn og hætti að kokgleypa og endurbirta áróður.
![]() |
Dregur úr launamun kynjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |