Tíðarandinn: Nornabrennur

Eru nornabrennur að komast aftur í tísku?

Það er ekki nóg að vera í raun og veru göldrótt norn sem getur í raun og veru sært fram sjúkdóma í fólki og fé, kallað bölvun yfir fólk og eyðilagt uppskerur. Nei, það er nóg að hljóta ákæru og verða svo mokað ofan í bálköstinn.

Ég geri mér grein fyrir því að ákærur, réttarhöld og bið eftir úrskurði er tímafrekt ferli. Ég geri mér grein fyrir því að það sé hægt, fyrir sekan mann, að sleppa með allskyns lagakrókum. Ég geri mér grein fyrir að margir ákærðir, sem í raun og veru eru sekir, fái ekki sína refsingu.

En er svarið virkilega það að taka upp nornabrennur miðalda, og kveikja í bálkestinum áður en sekt er sönnuð?

Á að leggja allt undir, þar á meðal réttarríkið og sálir óheppinna og saklausra manna sem þekkja ekki góða lögfræðinga, til að fullnægja refsiþorsta einhverra?

Vonandi ekki.


mbl.is Réttarhöld í vændismálum verði opin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Fasismi hefur alltaf verið ríkur í norðurlandabúum ...

Örn Einar Hansen, 18.3.2018 kl. 00:26

2 identicon

Hvað átt þú við með "að komast aftur í tísku"? Nornabrennur hafa nefnilega tíðkast lengi hjá þínum líkum. En með tilkomu internetsins hefur þeim sem þið brennduð áður verið gefið vopn sem bítur á ykkur. Fjármagnsklíkan og fylgendur hennar ráða ekki umræðunni og ákveða ekki lengur hverjir fari á bálið. Þá verðið þið all snögglega verndarar réttlætis og mannréttinda. Nokkuð sem þið hafið hingaðtil aðeins viljað veita útvöldum sem ykkur eru þóknanlegir. 

Gústi (IP-tala skráð) 18.3.2018 kl. 00:55

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Gústi, bíddu nú við ... það er ákveðinn púnktur hjá þér, þegar þú segir "hingaðtil aðeins viljað veita útvöldum sem ykkur eru þóknanlegir". Sem er afskaplega algengt.  En hér er höfundur að tala um, að ef réttarhöld verða "opin" í sakamálum, þá verða einstaklingar dæmdir af samfélaginu ... eitthvað sem er varhugavert.  Það má að sjálfsögðu einnig taka upp hina hliðina, og segja að réttarhöld undir luktum dyrum, geti verið jafn hættuleg eða jafnvel hættulegri, þar sem réttarhöldin geta orðið "inquisition" og ekki réttarhöld.  Svo, viltu ekki skýra aðeins betur hvað þú átt við?

Örn Einar Hansen, 18.3.2018 kl. 01:31

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að einhver refsiglaður idíót hjá lögreglunni skuli ekki vera betur að sér í grundvallar mannréttindum og stjórnarskrá. Aðeins of ákafur að sanna sig í vinnunni. Undan þessum lögum verða ekki gerðar undantekningar fyrir einn tiltekinn málaflokk, hvað þá jafn ómerkilegann og þann að kaupa sér drátt með fullu samþykki seljanda.

Það hefði líklega enn meiri fælingarmátt í hverju sem er að setja menn í gapastokk eða jafnvel undir fallöxina á miðju lækjartorgi. Það hefði mikinn fælingarmátt t.d. ef tekið yrði upp að höggva hendur af þjófum.

Persónuvernd nær ekki bara yfir brotlega menn heldur einnig aðstandendur. Það eru mæður, feður, börn, afar ömmur og önnur skyldmenni sem falla undir vernd á einum einstaklingi.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2018 kl. 02:00

5 identicon

Dæmi: Réttarhöld hafa verið "opin" í sakamálum þegar gert er á hlut peningaaflanna. Þá er ekki hugsað um persónuvernd og aðstandendur. Fólk nafngreint og myndir í fjölmiðlum. Og samfélagið hvatt til að dæma viðkomandi. En ef um kynferðislega misnotkun, sem virðist algeng hjá peningaöflunum eins og dæmi undanfarinna vikna sýna, er að ræða þá er allt lokað og læst. Sá sem fremur lögbrot og notar vald peninga til að fullnægja sínum kynferðislegu fýsnum skal njóta sérstakrar verndar.

Gústi (IP-tala skráð) 18.3.2018 kl. 03:47

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef vændiskaupandi nýtur ekki nafnleyndar, þá gerir vændiskonan það ekki heldur. Vilji menn básúna nafn hennar um allar jarðir henni og aðstandendum til ánægju, þá verði þeim að góðu. Ástæður nafnleyndar í kynferðisbrotamálum er einmitt til að skýla fórnarlömbum framar geranda. Þegar dómur fellur hinsvegar er uppálagt að nefna gerandann, en sekt hans ekki sönnuð fyrr en réttarhöldum er lokið.

Þessi tvö prinsipp réttarríkisins virðist sumum fyrrmunað að skilja. 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2018 kl. 10:25

7 identicon

Refsiheimild er b6ndin í lög, engan má beita meiri refsingu en lög heimila.

Þegar svo eitthvert idiot hjã löggunni dettur í hug að brjóta lög og beita meiri refsingu en lög heimila á auðvitað að henda fíflinu fyrir ljón, ef lög heimila.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.3.2018 kl. 11:09

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Segjum sem svo að dómsmál í kringum vændiskaup verði gerð opinber.

Margir ungir menn, sem eru að prófa sig áfram á sviði kynlífs, verða nafngreindir og mannorð þeirra drepin.

Afmyndað fólk eða fatlað eða hvoru tveggja - fólk sem á erfitt með að "pikka upp á barnum" - lendir í sviðsljósinu. (Í Danmörku geta fatlaðir fengið opinbera niðurgreiðslu til að sækja sér þjónustu vændiskvenna, eða gátu. Þetta er þó umdeilt fyrirkomulag.)

Hvað vinnst með því að gera viðskiptavini vændiskvenna enn hræddari við lögin? Þessir viðskiptavinir verða enn örvæntingarfyllri að verða ekki afhjúpaðir. Kannski verður freistandi að drepa vændiskonuna ef það er hætta á að hún leki upplýsingum eða að viðskiptin verði gerð opinber. 

Sænska leiðin, sú að gera kaup en ekki sölu vændisþjónustu refsiverða, hefur haft skelfilegar afleiðingar í Svíþjóð. Vændiskonur hafa sjaldan haft meiri áhyggjur af öryggi sínu.

Hættum frekar að banna vændi og beinum orku lögreglunnar þess í stað að ofbeldi þegar það á sér stað, hvar sem það er.

Geir Ágústsson, 18.3.2018 kl. 20:30

9 identicon

Það kómíska í þessu öllu saman er að þessi "verknaður" er með öllu bæði siðferðislega og lagalega fullkomlega í lagi í þjóðfélaginu.

Allt er þetta sett vegna (reyndar líklega bara fyrirsláttur) til að vernda fórnarlömb mansals.
 Það er eitt að beita refsingum við mansali, en annað með vændi. 
Þetta er svona svipað og að refsa fólki fyrir að kaupa ákv. vöru vegna þess að framleiðsla hennar var byggð á ólöglegu vinnuafli eða þá kaupa aðra þjónustu, þar sem um mögulegt mansal var að ræða. Maður gæti þá verið handtekinn við að kaupa sér peysu eða hús.... Nákvæmlega sami hluturinn...

Arnar Sig. (IP-tala skráð) 19.3.2018 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband