Föstudagur, 16. mars 2018
Blaðamaður óskast!
Margir rugla saman ríkisvaldi og ríkisrekstri.
Menn segja að ríkið þurfi að tryggja aðgengi að vegum, skólum og spítölum. Þá segja margir að það þýði að ríkið þurfi að byggja upp og reka vegakerfi, skólakerfi og heilbrigðiskerfi.
En gott og vel, kannski þýðir umsjón yfir einhverju sömuleiðis eignarhald, rekstrarábyrgð og framkvæmd í það heila, þ.e. í tilviki ríkisvaldsins.
Einkafyrirtæki vega og meta. Stundum vilja þau eiga húsnæðið sem þau nýta til reksturs, stundum ekki. Stundum er betra að fá ákveðna þjónustu aðkeypta en að hafa hana innanhúss. Stundum er betra að ráða sérhæfða verktaka en að búa yfir sérhæfðu starfsfólki. Einkafyrirtæki geta tekið upplýstar ákvarðanir því ef bókhald þeirra sýnir taprekstur þá eru þau að gera eitthvað rangt. Sýni það hagnað er eitthvað verið að gera rétt.
Ríkiseiningar búa ekki yfir neinni slíkri upplýsingagjöf. Ein rekstrarákvörðun er ekki á mælanlegan hátt betri en önnur. Ríkisvaldið æðir blindandi inn í dimmt herbergi með poka fullum af fé skattgreiðenda og getur bara vonað að það verði einhver afgangaur þegar útgönguleiðin úr herberginu er fundin.
Einkavæðum allt.
Segja upp samningi um rekstur sjúkrabíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heldurðu í fullri alvöru að það væri hagkvæmara fyrir almenning í landinu ef einkafyrirtæki með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi væru í samkeppni um rekstur sjúkrabílanna?
Af og frá - það myndi þýða aukinn kostnað og verri þjónustu.
Starbuck, 17.3.2018 kl. 01:48
Er einokun (í þessu tilviki ríkisins) fremri samkeppni? Alltaf, stundum eða aldrei?
Geir Ágústsson, 17.3.2018 kl. 05:48
Falck virðist gefast vel í Danmörku og víðar.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.3.2018 kl. 07:39
Mörg vestræn ríki með risavaxið velferðarkerfi hafa áttað sig á því að það er alveg hægt að bjóða upp á eitthvað fyrir skattfé án þess samt að ríkisstarfsmenn sjái um að framkvæma.
Geir Ágústsson, 17.3.2018 kl. 08:54
Ég sé ekki í fljótu bragði af hverju ríkisrekstur þarf endilega að vera hagkvæmari en einkarekstur. Það sem sennilega skiptir mestu máli er að í einkageiranum eru gerðar kröfur um rekstrarkunnáttu.
Kolbrún Hilmars, 17.3.2018 kl. 14:15
Munurinn liggur í mismunandi hvötum.
Geir Ágústsson, 17.3.2018 kl. 14:18
Ríkiseinokun er stundum besti kosturinn, sérstaklega ef um er að ræða rekstur sem er mikilvægur fyrir almenning og erfitt eða ómögulegt að hafa virka samkeppni. Landsvirkjun er dæmi um þetta.
Stundum getur verið að besti kosturinn sé að ríkið semji við einhvern einn aðila sem er sérhæfður á viðkomandi sviði og er ekki að gera kröfu um hagnað. Þannig hefur þetta verið með rekstur sjúkrabílanna í marga áratugi og gefist vel. Ég hef þá tilfinningu að það sé ekki til góðs að breyta þessu fyrirkomulagi. Þjónustan verði ekki betri eða hagkvæmari ef ríkið mun alfarið sjá um þetta og ennþá síður ef farið verður að bjóða þetta út.
Hvað er annars athugavert við það að ríkisstarfsmenn framkvæmi hina ýmsu hluti?
Starbuck, 17.3.2018 kl. 14:28
Hvað ertu að meina Geir þegar þú segir "munurinn liggur í mismunandi hvötum"?
Starbuck, 17.3.2018 kl. 14:30
Kolbrún - Ríkisrekstur getur verið hagkvæmari einfaldlega vegna þess að þá þarf ekki að greiða út arð til eigenda.
Það er náttúrlega algjört rugl að halda því fram að ekki séu gerðar kröfur um rekstrarkunnáttu í ríkireksrri.
Starbuck, 17.3.2018 kl. 14:39
Má vera, Starbuck. En ríkisrekstur hefur ákveðna X upphæð til ráðstöfunar á meðan einkageirinn þarf að stilla útgjöldum eftir tekjum. Segir sig sjálft að rekstrarkunnátta skiptir þar meira máli.
Kolbrún Hilmars, 17.3.2018 kl. 15:11
Hugsum okkur að Samgönguráðuneytið ákvæði á morgunað byrja keppa við Símann, Nova og Vodafone í fjarskiptaþjónustu. Hvað gerist?
Geir Ágústsson, 17.3.2018 kl. 16:05
Samgöngumálaráðherra fær samþykkta fjárveitingu frá þinginu. Ríflega. Og ef samkeppnisdæmið hans misheppnast, þá fær hann aukafjárveitingu. Íslensk einkafyrirtæki eru ekki af þeirri stærð sem þola samkeppni við ríkið. En svo mætti líka hugsa sér að ráðuneytið legði í samkeppni við alþjóðafyrirtækin á fjarskiptasviðinu - hvað gerist þá?
Kolbrún Hilmars, 17.3.2018 kl. 16:13
Íslenskur landbúnaður er í alþjóðlegri samkeppni. Bændur skrimta þótt þeir framleiði - að sögn - bestu og hreinustu afurðir í heimi eða allt að því.
Íslenskir bændur eru gott dæmi um framleiðendur sem trúa því að þeim sé best borgið í kæfandi faðmi ríkisins, sem ég held að sé algjör misskilningur. Þeir eru með yfirburðarvöru sem nánast framleiðir sjálfa sig við góðan orðstír í hreinni náttúru og tekst samt að vera fátækir.
Geir Ágústsson, 17.3.2018 kl. 16:26
Það sem plagar hugarfar margra er sú tilhneiging að líta á nákvæmlega núverandi ástand í dag sem einhvers konar núllpunkt.
Menn segja: Það kostar hið opinbera milljón að opna kransæðastíflu (eða segjum það).
Einkaaðili myndi reyna að gera það fyrir 900 þús. og skammta sér 100 þús kr. arð. Aðgerðir yrði að þola rýrnun í gæðum og aðhlynning sjúklings yrði að vera verra.
En hvað ef einkaaðili kaupir tæki og tekst að framkvæma sömu aðgerð betur fyrir 500 þús. og veita samskonar aðhlynningu? Óhugsandi! En hver reiknaði það út? Embættismaður í fjármálaráðuneytinu? Sjúkrahússforstjóri sem þarf að réttlæta útgjöld fyrir embættismönnum? Einkaaðili gæti "tekið sénsinn", og tekist vel upp og grætt og allir græða, eða tekist illa upp og farið á hausinn.
Aðgerðir á augum (leiser sem læknar sjóndepurð) og lýtaaðgerðir hvers konar hafa fallið í verði undanfarin ár. Af hverju má aðgerð á kransæð ekki gera það líka? Af hugsjónaaðstæðum? Af ótta við óvissa framtíð? Af því það sem er í dag er alltaf best, líka á morgun?
Og hvað með allt hitt, t.d. fjarskiptakerfi? Er flóknara að reisa fjarskiptamöstur og halda þeim í gangi og tengdum en að fletja út malbik? Á 340 þús. manna eyju eru rekin jafnmörg hágæðafjarskiptakerfi og í margfalt fjölmennari ríkjum (sami fjöldi og í Danmörku skilst mér), en bara eitt vegakerfi (með örfáum veigalitum undantekningum).
Einkavæðum allt.
Geir Ágústsson, 17.3.2018 kl. 16:31
Held að stærsti vandi okkar sé einmitt sá að allt; öll framleiðsla og þjónusta í okkar örfélagi miðast við skakkar tölur. Alltaf er talað um heildarfólksfjölda, uþb 340 þúsund, en ekki þá sem raunverulega vinna og framleiða eða um 190 þúsund manns. Eru þá innfluttir verkamenn meðtaldir.
Kolbrún Hilmars, 17.3.2018 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.