Gamla, góða sígarettan

Rafrettur hafa vafist fyrir stjórnmálamönnum í mörgum ríkjum undanfarin misseri og ár. Þær fara einhvern veginn í taugarnar á þeim. Fólk er þarna að blása út úr sér vatnsgufu sem er óaðgreinanleg frá sígarettureyk, a.m.k. í fjarska, og gera það víða, jafnvel innandyra á opinberum stöðum. Stundum er níkótín í vökvanum sem er breytt í gufu en stundum ekki og þetta fer líka í taugarnar á stjórnmálamönnum. Þeir sjá ekki lengur bara glóandi sígarettu sem hefur þekktan lagaramma, þekkt orðspor, þekktan verðmiða og þekktar afleiðingar. Nei, núna er fólk að totta eitthvað nýtt sem þeir skilja ekki alveg.

En þetta er sáraeinfalt. Inntaka gufu úr rafrettum er a.m.k. 95% skaðminni en sígarettureykingar og engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk leiðist úr tiltölulega skaðlausri neyslu rafrettuvökva og yfir í mun hættulegri tóbaksreykingar. 

Viljum við að rafrettan standa í boði sem skaðminni, ódýrari og aðgengilegri staðgengill sígarettunnar, eða ekki?

Stjórnmálamenn virðast ætla að hamast í íslenskri löggjöf þar til þessi valkostur er úr sögunni. Í Danmörku völdu menn aðra leið. Vonandi tekst að fleygja íslenskri forræðishyggju í ruslið þótt sagan gefi til kynna að það sé ólíklegt.


mbl.is Segja rafrettufrumvarp vera skringilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir, með VG í ríkisstjórn verður forræðishyggjan ætíð í fyrirrúmi. Marxistar-femínistar heimta alltaf að fá að stjórna atferli borgaranna í öllum smáatriðum. Ef og þegar læknamarijuana, sem er ekki vímugefandi en verkjastillandi, verður leyfilegt hér á landi handa krabbameinssjúklingum, þá mun VG heimta að reglurnar um hver megi fá það verði svo strangar og ósanngjarnar að enginn fær að njóta þess (nema vera skyldur Svandísi Svavars, því að nepótisminn verður alltaf ofan á).

Pétur D. (IP-tala skráð) 15.3.2018 kl. 20:30

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef það væri bara svo gott að það væri hægt að rúma alla forræðishyggjuna innan eins flokks eða tveggja eða þriggja. Vissulega er VG skæðastur en aðrir stundum engu skárri.

Hið almenna viðhorf þingmanna er að þeir þurfi að hafa vit fyrir fólki. Velferðarkerfið er skæðasta vopn þingmanna. Það á jú að greiða fyrir menntun og heilbrigði. Þurfa þá ekki allir að vera menntaðir og heilbrigðir? Það niðurgreiður atvinnuleysi og sjúkdóma. Vilja borgararnir þá ekki vera atvinnulausir og veikir? Það er engin leið að sætta niðurgreiðslu og heilbrigða skynsemi og því hægt að setja endalausar reglur, leggja á endalausa skatta og predika endalaust úr fílabeinsturninum.

Geir Ágústsson, 15.3.2018 kl. 21:02

3 identicon

Það er tvennt sem einkennir þá sem vilja hafa vit fyrir öðru, þeir eru almennt illa gefnir og, það sem verra er, þeir eru illa innrættir.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.3.2018 kl. 15:24

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Minnir mig á sígildan (bókstaflega) texta Fræbbblanna:

"Það stendur í lögum

Það stendur hér

Að þeir eigi að hafa vit fyrir mér

Þeir slefa út ræðum

Þeir jarma í kór

Þeir segja að ég verði slæmur af bjór"

***

"Það er tvennt sem einkennir þá sem vilja hafa vit fyrir öðru, þeir eru almennt illa gefnir og, það sem verra er, þeir eru illa innrættir."

Ekki nauðpsynlega - það er ekki alltaf hægt að sjá hvort einhver er hálfviti eða illmenni.  Það lítur svo oft á yfirborðinu eins út.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.3.2018 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband