Konur og karlar gera ţađ sem ţau vilja

Ţađ er alltaf gaman ađ vinna ţar sem er góđ blanda af konum og körlum. Ég hef unniđ á vinnustöđum ţar sem karlar voru í meirihluta (100% starfsmanna), konur voru í meirihluta (allir í kringum mig konur nema ég) og blönduđum vinnustöđum. Blandađur hópur getur af sér skemmtilegasta vinnuumhverfiđ ađ mínu mati ţótt vissulega skapist ákveđin stemming á hreinum karlastöđum, og sömuleiđis á hreinum konustöđum.

Menn hafa samt komist ađ einu: Konur og karlar vinna ţar sem ţau vilja. 

Ţetta virđist sérstaklega eiga viđ í samfélögum ţar sem engar kynbundnar hindranir eru til stađar, t.d. Norđurlöndunum. Karlar sem vilja kenna á leikskóla geta ţađ. Konur sem vilja binda járn á byggingalóđum geta ţađ. 

Ţađ sem hefur komiđ rannsakendum á óvart er ađ ţegar engar kynbundnar fyrirstöđur eru til stađar ţá ýkjast kynjahlutföllin í átt til einsleitni í mörgum greinum. Langflestir kennarar og hjúkrunarfrćđingar eru kvenkyns. Langflestir iđnađarmenn eru karlar. Ţetta er niđurstađan af algjörlega opnu kerfi menntunar og starfsvals. 

Óbein niđurstađa er svo auđvitađ sú ađ heildarlaun karla eru hćrri en kvenna (sem má ekki rugla saman viđ ţá kröfu margra ađ fólki sé borgađ sömu laun fyrir sömu vinnu ađ teknu tilliti til allskonar ţátta, sem er allt önnur umrćđa). Karlar ađ jafnađi sćkja í erfiđi, áhćttu, langa vinnudaga og kapphlaup viđ laun og titla. Konur sćkja ađ jafnađi í jafnvćgi á milli einkalífs og vinnu, fyrirsjáanleika og öryggi.

Margir hamast í konum vegna ţessa. Talađ er niđur til ţeirra fyrir ađ velja ekki á sama hátt og karlar - almennt - ađ vinna eins og skepnur til ađ uppskera há laun og fína titla. 

Ţađ er samt ekki viđ neinn annan ađ sakast en ţann sem velur eitthvađ eitt en ekki annađ og uppsker eftir ţví. 

Kannski vantar fleiri iđnmenntađar konur eđa hjúkrunarfrćđimenntađa karlmenn. Kannski ekki. Hver á ađ ráđa ef ekki einstaklingarnir sjálfir sem standa frammi fyrir vali á námi og starfi?


mbl.is „Ég er stolt af ţví ađ vera fyrsta kon­an“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fimm og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband